Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 42

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 42
„Ég vildi gjarna geta þaö. Joe. en ég leik við Brannigan um þessa helgi." Hann kinkaði kolli. ..Herra Brannigan. ha? Ég hef heyrt að þú spilir við hann golf. Þú flýgur hátt.” Ég reyndi að slá þessu upp í grin. „Svona okkar á milli sagt, Joe, þá leikur hann með mér vegna þess að ég þjálfa hann. Ég er búinn að ná forgjöf- inni hans úr átján niður í tólf.” Hann rétti hattinn. þurrkaði á sér nef- broddinn með handarbakinu og kinkaði kolli. „Þú hefur þitt starf. Ég hef mitt. Við sjáumst." Hann hélt áfram ferðinni. Svo Glenda var í Los Angeles. Hún hafði ekki flúið Sharnville. Ég fengi tækifæri til að tala við hana þegar hún kæmi til baka. „Við fengum samninginn. Larry." sagði Bill og Ijómaði. „Hann er frábær! Hann verður að minnsta kosti hundrað þúsund dollara virði fyrir okkur!" Næstu tvo timana fórum við yfir samninginn um byggingu verksmiðju sem átti að framleiða húsgagnaeiningar. Bill hafði með höndum erfiðasta hlut ann. að hanna verksmiðjuna og byggja hana. Mitt hlutverk var að sjá fyrir rit- vélum. reiknivélum og Ijósritunarvélum og láta koma þeim á sinn stað. Þegar við vorum búnir hallaði Bill sér aftur og horfði á mig. „Nokkuð gott. ha? Við erum í örum vexti en við þurfum að fá meiri höfuð- stól. Við þurfum að halda þessu fyrir- tæki gangandi i hálft ár áður en við fáum peningana þeirra. Núna biðja þeir um greiðslufrest en þeir eru traustir." „Ég leik golf með é.B. á sunnu daginn. Ég skal ræða við hann. Hann lánarokkur.” Svo spurði hann hljóðlega upp úr þurru: „HvererGlenda Marsh?" Mér hefði ekki brugðið meir þó hann hefði hallað sér yfir borðið og gefið mér einn á 'ann. Ég gapti. „Glenda Marsh." endurtók hann og nú var röddin hvöss. Égtókmigá. „Já... . Glenda Marsh. Hún kont hingað í vikunni. Hún er aðskrifa frétta- greinar um Sharnville fyrir Fjárfestingu. Hún er búin að líta á hvernig við höfum komið okkur fyrir." Ég áttaði mig á þvi að ég talaði of hratt. lagði mig fram um að Itægja á mér. „Hún vill fá þina hliö á málinu og taka myndir. Hún er þegar búin að ræða við Manson og Thomson og núna er hún að laka viðtal við Grimmon. Hún kafar djúpt i þessum greinum sínum. Það á eftir að koma sér velfyrir okkur." „Það var ágætt." Hann hikaði og hélt svo áfram: „Sjáðu nú til. Larry, við erum félagar. Við erum búnir að koma undir okkur fótunum. Við rekum stór- fyrirtæki. Sharnville er svolitið sér á 42 Vikan 3. tbl. parti. Þó bærinn sé i örum vexti er fólkið ennþá þröngsýnt.” Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. „Égskil þigekki. Bill." „Ég skal þá útskýra það betur. Eftir að ég reyndi að ná i þig i gærkvöldi fór ég á barinn í Exeelsior til að fá mér bita og sjúss. Það var ekki talað um annað en þig og þessa Marsh á barnum. Fred Maclain var fullur. Hann er vara- lögreglustjóri og fylgist vel með sent slikur. Hann sagði að þú hefðir tvisvar boðið þessari konu út að borða og að Thomson lögreglustjóri hefði komið að þér i ibúðinni hennar síðla kvölds. Maclain segir að hún sé gift og að hún sé að reyna að fá skilnað. Hún