Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 13

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 13
Dagur í lifi Óla H Síminn byrjar fljótt Þeir Ástmar og Óli eru greinilega vanir að starfa saman og brandarar fjúka svo hratt að ekki verður hönd á fest. Þeir eru líka svolítið „lókal”, tengdir þeim efnum sem þeir þekkja, mönnum sem þeir starfa með. En þarna er gerður stuttur stans, erindinu er lokið í bili og Óli heldur áfram niður á Lindar- götu 46, en þar er Umferðarráð til húsa. „Sumir þykjast lítið þekkja til þegar maður segir að það sé til húsa fyrir ofan „ríkið”, er haft eftir Óla i viðtali sem birtist við hann í timariti samvinnu- skólanema og starfsmanna samvinnu- hreyfingarinnar, Hlyni. Staðurinn er þó auðþekktur í návígi, hvar annars staðar en á tröppum Umferðarráðs gæti verið jólatré skreytt rauðum hjartalaga endur- skinsmerkjum? Og mikið rétt, Óli er kominn á skrif- stofuna. Hann hallar hurðinni ekki að stöfum heldur hefur opið inn. „Ég kann einhvern veginn ekki við að loka að mér,” segir hann, „þótt sums staðar geti það sjálfsagt verið nauðsynlegt.” Hann viðurkennir þó að stundum gæti verið gott að loka að sér stund og stund, en sem sagt, kann ekki vel við það. Óli er rétt farinn að líta á bréfin á borðinu þegar síminn hringir. Það er ekki langt símtal og Óli lítur brosandi upp. „Síminn byrjar fljótt og svo er verið að hringja af og til allan daginn,”segir hann og i því hringir síminn aftur. 10.00 „Lít alltaf fyrst á slysafrétt- irnar" Y fir morgunkaffinu er mikið talað um umferðarmál. Starfsmenn Umferðarráðs eru fimm. „Ég lit alltaf fyrst á slysafréttirnar í blöðunum,” segir Óli síðar um daginn og greinilegt er að umferðarmál eru lifandi áhugamál allra sem á þessum stað vinna. Og svo er auðvitað rabbað um heima og geima á milli en fyrr en varir er farið að tala um eitthvað umferðartengt efni aftur. „Við erum auðvitað varla fær um að sjá umferðina í réttu ljósi,” segir einn samstarfsmanna Óla. „Það sem aflaga fer verður svo áberandi þegar maður er í þessu starfi.” Oft geta þeir þó komið með tillögur til úrbóta sem eftir er farið og það er einmitt það sem máli skiptir. Hver lítill sigur er mikils virði. Verkefni dagsins eru rædd yfir kaffibollunum. Einkum er umferðar- skólinn Ungir vegfarendur í brennidepli þennan morgun, kannski vegna þess að gestirnir í kaffinu minnast þess skyndi- lega að ekki er enn búið að tilkynna aðsetursskipti krakkanna þeirra. Krakkarnir hafa gaman af að fá verk- , . Óli vifl skrifborðið sitt hjá Umferðarráði. eínin sm á sama tíma og hinir krakkarn- ir og því er gott að nota tækifærið, þegar menn eiga erindi i húsakynni Umferðar- ráðs, og tilkynna breytt heimilisfang. Og þaðeru margir sem eiga erindi viðstarfs- fólkið hjá Umferðarráði. Siminn kallar, hvar sem er. 3. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.