Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 17

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 17
Dagur í lífi Ola H 16.55 SlökkvHiðsmenn í fullum skrúða „Bara nokkur bréf sem ég þarf að líla á. Tala aðeins við hana Geirlaugu.” Óli skálmar fram á gang. „Það er fínt, þú reddar því þá.” Eitt símtal og svo er ferðinni heitið niður í útvarp. Við höfum kynnst öllu samstarfsfólki Óla á þessum degi, nema Gyðu Ragnars- dóttur, sem er starfsmaður Reykjavíkur- borgar. Á planinu fyrir framan er „ríkis- stemmning”, fjölmenni mikið og tals- verður erill. „Jú, því er ekki að neita að hér er stundum dálítið órólegt seinni partinn á föstudögum,” segir Óli, sambýlið við „ríkið” hefur greinilega einhverja ókosti. Þegar niður i útvarp er komið bíða slökkviliðsmenn í fullum skrúða í stúdíói 4. En þó kerti logi á borðinu er allt í lagi. alla vega sitja slökkviliðsmennirnir salla- rólegir og á þeim er ekkert fum að sjá. Erindi þeirra niður í útvarp er heldur ekki að slökkva neina elda heldur miklu frekar að kveikja í. . . fólki áhuga á að kaupa eldvarnartæki af ýmsu tagi. Ekki svo að skilja að þeir nenni ekki að vinna. Síður en svo. En það er ekkert grin þegar eldur er einu sinni laus, fyrirbyggjandi aðgerðir eru alltaf bestar, það vita bæði Óli og slökkviliðsmennirnir. Óli bregður sér fram i „regi”, 5 fermetra kompu tæknimannsins, en allt í einu gellur þessi endemis hávaði, ýl, væl eða sírena, menn heyra ekki til að finna nafn á ósköpin. Krakkarnir í næsta stúdiói vita væntanlega hvað er á seyði, því þau halda áfram eftir smátöf eins og ekkert sé. Verið er að gefa hlustendum Viku- lokanna hljóðsýni úr reykskynjara. Ásdís Skúladóttir meðstjórnandi i sunnandeild Vikulokanna situr með hrekkjabros á vör inni í stúdíói með slökkviliðsmönnunum, eða er það missýn? Upptaka gengur sinn gang. Óli og Ásdís stjórna af mikilli röggsemi. Ein- hver hefur á orði að það sé nú skrýtið að sjá Óla H. hér með logandi kerti og allt sem ekki má. Hann hafi áreiðanlega komið' niður í útvarpshús með vel spennt öryggisbelti og ekið eins og best gerist. Slökkviliðsmennirnir hafi hins vegar áreiðanlega ekki logandi kerti á borðinu heima hjá sér, nema sérstaklega umbúin, öryggisins vegna að sjálfsögðu, en þeir aki áreiðanlega eins og fantar og meðóspennt belti. — Blendinn hlátur. 19.50 (oniunon Heima á ný Það er alveg rétt, klukkan okkar er ekkert farin að flýta sér. Núna fyrst er Óli kominn heim í kvöldmat. Hann kom inn úr dyrunum fyrir 10 mínútum og er feginn að vera sestur að borðum með fjölskyldunni eftir langan og strangan dag. Þó var þetta ekkert óvenjulegur dagur. „Það var til dæmis enginn fundur í dag. Þeir eru fáir í desember. Reyndar var fundur með framkvæmdanefnd Umferðarráðs í gær...” Og hvað hyggst Óli svo fyrir í kvöld? „Ég ætla að slappa af heima með fjöl- skyldunni, maður hefur allt of lítinn tíma með henni.” Óli notar hvert tæki- færi til að vera heima við, en maður sem vinnur svona langan vinnudag getur ekki séð eins mikið af fólkinu sinu og hann kysi. ,,Sunnudagar eru nú orðið algjörir banndagar á allt sem heitir fundir eða vinna. Hún Þurý má ráðstafa mér þá daga ef henni býður svo við að horfa. En hún er tillitssöm við mig og við reynum yfirleitt að taka lífinu með ró á hvíldardögum. ” Eitt kvöld í viku spilar hann badminton, það hefur hann gert árum saman. Það er í nógu að snúast. Og þar með kveðjum við Óla að sinni. Sagt er Svona áttu að gera. Ásdis Skúladóttir fær hér tilsögn hjá slökkviliðsmönnum í stúdíói. að hann eigi gott safn af Vikum einhvers staðar i fórum sínum. En mál er að leyfa honum að njóta stundar með fjölskyld- unni. > m Eftir langan starfsdag er gott að geta tyllt sér niður við kvöldmatarborðið: Þórður, Oli, Steingrímur, Ásta Dís og Þuriður. 3. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.