sagði Thomson það sjálf. Vissir bæjarbúar halda að það sé eitthvað á seyði milli þin og þessarar konu. Eftir fáeina daga verður allur bærinn farinn að hvisla um það." Þá hefði ég átt að segja honum að ég væri ástfanginn af Glendu en ég var svo vitlausaðéggerði þaðekki. „Drottinn minn dýri!” sagði ég. „Ég bauð henni tvisvar i mat vegna þess að ég vildi gefa henni fyllri mynd af þvi sent við höfum verið að gera. þú og ég. Svo var ennþá fleira að ræða um og hún stakk upp á að við röbbuðum saman heima hjá henni og hún skyldi elda handa okkur. Þú segir mér núna að það hafi verið mistök i þessum þröngsýna bæ. en við töluðum ekki um neitt annað en viðskiptin." Hann slakaði á og brosti til mín. „Þetta voru góðar fréttir. Larry.Þegar ég heyrði allar þessar sögur fór ég að brjóta heilann um hvort þú værir að eltast við konuna. Gerðu mér nú greiða sem félaga þinum og gættu þin betur framvegis?" „Það er enginn greiði við þig. Bill! Allt i lagi, ég skal játa að ég hugsaði ekki út i það. en það hvarflaði aldrei að mér að fólk myndi fara að slúðra um okkur. Frú Marsh er að gera okkur greiða með þvi að koma okkur inn i Fjárfestingu. Hvað er að því að bjóða henni út að borða?" „Ekkert. Mistökin voru að þiggja matarboð heima hjá henni. Larry.” „Já. . . . það var heimskulegt af mér en ég hugsaði bara ekki út i það." Ég þvingaði fram bros. „Það gerist ekki aftur." Hann horfði lengi á neglurnar á sér og leit siðan beint á mig. „Þegar mig langar i kvenmann á ég mér eina i Friscö. Ég tryggði mér að það myndi ekki fréttast. Sharnville er frá- brugðið öðrum bæjum. Við erum i sviðs- ljósinu. í almáttugs bænum. gættu þin!" „Þaðer ekkert aðgæta sín á!" sagði ég reiðilega. „Þetta eru bara illkvittnar kjaftasögur." „Já. en kjaftagangur gæti komið okkur i heilmikið klandur." Hann strauk fingrunum i gegnum stutt hárið. „Ég þarf vist ekki að minna þig á að við treystum á Brannigan. Viðerum i örum vexti og hann styður við bakið á okkur. Við höfum mikið lánstraust vegna þess að hann er hlynntur því. Ef svo væri ekki. Larry. myndum við springa á þessum hraða sem við vöxum á. Nú ætla ég að segja þér nokkuð sem þú vissir kannski ekki. Brannigan er kvekari. Ég sagði þér þegar við hittuntst fyrst að hann væri frábær en að hann hikaði Sá hlær best... heldur ekki við að sparka manni ef maður misstigi sig. Fyrir fáeinum árum hafði hann einkaritara sem þrælaði sér út fyrir hann. Honum fannst hún stór kostleg. Svo lenti hún í slagtogi við giftan mann. kjaftasögur komust á kreik og Brannigan rak hana. Það skipti hann engu að hún væri besti einkaritari sem hann hafði haft. Að hún skyldi drýgja hór gerði hana viðurstyggilega i hans augurn. Hann virðist halda þvi striki: karlar eða konur sem slá sér upp rneð giftum konum eða körlum eru óalandi. Svo beggja okkar vegna. Larry. haltu þig frá Glendu Marsh. Ef Brannig an kemst á snoðir um þetta gæti hann heimtað skuldaskil og þá værum við glataðir." „Það er ekkert á seyði. Bill." laug ég. „Gott og vel. mér varð á i messunni. Taktu þvi með ró.. . það kemur ekki fyrir aftur." Hann glotti. „Golt. Nú vil ég að þú komir á byggingarlóðina á morgun. Samnings- aðilar