Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 48

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 48
„Sæll, Joe!” Hann leit á mig með löggusvip. „Lentirðu í slysi?” „Golfkúla,” sagði ég stuttur í spuna. „Ég gleymdi að beygja mig. Hvernig gengur. Joe?” „Ágætlega." Hann strauk á sér nef- broddinn með handarbakinu. „Hefurðu hittfrú Marsh?” Ég gætti þess að sýna engin svip- brigði. „Nei. „Ég er búinn að dunda mér við marið mitt alla helgina.” „Hún ætlaði að hitta mig og taka myndir í fangelsinu. Hún kom ekki." „Kannski gleymdi hún sér.” „Hún virðist vera farin.” Thomson góndi löggulega á mig. „Ég fór í íbúðina hennar, beint á móti þér. Húsvörðurinn sagði mér að hún hefði farið klukkan sjö i gærmorgun með allan farangurinn sinn.” „Er það virkilega?” Ég reyndi að horf- ast i augu við hann en tókst þaðekki. Ég leit niður eftir götunni til að finna mér eitthvað annað að skoða. „Það var skrýtið. Hún hefur kannski fengið árið- andi upphringingu.” „Jamm. Jæja, þú átt annrikt. Ég á annrikt. Við sjáumst." Hann kinkaði kolli og gekk burt. Ég starði drykklanga stund á eftir honum og flýtti mér svo upp í skrif- stofuna mína. Ég fann til ótta en gat ekkert gert annað en beðið eftir að heyra frá Klaus. Ég beið í fimm langa og erfiða daga. Það var þegar ég hafði lokið störfum og var kominn aftur í einmanalega íbúð mína sem ég fann mest fyrir álaginu. Ég æddi um gólf og hjartað barðist ört i brjósti mínu en hugurinn skaust fram og aftur eins og mús á flótta undan ketti. Mikið þráði ég Glendu þær stundirnar. Fimmta kvöldið barst mér hraðbréf i því að ég var að opna ibúðina. Umslagið var þykkt og ég vissi að biðinni var lokið þegar ég kvittaði fyrir viðtöku þess. Ég lokaði og læsti. Svo fór ég og settist í stólinn minn og reif upp umslagið. Þar voru átta litmyndir, ákaflega glöggar og greinilega teknar með sterkri aðdráttar- linsu. Fyrsta myndin sýndi Glendu bikini- klædda á ströndinni og mig þar sem ég gekk í áttina til hennar. Önnur myndin sýndi Glendu nakta liggjandi á bakinu og mig krjúpa nakinn yfir henni. Þriðja myndin sýndi mig ofan á henni og Marsh grettan koma út úr runnun- um. Fjórða, fimmta og sjötta myndin sýndi okkur Marsh slást eins og óða menn. Á sjöundu myndinni stóð ég yfir Sá hlœr best... Marsh, hryllingurinn uppmálaðaur á andliti mínu og andlit hans blóðugt. Á áttundu myndinni stóð ég í skurði og gróf. Meðan ég skoðaði myndirnar virtist mér sem iskaldur vindur næddi um mig. Dauðagildran hafði verið vandlega sett upp, ég gekk i hana og hún small saman á eftir mér. Nú gerði ég mér grein fyrir því hvers vegna Harry ýtti mér að líkinu. Ljós- myndarinn faldi varð að ná af þvi mynd. Þess vegna var ég líka látinn grafa í nokkrar minútur áður en Joe tók við. Vonir mínar um að leika á Edwin Klaus og segja honum að fara til and- skotans gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu. Meðan ég skoðaði myndimar heyrði ég hljóð sem kom mér til að stirðna upp og missa myndirnar i hrúgu sakfellandi gagna við fætur mér: ég heyrði dapur- legan negrasálm leikinn á munnhörpu. Hljóðfæraleikarinn var fyrir utan dyrnar hjá mér. Ég stóð óstyrkur á fætur og hugur minn var sljór af skelfingu. Ég reif upp hurðina. Joe virtist vera risastór þar sem hann hallaði sér upp að veggnum á móti. Hann var enn klæddur í svörtu buxurnar og hvítu treyjuna og brosti Skop Framhaldssaga breiðu og geislandi brosi sínu til min um leið og hann stakk munnhörpunni i vasann. „Gott kvöld, herra Lucas. Foringjann langar að rabba við þig. Komdu." Ég skildi dyrnar eftir opnar meðan ég fór og tíndi saman myndirnar, tróð þeim i umslagið og læsti það niður í skrif- borðsskúffu minni. Það hvarflaði ekki að mér að neita að fara með negranum. Ég sat i gildrunni og ég vissi af því. Við fórum niður með lyftunni. Fyrir utan húsið stóð óhreinn og laslegur chevrolet. Joe raulaði með sjálfum sér. Hann opnaði bildyrnar. teygði sig yfir sætið og opnaði hinum megin. Ég gekk þangað og settist inn i bílinn. Hann ók af stað. Um þetta leyti kvölds voru göturnar