Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 63

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 63
Pósturinn er mál með vexti að ég er hrifm af strák sem kom í bekkinn i haust. (Ég er oft með strákum.) Fyrir stuttu var partí hjá vinkonu minni. Þessum strák var boðið. Köllum slrákinn a. vinkonu mína b og annan strák c. Égsettist hjá a og fór að tala við hann um stelpur og kynlíf en hann skeytti því engu. Eg fór fram í eldhús og œtlaði að fá mér í glas. Þegar ég kom aftur var b sest við hliðina á a. Þá settist ég hjá c og fór að kyssa hann og kjassa. Þá sá ég að hann horfði á mig illgirnislega og talaði ekki við mig meira um kvöldið. Hvað á ég að gera? A ég að biðja hann að byrja með mér? Vonandi svararðu mér. P.S. Er hægt að nota tvo smokka í einu. ég meina er það allt í lagi? Byrjar maður á túr þó maður hafi samfarir. eins og með mig sem er ekki byrjuð á túr. Ein I vanda. Pósturinn er á því að þú hafir hagað þér mjög heimskulega í sambandi við strákinn a. Það er að sjá af bréfinu að hann hafi lítið til saka unnið annað en að b kom og settist við hliðina á honum. Ef þú ert jafnhrifin af honum og þú segir þá verður þú að reyna að útskýra málið fyrir stráknum a og biðjast fyrir- gefningar á framferði þínu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er ekkert hættulegt við að nota tvo smokka í einu. Kona byrjar á túr þegar hún verður kynþroska. Það er líffræðilegt ferli og utan- aðkomandi aðgerðir eins og samfarir hafa þar ekki áhrif. Snyrtisérfræð- ingur Kæri Póstur! Mig langar að biðja þig að svara nokkrum spurningum fyrir mig og vona að bréfð lendi ekki í ruslakörfunni. Þannig er mál með vexti að mig langar að verða snyrtisér- fræðingur en vantar upplýsing- ar um námið. lengd þess, hvar hægt sé að læra það og ýmis- legt varðandi það mál. Gætir þú frætt mig á þvi? Eg hef heyrt að hægt sé að taka námið á 9 mánuðum með því að fara á kvöldnámskeið. Er það rétt? Með fyrirfram þökk. Meyjan Snyrtingu má nema með þvi meðal annars að fara á snyrti- skóla sem rekinn er í höfuð- borginni. Námið þar tekur 9 mánuði og fer einungis fram á kvöldin. Einnig má læra snyrtingu á snyrtistofum. Til þess þarf þó að komast einhvers staðar í læri, en það er að sögn mjög erfitt. Auk þessa er hægt að fara utan og nema erlendis. Póstinum er kunnugt um einn skóla sem óhætt er að mæla með, London Institute of Beauty Culture (Kenneth Morris) Tottenham Court Road í London. Ekki sakar að skrifa þangað og biðja um upplýsingar. Ég er ekki slæm kona ... Kæri Póstur! Eg þakka fyrir svarið síðast og reyndar öll hin Hka. Hvort er það maður eða kona sem svarar og á sá sami kannski heima I sama bæ og ég sjálf? Póstur minn, það er svo mikið að gerast núna að ég er að hugsa um að láta mig hverfa sporlaust. Það var árið . . . sem ég kynntist manninum mínum og það var gaman. Eg sá ekki sólina fyrir honum. Þá átti hann marga góða vini og það var reyndar búið að vara mig við því að hann væri drvkkjusjúklingur. En mér var alveg sama um hvað allir voru að tala um. Við settum upp hringana og það var mikil spenna að vera komin með hring. Þá töluðu allir um að hann hefði snarbatnað í drykkjunni en enginn vissi hvað hann drakk mikið heima. Eg varð að kaupa fösku á hverjum föstudegi og ef ég gerði