Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 46

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 46
„Ég samþykki. Ég þarf á hjálp þinni að halda.” sagði ég hás. „Skynsamlega ályktað. herra Lucas." Hann fór aftur að stólnum og settist. „Ég hef þrjá trausta menn i minni þjón- ustu sem sjá um þetta fyrir þig en þú verður að fara með þeim. Þú verður að sjá hvað þeir hyggjast fyrir svo þú getir sannfærst um að þegar einu sinni sé búið að grafa líkið finnist það ekki aftur. Ef þú ferð niður i bílageymsluna hittirðu þá. Þessu getur öllu verið lokið innan klukkustundar. Ég legg til að þú leggir strax af stað. Því lengur sem þú bíður því erfiðara verður verkið." Égstarði á hann. „Og hvenær innheimtirðu launin?" „Það er nægur tími til stefnu. Við leysum þetta vandamál fyrst. Áfram með þig. hr. Lucas." Hann leit á armbandsúrið sitt. „Ég er þegar orðinn of seinn á stefnumót." Ég herti mig upp. kvaddi hann og fór niður með lyftunni og í bílageymsluna. Nú var klukkan 10.15 og enn var stundin örugg. Éólkið i fjölbýlishúsinu minu fór sjaldnast á stjá fyrir hádegi á sunnudögum. Þegar ég kom út úr lyftunni kom ég auga á þá þar sem þeir stóðu við bílinn minn. Þrir menn. Ég horfði rannsakandi á þá urn leið og éggekk að þeim. Maðurinn sem ég tók fyrst eftir stóð og hallaði sér upp að dyrum öku- mannsins. Hann var hávaxinn. grannur. á að giska tuttugu og fimm ára gamall. Hann var ljóshærður og skeggjaður. Hann var ámóta myndarlegur og minni háttarkvikmyndaleikari.Himinblá augu hans Ijómuðu af sjálfsöryggi. Hann var sólbrúnn og það virtist benda til þess að hann eyddi löngum letidögum i sólinni við að góna á stelpur. Hann var í grænni treyju og þröngum hvítum gallabuxum. Sá næsti stóð framan við bilinn. Hann var vaxinn svipað og útkastari á bar. dökkhærður. loðinn. flatt andlit. litil augu og síðir svartir bartar. Hann var kjörið vöðvafjall i annars flokks bíó- mynd. Hann var i ósnyrtilegum leður- jakka og svörtum buxum. Sá þriðji var negri. Hann var svo hávaxinn að hann hvildi olnbogana á bílþakinu. Þéttir axlavöðvar hans gáruðust undir hvítum bómullarboln um. Hann minnti mig á Joe Louis þegar hann var upp á sitt besta. Skeggjaði maðurinn kom til min og brosti glaðlega og sjálfsöruggt. „Ég er Harry. herra Lucas," sagði hann. „Þetta er Benny." Hann benti á dökkhærða manninn með þumlinum. „Og þetta er Joe.” Negrinn brosti geislandi brosi til min en náunginn sem nefndur var Benny starði fýldurá mig. Benny! Náunginn sem barði mig i hausinn! „Við skulum leggja af stað. hr. Lucas." sagði Harry. „Ég ek. Þú skalt bara laka lífinu með ró." Hinir tveir settust i aftursætið en Harry opnaði fyrir mér framdyrnar. Kurteisi hans villti ekki um fyrir mér eitt einasta andartak. Ég fann ógnina sem stafaði frá þessum þremenningum likt og maður finnur kæfandi andrúmsloftið fyrir þrumuveður. Ég settist inn i bílinn. Harry settist inn hinum megin og renndi sér undir stýri. Hann ók bílnum út úr bila- geymslunni og út á aðalgötuna i Sharnville. Kirkjuklukkur klingdu og fólk var á ferli. Harry beygði inn í hliðargötu og hélt sig við slikar á leið sinni út á hraðbrautina. Hann ók rétt undir hraðamörkum og ók vel. Joe. sem sat fyrir aftan mig. tók að leika á munnhörpu. Lagið sem hann lék var dapurlegt og eymdarlegt. Það gæti hafa verið negrasálmur. Ég braut ákaft heilann á leiðinni til Ferris Point. Ég hafði það á til- finningunni