Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 38

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 38
Viðtal Texti: Anna Ljósm.: Ragnar Th. Ari er til hœgri og rétt að vakna, eftir allt vesenið. tviburana sína. Guðfinna Eydal, hamingjusöm móðir mei I TvíburamÉr hennar Guðfinnu Bessi (til vinstri) aðeins 9 merkur, en alveg bréðhress strékur og fylgist með öllu. Hann Bessi litli kom heim miðviku- daginn 17. des. og þess vegna er mamma hans ónáðuð heima við. með mynda- töku og kjaftæði eina dagstund i desember. Bessi litli er bara þriggja vikna og ný- útskrifaður af vökudeildinni. Vöku- deildin er sá hluti barnaspítala Hringsins sem hýsir yngstu borgarana. Guðfinna Eydal sálfræðingur hefur séð um vinsæla þætti í Vikunni um langt skeið. Þar hefur hún fjallað um fjölskyldumál, tekið á vandamálum sem marga varða. Guðfinna eignaðist tvihura, tvo syni. þann 28. nóvember síðastliðinn og þrem vikum síðar var hún svo væn að leyfa lesendum Vikunnar að heyra svolitið frá sjálfri sér og tviburunum litlu. Egill Egilsson. eiginmaður Guðfinnu. sat við skriftir umræddan dag og því lá beint við að spyrja hvort ný bók væri i smiðum núua. Þeim sem ekki þekkja til skal sagt að það er sá sami Egill og sendi frá sér bókina Sveindómur árið 1979. bók, sem var prýðilega tekið, og áður Karlmenn tveggja tíma. „Já. það má alveg kalla það bók sem hann er með i smiðum hér. Þetta eru 500 prófverkefni úr Tækniskólanum sem hann er að fara yfir. Egill er próf- 38 Vikan 3. tbl. dómari í eðlisfræði þar.” svarar Guðfinna hlæjandi. Tviburarnir sofa vært og láta sér ekki bregða hið minnsta þótt verið sé að þvælast í kringum þá. Bessi litli. sá minni. er nýkominn heim. orðinn 9 merkur. en það er skilyrði fyrir þvi að fá að fara út i heiminn af vökudeildinni. Hann var tæpar 8 merkur þegar hann fæddist og hefur farið vel fram. Ari litli er i vöggunni við hliðina. hann var 10 merkur þegar hann fæddist. Stóra systirin. Hildur Björg. 4 og 1/2 árs er á dagheimilinu sínu, foreldradag- heimilinu Ósi. „Hún er reglulega hress stelpa.” segir mamma hennar og sýnir okkur myndir. Ljóshærð stelpa brosir á móti okkur. já. hún er hress. Hvernig tekur hún þvi að eignast tvo litla bræður? „Henni list vel á þá og finnst bæði gaman og skrýtið að fá þá tvo heim. En henni leiðist óskaplega hvað þeir sofa mikið. Svo vill hún helst leika við þá strax. en skiljanlega gengur það ekki of vel." Guðfinna brosir. „Stundum kallar hún þá kúkalabba og við fréttum að hún hefði verið að segja frá þvi um daginn hvað hana langaði að gera við þá. og það var nú margt misjafnt.” Viðerum komin inn istofu. Egill situr enn við og Guðfinna segir að hann vinni næstum allan sólarhringinn þessa dagana. Prófverkefnin verður að yfir fara og svo þarf að sinna tviburunum. „Bessi er alveg „prógrammeraður" af vökudeildinni og vill borða á 3ja tima fresti. en Ari er ekki eins nákvæmur með timann. Við verðum stundum að vekja hann til að gefa honum og skipta. annars næði timinn. sem fer i að sinna þeim.alveg saman.” Það er að vonum litið um heillegan svefn meðan tviburarnir eru svona litlir en Guðfinna segir að miklu muni að þau fá stúlku til að hjálpa sér frá 1-5 á daginn. Hólmfriður heitir hún og er eitthvaðaðsýsla inni í eldhúsi. svo