það ekki varð hann óður. Þá drakk ég ekki jafnmikið og ég geri núna. Við fórum oft á baUsaman og þá var hann alltaf dauðadrukkinn. Það var ekki gaman að standa í þessu. Nú erum við gift og börnin orðin . . . og verða ekki fleiri. Eg er ekki slæm kona. Oft tala ég við hann um skólann en það er ekki hægt. Þegar hann skiptir sér af börnunum leggur hann hendur á þau. Það þoli ég ekki og stundum fnnst mér að það væri gottfyrir þau að fara til fólks sem getur hjálpað þeim. Litlu dóttur mína þurfti ég að senda til mömmu af því að hann tók í hálsinn á henni. Hann læsti hana inni og þegar ég fór til hennar sló hann mig en ég lét hann bara gera það því ég ætla ekki að láta hann ganga frá dóttur minni. Þá hljóp ég með hana upp á lögreglustöð til þess að fá að hringja en þorði ekki að nefna hvað hefði komið fyrir. Þeir eru farnir að þekkja mig þar og mundu bara brosa að þessu, þeir eru vanir því að brosa bara. Jæja. annars vildi ég óska að Pósturinn gæti heimsótt mig ogfengið kaffi, þá gæti hann sjálfur dæml um hvort ég er slæm kona. Kveðja. (7-9 P.S. Eg er ekki svo slæm að þurfa að fara á spítala. Það er alls ekki Póstsins hlutverk að setjast í dómarasæti og segja til um hverjir eru góðir og hverjir slæmir. Hafi þér fundist þaðaf fyrri svörum hans til þín þykir Póstinum miður, því það er ekki ætlunin. Kaffiboðið getur Pósturinn heldur ekki þegið en þakkar gott boð og fullvissar þig um að hann býr hvergi í nágrenni við þinn heimabæ og þekkir þar hreinlegá ekkert til. En nóg um það, þú ert aðalatriðið en ekki persóna Póstsins. Sem áður sagði er enginn sem segir að þú sért slæm kona. en greinilegt er að núverandi ástand á heimili þínu er óvið- unandi og eitthvað verður að gerast. Börn vkkar bíða mikinn skaða af ef þú reynir ekki strax að grípa i taumana og ef þú hugsar þig vel um muntu sjá að ekki er ólíklegt að of mikil vín notkun sé vkkar höfuðvandamál. Það er ekki nóg fyrir þig að fara á einn fund hjá annaðhvort SÁÁ eða AA, heldur þarftu að fara oftar og af lýsingu þinni að dæma þvrfti eiginmaður þinn að fvlgja. Það er enginn verri þótt hann revni að gera eitthvað sér til bjargar og ef óstandið á heimili þínu verður óbrevtt endar þetta varla nema á einn veg. Hvort það er svo einhver lausn að fara að halda framhjá eiginmanninum, eins og þú sagðir í síðasta bréfi, efast Pósturinn stórlega um. Erfiðleikarnir eru nógir fyrir þó ekki sé reynt að flækja málin til muna. Til lögreglunnar skaltu ekki fara ef hún sýnir ekki meiri skilning en þú sjálf lýsir og að láta sig hverfa sporlaust er barnaleg hugdetta. Ef þú hringir í síma SÁÁ i Revkjavík getur þú pantað viðtal þegar þér hentar. Þar þekkir þig enginn og því ef til vill annað viðhorf sem þú mætir heldur en í heima- bænum. Þótt fólk þurfi á spítalavist að halda þarf það ekki að segja neitt um hvort maðurinn er góður eða slæmur og neikvætt viðhorf þitt í þá átt gerir aðeins illt verra. En sittu nú ekki aðgerðarlaus heima og láttu heldur til skarar skríða. Ekki einungis dóttir þín mun bíða skaða af óbrevttu ástandi heldur líka aðrir fjölskyldumeðlimir og sérhæft fólk ætti að geta bent þér á þær leiðir sem færar eru í þínu tilviki. Taktu strax upp símann, hringdu — og gangi þér vel! 3 tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.