næstum auðar. Hann ók varlega og raulaði enn fyrir munni sér en svo sagði hann skyndilega: „Ertu ánægður meðbílinn. herra Lucas? Ég lagði heilmikla vinnu í hann og fullt af bóni." Ég sat hreyfingarlaus og hafði greipar spenntar milli hnjánna. Ég gat ekki fengið af mér að tala við hann. Hann leit á mig. „Veistu nokkuð, herra Lucas? Ég var bara venjulegur niggari áður en herra Klaus tók mig að sér. Núna er allt breytt. Ég á ibúð. Ég fæ peninga reglu- lega. Ég á mér stúlku. Ég hef tima til að leika á munnhörpuna mina. Gerðu eins og herra Klaus segir þér. Það er mesta vitið í þvi. Hann hefur mikil völd." Hann flissaði „Völd þýða peninga, herra Lucas. Það likar mér — alvörupeningar. Engin smámynt. heldur feitir og vænir dollarar.” Ég þagði enn. Hann hallaði sér fram og setti á kass- ettu. Billinn Tylltist af urgandi bít-tónlist. Við ókum i fimmtán minútur enn, þá beygði hann af hraðbrautinni og stefndi upp i sveit. Þegar kassettan var búin leit hann afturámig. „Herra Lucas. ég veit að þú ert í bannsettu klandri. Þiggðu mitt ráð. herra Lucas, og leiktu með. Ekki grafa eigin gröf. Gerðu það sem foringinn segir þér, þá fer allt vel.” „Dinglaðu þér.” sagði ég og var ekki i neinu skapi til að þiggja ráðleggingar hans. Hann flissaði. „Einmitt, herra Lucas. Það segja þeir allir við mig en negrastrákurinn veit hvað hann syngur. Grafðu bara ekki eigin gröf." Hann beygði inn á mjóan veg og ók að húsi byggðu í bændastíl og hálfföldu milli trjánna. Hann nam staðar við hlið og maður kom út úr skugganum. Það var Harry. Hann opnaði hliðið og Joe ók áfram. Harry veifaði mér. Ég virti hann ekki viðlits. Joe ók að útidyrunum og nam þarstaðar. Það voru Ijós í sex gluggum. Joe fór út. gekk að dyrunum mín meginogopnaði. „Viðerum komnir, herra Lucas.” Benny birtist um leið og ég steig út úr bilnum. „Komdu. skepna,” sagði Benny og greip þéttingsfast um handlegg minn. Hann ýtti mér hranalega að útidyrun- um. Svo stýrði hann mér eftir gangi og inn i stóra stofu. í herberginu var stór útsýnisgluggi sem vissi að fjarlægum ljósunum í Sharnville. Þarna voru þægilegir hægindastólar og stór sófi fyrir framan tóman arin. Á hægri hönd var vel búinn bar. Þarna var sjónvarp og stereo-út- varp. Þrjár fallegar mottur voru á gólfinu, en samt hafði herbergið á sér svip leiguhúsnæðis og var ekki heimilis- legt. „Viltu sjúss, skepna?" spurði Bennv þegar ég staðnæmdist í herberginu miðju. „Foringinn er önnum kafinn í svipinn. Viltu skota?" Ég gekk að einum stólnum og lét mig falla i hann. „Ég vil ekkert.” sagði ég. Hann yppti öxlum. fór út og lokaði á eftir sér. Þarna sat ég, hjartað barðist i brjósti mér og hendurnar voru þvalar. Eftir nokkra stund heyrði ég að Joe var farinn að leika á munnhörpuna: það var sama dapurlega lagið. Ég sat þarna i tíu mínútur eða svo. þá opnuðust dyrnar snöggt og Klaus kom inn. Hann lokaði á eftir sér. stóð kyrr um stund og horfði á mig. kom svo og settist í stólinn gegnt mér. Andlit hans, sem minnti á tréskurðarmynd. var svip- brigðalaust. „Ég bið þig að afsaka að ég lét þig bíða, herra Lucas. Það er margt sem ég þarf að sinna." Þegar ég svaraði ekki hélt hann áfram: „Hvernig list þér á myndirnar?” Hann lyfti augnabrúnun- um spyrjandi. „Mér'fannst þær einstak- lega góðar. Þær einar ættu að sannfæra hvaða dómara sem hugsast getur um að þú hafir myrt Marsh. Heldurðu það ekki?” Ég horfði á hann fullur haturs. „Hvaðviltu?" „Við komum að því innan tiðar." Hann hallaði sér aftur og hvíldi smáar brúnar hendurnar i kjöltu sér. „Fyrst ætla ég að kynna þér aðstöðu þína. herra Lucas. Þú varst nógu mikill kjáni til að skrifa Glendu. Ég er með bréfið þar sem þú mælir þér móts við hana. Ég er með skófluna með fingraförum þinum. Ég er með blóðuga mottuna úr farangurs- geymslunni á bílnum. Ég þarf ekki að gera annað en að afhenda Thomson lögreglustjóra myndirnar. bréfið þitt. skófluna og mottuna og þá ertu kominn i lifstiðarfangelsi." „Veit Glenda þetta?" spurði ég. Framh. í næsla blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.