okkar eru i Frisco og það væri ekki svo galið hjá okkur að búa á sania hóteli og þeir og ganga endanlega frá samningum. Hvaðsegirðu um það?" Ég hikaði. Ég hefði gjarnan viljað vera til staðar þegar Glenda kæmi i bæinn aftur. Svo kinkaði ég kolli þegar ég sá spyrjandi augnaráð Bills. „Allt i lagi. Bill. Ég hreinsa þá til á skrifborðinu niínu. Við segjum þá á morgun... " Þegar hann var farinn inn á skrif- stofuna sína sat ég og starði út um glugg- ann. Teiknin leyndu sér ekki. en ég vildi fá Glendu. Ég þráði hana meir en ég hafði þráð nokkurn annan kvenmann. Ég varð að tala við hana! Ég varð að sannfæra hana um aðégelskaði hana og að hún skipti mig öllu máli. Ég var þess fullviss að ég gæti fengið hana til að leyfa rnér að kaupa manninn hennar. Þegar því var lokið og hún væri búin að fá skilnaðinn yrðu engin vandamál og ég var viss um að Brannigan myndi ekki malda i móinn þegar hann vissi að ég ætlaði aðgiftast henni. En hvemig átti ég að ná sambandi við hana? Nú var ég tilneyddur að eyða nokkrum dögum í Frisco. Hún kæmi aftur til Sharnville. likast til kæmi hún á morgun. Ég vildi ekki að hún héldi að ég hefði farið burt til að komast hjá því aö hitta hana. Ég glimdi við þetta vandamái nokkra stund og svo gerði ég það heimskuleg- asta sem ég hef nokkru sinni gert. Ég teygði mig eftir pappirsörk og skrifaði henni. Kæra Glenda. Eg þarfaðJ'ara til Frisco ifáeina daga. Eg er búinn að reyna að ná sambandi viðþig. svoégskrifaþér. Eg verð að tala við þig: gerðu það. n-'itaðu mér ekki. Þaö eru þegar komnar á kreik sögur um okkur. Reyndu að vera skilningsrik i þessu sambandi. , Við verðum að talast við. Eg er sannfœrður um að við getum kippl þessu vandamáli i lag. Viltu hitta mig á sunnudaginn klukkan átta um morguninn hjá Ferris Point? Það er u.þ.b. fjórar milur J'rá Sharnville og á þeim tíma verður enginn þar. Þá getum við rætt J'ramtið okkar án þess að forvitin augu J'ylgist með okkur. Farðu hraðbrautina i átt til Frisco. bevgöu svo eftir fimmtu hliðargötu til vinstri. Þá kemurðu að Ferris Poinl. Ef þú elskar mig jafnmikið og ég þig. þá kemurðu. Larry. Ég setti bréfið i umslag og þegar ég kom heim um kvöldið renndi ég umslaginu undir hurðina hjá henni. Ferris Point er litill flói milli sandhóla. þar sem gotl er að fá sér sundspett. Ég fór þangaðoft þegar mig langaði að vera einn. Sharnville var ekki enn búið að uppgötva staðinn. Ég ók niður eftir holótlum sandvegin um að flóanum og skildi bilinn minn eftir undir tré. Svo hélt ég ferðinni ál'ram fótgangandi uns ég var kominn út á gull inn sandinn. Kæmi hún? Ég var búinn að eyða tveim arð bærunt annrikisdögum i Frisco. Samningar tókust en við þurftunt aö fá annað lán hjá bankanum. Ég var þess fullviss að við myndum la það og ég sagði Bill að ég myndi tala við Brannig- an sama dag á meðan við lékuni saman golf. En fyrst var þaðGlenda. Svo kom ég auga á hana. Hún sat í sandinum i smaragðsgrænu bikinii. með hnén uppvið höku. hendur um ökkla og sólina ljómandi i rauðu hárinu. Ég nant staðar og horfði á hana og á þvi andartaki fannst mér hún girnileg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.