Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 28

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 28
 Fimm mínútur með Willy Breinholst Óþolandi ástand Sveinn Áki var nýútlærður húsgagnasmiður og hann hafði hitt reglulega fallega stúlku, sannkallaðan hjartaknúsara, í samkvæminu sem haldið var þegar hann fékk sveinsprófið. En foreldrar hennar voru á móti sambandi þeirra og bönnuðu þeim að hittast og sjálfsagt var það þess vegna sem Sveinn Áki var annars hugar og gaf því sem hann var að fást við ekki nægilegan gaum, það er að segja vélsöginni . . . alla vega skar hann sig í fingurinn á sagar- blaðinu og kippti að sér hend- inni í hasti. — Hvað gerðist? spurði meistarinn hans. — Ekkert, sagði Sveinn Áki kæruleysislega, það var bara fingurinn. Þetta lagast strax. — Má ég sjá? Sveinn Áki rétti fram höndina. — Viltu fara undir eins á slysavarðstofuna. Og Sveinn Áki varð að fara á slysavarðstofuna. Sárið var hreinsað með joði, bundið um fingurinn og svo var þetta í lagi. Átta dögum siðar var fingur- inn alheill. Sama dag gerðist hvorki meira né minna en það að þegar hann ætlaði að fara að negla sjötommu nagla í stiga sem verið var að smíða sló hann feilhögg og þumalfingur- inn tók við högginu. Meistar- inn leit aðeins á fingurinn. — Ansans, þetta lítur ekki vel út. Drífðu þig á slysó, sagði hann og Sveinn Áki fór uppeftir. Enn leið vika. Þá var þumal- fingurinn orðinn góður og Sveinn Áki lét fjarlægja umbúðirnar. Sama dag kom hann skjöktandi til meistarans, nær dauða en lífi. — Ég stóð bara og ætlaði að hífa nokkrar sextommur upp á loft í talíunni en fékk alla sendinguna af spýtunum á tærnar. Klossarnir og önnur stóratáin voru í maski. — Flýttu þér strax á slysa- varðstofuna og farðu nú að vera vakandi yfir því sem þú gerir. — Sveinn Áki haltraði á læknisfund. Þið skulið ekki halda að hann hafi farið heim og lagt sig með stórutána upp í loftið og fengið sér snemmbúið sumar- frí. Nei, öðru nær, hann tiplaði tryggur um vinnustaðinn og sinnti vinnu sinni eins vel og Stjörnuspá llnilurmn 2l.m;irv 20.;i|iril Heldur er farið að lifna yfir þér eftir nokkra lægð að undanförnu. Vera má að veikindi hafi skyggt á há'tíðarnar en nú stendur allt til bóta og þú ert reiðu- búinn að takast á við ný verkefni. Þetta á ekki síst við i einkalifinu. Þú ert vígreifur núna og býst til baráttu sem þú ert staðráðinn að vinna. Allar líkur eru á því að þér muni vegna prýðilega en fljótfærni gæti orðið þér að falli ef þú ert ekki gætinn. Hugsaðu einnig um fjár- málin. Njulið 2l.--ipril 2l.m;ii Þér finnst þú beittur órétti og sjálfsagt er eitthvað til í því. En littu í kringum þig og reyndu að sjá að þú ert ekki einn um að þurfa að gera það sem þér þykir miður. Og reyndu að hafa gaman af því sem þú ert að gera. SporOdrckinn 2-t.nkl. 2.Viió\. Þér hefur verið falið verkefni sem þú kannt afskaplega illa við. Reyndu að losna undan því, því líklegt er að þú munir ekki valda því og auk þess verða þínum nánustu mikið vandamál meðan á þessu stendur. T\íburarnir 22.mai 21.júni Þér leiðist fólkið í kringum þig eitthvað. Það er mikill ósiður að láta slíkt í ljós. Reyndu að særa ekki tilfinningar annarra og svo getur líka vel verið að fólkið sé ekki nærri eins slæmt og þér finnst í svipinn. HoijiiKiöurinn 24.nó\. 2l.dcs Þú ert með stór áform og mikið á þinni könnu núna. Þér væri hollt að reyna að skipuleggja málin ögn betur því hugmyndir þínar eru allt of góðar til að farast i skipulagsleysi. Ein hugmyndin er þó svolítið áhættusöm. kr. hhinn 22. júni J.Vjuli Þreyta og leiðindi mega ekki ná tökum á þér. Þú hefur margt gott á prjónunum en þig virðist skorta úthald til að framkvæma það. Þess vegna væri ekki úr vegi að huga svolítið að hollustu og heilsufari. Slcingcitin 22.acs. 20. jan. Þú mátt eiga von á að verða að gera margt á skömmum tíma og ef þú hefur vit á að leita hjálpar á réttum stöðum farnast þér vel. Þú munt komast að því að ekki hafa allir nógu mikinn tíma en þó berst þér hjálp úr óvæntri átt. I. jnnhl 24. júli 24. tiiíú‘1 Einhver þér nákominn er mjög erfiður um þessar mundir. Vel getur verið að þig langi að gefast upp, en vertu viss, ekki er langt þangað til ástandið skánar verulega. Láttu eftir þér að gera þér svolítinn dagamun.__________________ \jlnshcrinn 2l.jan. l'Éíchr. Nokkuð sem þú hefur kviðið lengi er skammt undan. Það er lítil ástæða til að hafa áhyggjur ef þú gerir sem þú getur. Hins vegar er hætt við að leti hefni sín og ekki rétti tíminn til að leyfa sér slíkan munað. >!••> j;in 24.;í|ÍÚM 2.\.scpl. Ýmsir eiga bágt með að þola gagnrýni þína. Þér finnst þetta óþarfa viðkvæmni en hvernig væri að lita betur á málin. Er ekki svolítil þrasgirni í þér núna? Reyndu að sjá þig með augum annarra. Kiskarnir20.fcbr. 20.mars Þinir nánustu þurfa hjálp- ar þinnar með. Ýttu þeim ekki frá þér. Þú getur verið tillitslaus og ættir að gæta þín gagn- vart þeim sem eru minni máttar. Það er allt í lagi að vera fyndinn en ekki á kostnað annarra. 28 Vikan 3. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.