að það hefði verið Benny sem myrti Marsh eftir að hafa rotað mig. Hann var með fýldan ruddasvip manns sem gat drepið án þess að hugsa sig um eða finna til nokkurs. Ég var enn með höfuðverk og mig verkjaði i andlitið. Hugur minn var enn ekki nægilega skýr til að gera sér heildar- mynd af hvað var á seyði. Mér fannst ég ennþá vera í martröð en smám saman var að renna upp fyrir mér að ég væri genginn í hættulega gildru. Með þvi að eftirláta Klaus að losna við lík Marsh var ég aðgangast honum á hönd. Harry beygði af hraðbrautinni og ók eftir sendnum veginum að Ferris Point. Hann stöðvaði bílinn undir trjá- þyrpingu. „Andartak. hr. Lucas." sagði hann. „Égætla aðlitast um.” Hann fór út úr bilnum og rölti á milli runnanna. Joe hætti að leika á munnhörpuna. Þeir Benny fóru út úr bilnum. Ég sat kyrr og beið. Eftir fáeinar mínútur kom Harry til baka. „Það er allt i lagi. Komdu, herra Lucas. Við þurfum að grafa svolitið." Joe opnaði farangursgeymsluna og dró þaðan upp tvær skóflur. Við skildum Benny eftir við bilinn og Harry. Joe og ég gengum inn í kjarrið. Þegar yfirgefin ströndin og hafið blöstu við nam Harry staðar. „Hvað segirðu um þennan stað. herra Lucas? Við gröfum hann djúpt." Ég skoðaði staðinn, leit i kringum mig og svo niður á nakinn sandflötinn. umkringdan runnum. „Já.” heyrði ég sjálfan mig segja. Joe tók að grafa. Það var erfilt verk. Sandurinn rann sífellt niður i holuna sem hann var að gera. Nú var sólin orðin brennheit. Ég stóð þarna i martröðinni minni og beið. Þegar Joe var búinn að gera skurð. sjö fet á hæð og um það bil fet á dýpt. tók Sá hlær best... Harry að hreinsa burt sandinn sem Joe kastaði upp. Verkiðgekk betur. Mennirnir tveir svitnuðu. Ég sá vöðva Joe hnyklast og svitann leka úr skeggi Harrys. Allt var þetta svo óraunverulegt að ég hefði eins getað verið i gönguferðá tunglinu. Þegar skurðurinn varorðinn ein fimm fet á dýpt sagði Harry: „Ókei. Joe. Hættu.” Joe glotti. þurrkaði svitann af andlitinu með handarbakinu og klöngraðist upp úr skurðinum. Harry sneri sér viðog leit á mig. „Jæja. herra Lucas. þetta er víst þin jarðarför. Við viljum fá gryfjuna feti dýpri." Hann rétti mér skófluna sina. „Grafðu!" Grimmdartónninn i rödd hans sagði mér að ég hefði ekki um neitt að velja. Ég fór úr jakkanum. tók skófluna og klifraði niður i skurðinn. Harry og Joe færðu sig fjær. Enn i martröðinni góf ég. Ég var ekki búinn að grafa nema i fjórar eða fimni minútur þegar Harry sagði: „Þetta var ágætt, herra Lucas. Joe lýkur verkinu. Honum finnst gaman að grafa." Svo hló hann. Hann teygði sig niður. greip um úlnlið minn og dró mig upp úr skurðinum. Joe kom í staðinn fyrir mig og fáeinum minútum siðar var skurðurinn orðinn ein sex fet á dýpt. „Heldurðu að þetta sé í lagi. herra Lucas?" spurði Harry. „Ég get hvorki ímyndað mér krakka eða hund sem gref- ur svona langt. Þegar hann er kominn niður verður hann þar til frambúðar. Hvað finnst þér?" Ég vafði jakkanum um axlirnar og svitinn streymdi niður kvalið andlit mitt. „Allt i lagi." Harry leit á Joe. „Náðu i hann." Negrinn hljóp i átt að bílnum. Ég beið. Harry hélt í skóflublaðið og starði á ströndina og hafið. Skop Jú, hér hjá fvrirtækinu erum við öll eins og ein stór og glöð fiolskvlda. — En ég GÆTI alveg verið frekur og ráðrikur, ef þú fengist til að vera svolitið undirgefin... 46 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.