Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 14

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 14
Við morgunvarðarfoorflifl. Ásta Dis er orðin svolitifl spennt afl fara i skólann. Vifl hverju bjuggust þN>? Auflvttafl spennir hann bettifll „Þeir þurfa auðvitað að fara í gegnum þrjú lögsagnar- umdœmi og hafa litla von um að sleppa" Sem betur fór var lítið um-slysafréttir í blöðunuífi þennan morgun. Eitt slys, sem hafði verið getið um i sjónvarps- fréttunum kvöldið áður, skyggði þó á annars sæmilega áfallalitinn dag, daginn áður. Og það þrátt fyrir slæm aksturs- skilyrði. Nú var að huga að verkefnum dagsins. Fyrst kom Sigurður Ágústsson með þau plögg sem höfðu skilað sér um ástand Ijósa á bílum. Þetta er þriðja árið sem skýrsla af þessu tagi er unnin, fyrsta könnunin var gerð áður en bílarnir áttu að mæta í ljósaskoðun að hausti. Sú nassta (ári síðar) skömmu eftir skoðun, en í fyrra var hún ekki gerð fyrr en i desember. Hvernig skyldi vera staðið að könnunum sem þessari? Jú. samstarfið við lögregluna er gott. þeir stöðva bíla skipulega og kanna ástand ljósa.” Tvennt þótti þeim Óla og Sigurði athyglisvert, annars vegar hve margir höfðu ekki mætt i ljósaskoðun og hins vegar að um 20% bílanna voru með eitthvaðathugavert viðljósin aðjafnaði. Og síðan eru niðurstöðurnar kynntar með fréttabréfi, en sá er jafnan háttur- inn. Þeir eiga eftir að fá upplýsingar úr fleiri sýslum áður en þeir geta lokið við að taka saman skýrslu en línurnar eru nokkuð skýrar og ástandið er töluvert misjafnt eftir lögsagnarumdæmum. „Suðurnesin eru áberandi best,” segir Sigurður. Þeir ræða nokkra stund hvernig I því liggi, væntanlega öðrum til eftirbreytni. „Ætli það sé ekki vegna þess að þeir þurfa að fara í gegnum þrjú lögsagnarumdæmi ef þeir fara til Reykjavíkur, svo þeir hafa litla von til að sleppa,” verður öðrum þeirra að orði og svo er hlegið. Enginn skyldi ætla að höfuðstöðvar Umferðarráðs séu alvöruþrunginn staður en hins vegar eru þar oft mikil alvörumál á dagskrá og þau eru ekki gáleysislega rædd. Palli er oröinn úreltur Síminn, smáspjall. skroppið fram. aftur inn með nýja pappíra. Geirlaug Karlsdóttir kemur inn með póstinn. „Hún er titluð ritari en gerir í rauninni allt mögulegt hér, sönn „altmulig” manneskja og getur þurft að ganga i hvaða verkefni sem er,” segir Óli þegar þau eru búin að rabba um sin mál. Það er margs að gæta, hafa samband við prentsmiðju, senda út á réttum tíma til réttra aðila, rétt plögg. Ekkert má fara úrskeiðis. Síminn er farinn að kyrrast, aldrei slíku vant. Margrét Sæmundsdóttir kemur næst inn. Hún er aðeins hálfan daginn en hefur samt umsjón með því mikla starfi sem unnið er í sambandi við umferðar- skólann Unga vegfarendur. I honum eru allir krakkar frá 3-7 ára aldri. „Það má segja að þessi mál séu i ágætu lagi hjá okkur. Líklega er okkar land það eina í heiminum sem nær með umferðar- fræðslu til allra barna á landinu. Á Norðurlöndunum, sem okkur er svo gjarnt að bera okkur saman við, verða foreldrarnir að innrita börn sín í slíka umferðarskóla, hér á landi er einfaldlega notast við þjóðskrána, með sérstaklega góðri samvinnu við forráðamenn sveitarfélaganna,” segir Óli með nokkurri velþóknun. Gott er að geta þess sem vel fer. Margs er að gæta í sambandi við svona bréfaskólahald. Til dæmis er hann sjónvarps-Palli orðinn alveg úreltur og nú er kominn heill hópur bama i skólann Enn er dimmt úti þegar Óli kemur vifl hjé Ástmari. Morgunkaffifl hjé starfsfölki Umferflarréfls: Geirtaug, Óli, Guðmundur, Margrét og Sigurður. 14 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.