Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 43

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 43
Framhaldssaga asta og dásamlegasta konan á allri jörð- inni. Hún leit i átt til min og brosti. Þegar ég kom til hennar sagði hún: ..Þarna sérðu. Larry. freistingin var of sterk fyrir mig. Allar góðu fyrirætlan- irnar minar um að hitta þig ekki framar. . . " Hun gretti sig. ..Ég er búin að vera með þig á heilanum, dag sem nótt." Hún sleppti ökklunum og lét sig falla afturábak og teygði úr sér. „Við skulumekki tala.elskan... elskumst." Ég reif mig úr skyrtunni og buxunum og hún fór úr bikiníinu sinu. Ég beygði mig yfir hana. elskaði likamann sem ég sá. vildi kyssa hvern einasta þumlung af henni. „Nei. . . fljótur. Larry. Komdu inn i mig.” Ákafinn i rödd hennar kveikti i mér. Þegar ég lagðist yfir hana og hun leið- beindi mér inn í sig gaf hún frá sér lágt vein. Fætur hennar vöfðust um mig. Fingur hennar grófust i hold mitt. Sólin. sjávarniðurinn og hvislið i laufinu. sviðið hefði ekki getað verið fullkomnara meðan við hömuðumst og náðum hápunkti. Fingur hennar hreyfðust niður bak mitt og héldu mér í henni. „Aftur," sagði hún og tók andköf. „Gerðu það. . . aftur!" Svo heyrðist rödd af heiðskirum himni: „Hættu þessu. tíkarsonurinn þinn.” Skór buldi í rifjum minum. Sparkið var svo kröftugt að það kastaði mér af henni. Ég velti mér á bakið og horfði upp. Lítill, feitlaginn maður stóð yfir mér. Ég sá hann svipað og í martröð. ákaflega glöggt: skeggjaðan. sólbrúnan. með augu svipuð rusinum i hunangsbrauði. Panama-hattur. sem hann dró niður á ennið. skyggði á óræktarlegar augabrýr. Hann var i krumpuðum og skítugum hvitum jakkafötum. Þegar Glenda myndaðist við að standa á fætur sló hann hana með handarbakinu. þungu höggi sem varpaði henni spriklandi til jarðar. Ég var gripinn ofboðslegri reiði. Ég kastaði mér á hann og hendur minar fálmuðu eftir hálsi hans. Við skullum niður á sandinn og börðumst lengi vel eins og óargadýr. Hann var hræðilega sterkur. Hann gat losað tak mitt á hálsi sinum. Hnefi hans small I andlit mitt. hné hans skaust milli fóta minna. Skyndilega varð heit sólin myrk eins og hún hefði allt i einu myrkvast. Ég hélt dauðahaldi í frakkann hans og hann sló mig aftur með hnefanum i andlitið. Ofboðsleg bræði min veitti mér styrk til að kasta honum burt. Þegar hann datt á bakið reisti ég mig við og lét báða hnefana dynja niður í andlit hans. Líkami minn var heltekinn sársauka en mér stóð á sama. Það eina sem mig langaði að gera var að drepa hann. Þegar ég lyfti hnefunum til að láta þá dynja aftur á honum sprakk Ijós í höfði mínu og það slokknaði á sólinni eins og öryggi hefði farið. Ég synti út úr meðvitundarleysinu og fann sandinn núast við hörund mitt. Ég bærði á mér og kvalastingur skaust um höfuð mitt. Ég heyrði sjálfan mig stynja. Ég lá kyrr. Mig verkjaði i klofið. Mig verkjaði í rifin. Mig verkjaði í andlitið. Sólin skein brennandi niður á mig. Ég heyrði mjúkt öldugjálfrið á ströndinni og hvísl laufanna i andvaranum. Ég safnaði mér saman hægt og síg- andi. Ég settist upp ofurhægt og héit höndunum um höfuðið. Ég flaut með sársaukanum sem dundi i höfði mér. píndi augun opin og litaðist um á auðri ströndinni. Engin Glenda. Enginn feitur maður. Ég var einn hjá Ferris Point. Ég beið og hélt enn um höfuðið. tók svo eftir því að hendurnar urðu klístr- ugar og um mig fór hrollur. Ég tók þær af höfði minu og leit á þær. Þær voru rauðar af stroknandi blóði. Vegna þess að hver hreyfing olli mér sársauka sat ég svona hreyfingarlaus og starði á blóðugar hendur minar. Það mjökuðust kannski tuttugu mínútur framhjá áður en heili minn tók viðsér. Hvar var Glenda? Hvaðgerðist? Ég leit á úrið mitt. Nú var klukkan 8.45. Ég hafði verið meðvitundarlaus í hálftíma eða svo. Ég reis á fætur með nokkru átaki. Sjórinn og ströndin þy'rl- uðust umhverfis mig og ég varð að setjast á ný. Ég beið. Svo gerði ég aftur tilraun og nú tókst mér að standa uppréttur, þó ég slagaði eins og drukk inn maður. Kvalirnar i höfði minu voru ofboðs legar. Ég lagði hægt af stað: hvert skref var líkt og ég væri i kafarastígvéium. en loks komst ég að sjónum. Ég kraup, þvoði blóðið af höndum mér og skvetti saltvatni á aumt andlit mitt. Það sveið undan saltinu en sviðinn hleypti í mig lifi. Ég stóð á fætur og litaðist um á auðri ströndinni og rölti síðan þangað sem fötin min voru. 3. tbl. Vlkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.