gestir njóta góðs af. Og nú er mál til komið að fræðast ögn nánar um tviburamál og ekki þarf að koma að tómum kofanum hjá Guðfinnu frekaren fyrri daginn: „Mér var sagt það í september að ég gengi með tvibura. en ég var nú ekki til búin að trúa því fyrr en ég sæi þá. Það eru engir tvíburar í fjölskyldu hjá okkur Agli, en tviburafæðingar þurfa reyndar ekki að vera ættgengar. Ég skrifaði strax til nokkurra vina minna á Norður- löndum og bað þá að senda mér alll það hagnýta efni um tvibura. uppeldi þeirra og yfirleitt allt sem að gagni mætti koma til að vera vel viðbúin. En það er skemmst frá þvi að segja að ekki fyrir- fannst eitt eða neitt af þvi tagi um tvíbura. Að visu hafa tvíburar verið eftirsótt rannsóknarefni sálfræðinga en þá yfir leitt undantekningatilfelli. Sá áhugi er að mestu bundinn við eineggja tvibura. Þarna kemur nefnilega inn i myndina ómetanlegt tækifæri til að rannsaka áhrif erfða og umhverfis. i þeim örfáu tilfellum sem hægt er að finna eineggja tvibura sem hafa verið aðskildir i bernsku. Erfðafræðilega eru eineggja tviburar eins. Þeir hafa sams konar litninga og þvi er sá þáttur sami. Það sem vekur áhuga sáifræðinga er svo að fylgjast með því hvernig þeim vegnar í ólíku umhverfi. í Bandarikjunum hefur verið hægt að finna nokkur dæmi um ein- eggja tvibura sem hafa alist upp i mjög óliku umhverfi. annar kannski við auð og allsnægtir en hinn við fátækt. og gera mikilsverðan samanburð á þeim. Annað sem vakið hefur áhuga sálfræðinga er að bera saman allt hið óvenjulega i fari ein- eggja tvíbura. Ef annar eineggja tviburi fremur glæp, mun hinn þá gera það líka? Ef annar tviburinn lendir i eiturlyfjum. er það þá veikleiki hjá hinum líka? En þetta er allt um afbrigðilegt. ekki það venjulega. í ljós kom að ekki er um auðugan garð að gresja i sambandi við lestrarefni um venjulega tvíbura. Satt að segja var það ekki fyrr en eftir mikla leit að eitt plagg kom í Ijós um tvíburarann- sóknir sem ekki tengdust þvi óvenjulega. Það var lokaritgerð við Hafnarháskóla. rannsóknir og viðtöl við fjölmarga tviburaforeldra. og höfundurinn átti sjálfur tvíbura sem ekki voru eineggja. Mig langar að taka saman pésa upp úr þessari ágætu ritgerð. ef ég get fengið leyfi höfundar til þess. Það er alltaf spurning sem hlýtur að koma upp þegar von er á tviburum: Á að ala þá upp eins. klæða þá eins og leggja áherslu á það sem er líkt i fari þeirra, eða á að reyna að láta þá þroskast eins ólikt og hægt er. Ég hef ákveðna skoðun á þvi máli og ætla að reyna að leggja eins mikla áherslu á einstaklingsþroskann og hægt er. Og alls ekki að klæða þá eins. Það getur oft orðið vandamál með tvi- bura, sem hafa verið mjög samrýndir, þegar þeir verða fullorðnir og ætla að fara að eignast eigin fjölskyldur. Aðskilnaðurinn við hinn tviburann getur verið mjög vandasamur og sumum jafnvel ofviða." Siminn hringir. Það er Álfheiður Steinþórsdóttir. samstarfsmaður Guð- finnu við fjölskylduráðgjöfina. sem þær sjá um á vegum Barnaverndarráðs Islands. Þangað getur fólk leitað með vandamál sin i sambandi við börnin og reynt er að kanna öll mál og leysa með samvinnu viðalla fjölskylduna. Guðfinna er eiginlega starfandi i bland. þrátt fyrir að hún eigi að heita í barneignafríi. Starfið er