Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 20

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 20
Texti og myndir: Guðrún Kristín Magnúsdóttir Ja, ég man þá daga sem ég dvaldi í verslun madame de Bijou: „Perfume de Lotus”. (Perfum de Lotus var auðvitað ekki hér á landi.) Ég var nýkomið úr silki-spunaverk- smiðju, hvorki meira né minna. Þetta voru spennandi dagar í verslun madame de Bijou. (Ég læt hér fylgja framburðinn: madd-amm du Bí-sjú, fyrir þá sem ekki tala mitt móðurmál.) Daglega komu þangað menn og konur að versla. Öllum leist auðvitað vel á mig. Það var ekkert undarlegt, þótt ég segi sjálft frá, — en það sé fjarri mér að vera að gorta. Ekki get ég gert að útliti mínu. Ekki öfundaði ég neitt þetta gula sjal, sem þóttist vera gyllt. Einhver monsieur (frb.: Það gefur auga leið, að þegar þátttaka í samkeppni er jafnmikil og raun ber vitni um Smásagnasamkeppni Vikunnar 1980, hljóta allmiklu fleiri sögur að vera góðar heldur en aðeins þær þrjár, sem verðlaunin hlutu. 1 keppnisskilmálum áskildi Vikan sér rétt til að kaupa þær sögur sem áhugi væri fyrir, jxótt þær hlytu ekki verðlaun. Saga sú sem hér fylgir með er ein j>eirra. Hún er dálítið óvenjuleg að því leyti, að hér er það hlutur sem segir frá, ekki „venjuleg” sögu- persóna. Þetta er meira að segja framandi hlutur, kominn frá öðrum löndum, og minnir þannig á þá frægu sögu Jónasar Hallgrímssonar Leggur og skel. Nema hér er það sjal, sem er forframað, og öll uppbygging sögunnar er með öðrum hætti. Þar að auki tekst höfundinum með þessu söguformi að segja ótrúlega langa kynslóða- sögu á stuttan og hnitmiðaðan hátt. Höfundur sögunnar er Guðrún Kristín Magnúsdóttir, búsett í Reykjavík. Hún hefur lokið prófum frá Myndlista- og handíða- skólanum og Verslunarskólanum. Hún hefur samið teiknimynda- sögur fyrir börn, sem sýndar hafa verið í sjónvarpinu, og tekið þátt í list-samsýningum og haldið einkasýningu. Það ætti því varla að þurfa að taka það sérstaklega fram, að Guðrún Kristín er ekki bara höfundur sögunnar, heldur hefur hún einnig gert teikningarnar sem fyigja. mussju) með tilgerðarlegt moustache (ó, þið fyrirgefið þótt mér sé móðurmálið tamt) kom að velja herðasjal á Melle Coquette (ma-du-múa-sell Kó- kett). Þau skoðuðu mig auðvitað. Hann handlék mig með hvítum hönskum. Þetta var greinilega ekki í fyrsta sinn sem hann handlék fíngerða hluti. Hann lagði mig yfir herðar Melle Coquette, — þær axlir og hvelfdi barmur, og það mjóa mitt, ou la la! Ég gat ímyndað mér að þau ækju í vagni með fjórum hvítum hestum fyrir. Hve kögrið mitt tæki sig vel út er þau þeystu um götur borgar- innar! Hann keypti svo þetta gula. Þetta gula sjal sem þóttist vera gyllt. (Hafið þið heyrt annað eins?) Iss ég var bara fegið að hann keypti mig ekki. Melle Coquette er ekki nógu heiðvirð og siðprúð stúlka að mínu áliti. Og þetta yfirskegg á honum var allt of spjátrungslegt fyrir minn smekk. Semsagt: ekki mín týpa. Ég vissi að einhvern daginn félli einhver fyrir fegurð minni. Kögrið mitt er silfrað og sítt, silkimjúkt eins og hárið á konungsdóttur í ævintýri. Ég vissi að spennandi lífsferill biði mín. Páll Jónsson kom dag einn inn í verslun madame de Bijou. É| var ekki vant þvi að svo hrjúfar sjómannshendur snertu mig. Fegurð mín heillaði hann auðvitað. Madame de Bijou pakkaði mér inn í mjúkt silki- bréf og Páll Jónsson borgaði marga, marga franka fyrir mig. Mín beið löng sjóferð. Lyktin um borð var að vísu ekki við mitt hæfi og mikið valt dollan. Veðráttan varð kaldari eftir því sem lengra dró. En ég beið rólegt í silkipappírnum frá madame de Bijou. Loks var þessi langa sjóferð á enda. Páll Jónsson færði 20 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.