einhvern veginn þess eðlis. Hún var að vinna daginn áður en hún var lögð inn til að eiga tvíburana. Litlu munaði að hún freistaðist til að sinna einhverjum málum i starfi sinu sama dag og hún var lögð inn. Algengt er að tvíburafæðingar séu framkallaðar ef móðirin er fullgengin með. Og þegar Guðfinna var búin að ganga sinn venjulega tima meðstrákana var það gert. Ef farið er fram yfir meðgöngutímann er nefnilega hætt við að börnin fari að leggja af. Tviburar fæðast oft smáir svo ekki þykir ástæða til að biða með fæðinguna. Guðfinna fékk þvi að vita fyrirfram hvenær hún myndi eiga börnin. fyrst hún hafði ekki þann háttinn á að eiga fyrir tímann eins og algengt er þegar tvíburar eru á leið í heiminn. Hins vegar lá Guðfinna ekki á rrieðgöngudeildinni. eins og væntanlegar tvíburamömmur eru mjög oft látnar gera. Hún var of niðursokkin í starfið til að leggjast en sagðist hafa getað tekið það rólega heima við að hluta og unnið heima. Hún sleppti þvi líka að kenna í október, í uppeldisfræði við Háskólann. en það hefur hún gert undanfarin 3 ár. Og þegar hún vissi að fjölgunar var von hætti hún einnig við að kenna í Kennaraháskólanum. en þar hefur hún einnig kennt og reyndar enn meira en i Háskólanum. Guðfinna þarf ekki að kvíða aðgerða- leysi í náinni framtið þó hún sé ekki starfandi utan heimilis af eins miklum krafti og undanfarna vetur. „Það er sjálfsagt rétt. að meðan tviburar eru svona litlir er alveg tvöföld vinna að sinna þeim, miðað við eitt bam.” svarar Guðfinna næstu spumingu. Hún er samt svo afslöppuð að ekki er á henni að sjá að nætumar á undan hafi veriðsvefnlausar. Nú er Egill kominn í hópinn. Hann þver- tekur fyrir alla sérfræðiþekkingu á því sviði sem til umræðu er. uppeldis- og sálarfræðirannsóknir á tvíburum. Hann er samt fjarri þvi að vera saklaus af þekkingu á málunum. en auðvitað verður að trúa þvi sem hann segir. Myndatakan er eftir og Guðfinna sýnir okkur 5 vikna gamla mynd af sonum sínum. Að visu eru þeir ekki nema 3 vikna samkvæmt kirkjubókum. eins og sagt hefði verið í gamla daga. en hér er ekki um neina villu að ræða út af óreglu sóknarprests eða öðru þess háttar. eins og mann hefði grunað fyrir hálfri annarri öld eða svo. Myndin af strákunum var nefnilega tekin af þeini i móðurkviði. Þeir voru — 2 til — 3 vikna gamlir. Álika löngum tima eftir fæðing una eru þeir enn festir á filmu. að þessu sinni á vegum Vikunnar. Áhyggjur út af þvi að vekja drengina eru greinilega ekki fyrir hendi á þessu heimili. „Þeir hafa vakið okkur svo oft að við eigum alveg inni hjá þeim að vekja þá núna,” segir Egill hinn ákveðn- asti. Ari litli snýr þó á pabba sinn og sefur i nánast hvaða stöðu sem hann er myndaður. Enginn erfir það viðhann. 9 marka kúturinn, hann Bessi. er hins vegar mjög fjörugur og brosi bregður fyrir á andlitinu. en samkvæmt áreiðan- legum heimildum er ekkert að marka bros barna á þessum aldri. Það er jafn- heillandi fyrir það. Við kveðjum Guðfinnu. Egil og tviburana að sinni og biðjum að heilsa Hildi Björgu stóru systur og Hólmfriði sem hjálpar til. Guðfinna þvertekurfyriri að ætla að halda áfram út stafrófið. þótt hún sé nú komin með syni sem heita nöfnum sem byrja á A og B ... L3 3- tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.