Vikan


Vikan - 19.02.1981, Síða 42

Vikan - 19.02.1981, Síða 42
Siguijön Halgason hvlllr sig f dagsins önn og tvœr kúbanskar stúlkur vildu endilaga vera með é myndinni. boði til þingmanns og samkvæmt skoðanakönnunum var forsetaefni flokks hans sigurstranglegast. Skömmu eftir að niðurstöður skoðanakannananna lágu fyrir framdi Fulgencio Batista, sem spáð var afhroði i kosningum, valdarán með aðstoð hersins i Havana. Kastró og félagar hans urðu fyrir gífurlegum vonbrigðum. Þeir ákváðu að hnekkja valdaráni Batista með uppreisn enda var kveðið svo á i stjórnarskrá Kúbu, sem gilt hafði frá 1940, að uppreisn væri heimil ef harðstjóri myndi ræna völdum. Ákveðið var að láta til skarar skríða í heimahéraði Kastrós, Oriente, með vopnaðri árás á aðalstöðvar Batista í í hópi Norflmanna var einn þekktur fyrrverandi þingmaflur, Finn Gustavsen. Hann haffli áflur komið tll Kúbu mefl „Brigada Nordica". borginni Santiago de Cuba. 26. júlí árið 1953 réðust Kastró og félagar á Cuartel Moncada-herbúðirnar. Árásin misheppnaðist, margir voru drepnir en nokkrir komust undan. Kastró var hand- tekinn skömmu siðar og hnepptur í 'fangelsi. Við svo búið hafði Kastró ekki beðið ósigur heldur þvert á móti — frá og með 26. júlí 1953 óx upp öflug hreyfing meðal alls þorra Kúbumanna. Batista neyddist til að veita Kastró og félögum sakaruppgjöf 15. maí 1955. Þeir uppreisnarmenn höfðu þá þegar komist að þeirri niðurstöðu að forsenda allra umbreytinga á Kúbu væri að brjóta herinn á bak aftur. Róttæk þjóðfélags- bylting hlaut að fylgja í kjölfarið. Og sú varð raunin. — Hvernig stendur á þessum flóttamannastraumi frá Kúbu? Strax eftir byltingu fóru ansi margir úr landi, einna helst var það efnafólk sem flúði. Það hefur líka verið til óánægt fólk á Kúbu eins og annars staðar. Alls munu nálægt 100.000 manns hafa yfirgefið Kúbu síðastliðið sumar. Við spurðum Kúbani auðvitað í þaula um þetta mál. Þeim fannst þetta augljóslega afskaplega leiðinlegt allt saman. Áður en flóttamannavandinn stigmagnaðist fyrir atburðina síðastliðið sumar hafði fjöldi fyrrum Kúbubúa heimsótt Kúbu. Efnað fólk og mennta- menn höfðu komið til Kúbu og líklega gyllt fyrir ættmennum sínum vistina í Bandaríkjunum. Ég veit ekki hvort fólk lét ginnast eða hvort þetta var fólk sem var óánægt á Kúbu, en þegar fyrir lágu yfirlýsingar um að Bandarikin treystu sér til að taka við fólkinu á lóðinni við sendiráð Perú í Havana lýsti Kastró yfir að þeir sem vildu mættu fara. Til Bandaríkjanna fóru nálægt 100.000 manns og bökuðu „Skólakerfi og heilbrigðisþjónusta ó Kúbu standast fyHega samanburð vifl Evrópu og til dæmis Norflur- lönd." Myndln er frá einum af fjöl- mörgum bamaskólum á Kúbu. Kúba er landbúnaflarland og þvf töldu uppreisnarmenn nýskipan landbúnaflarmála öllu öflru mikil- vsegari. Myndin er frá einu rikis- búanna. þessir fólksflutningar Bandaríkja- mönnum mikla erfiðleika því að vinna var ekki á lausu fyrir allt þetta fólk. Margir þeirra búa nú við sult og seyru i Bandaríkjunum og vilja snúa aftur til Kúbu, þrjú flugvélarán hafa verið framin í þessu skyni. En kúbönsk yfir- völd hafa tekið skýra afstöðu, menn fá að fara en ekki að koma til baka. — Hvað með afkomu ibúa landsins? Kúbanir vilja láta telja sig til þróunar- landa, þeir vilja ekki láta bera sig saman við til dæmis Vestur-Evrópuríki. Slíkur samanburður væri ósanngjarn miðað við forsögu landsins. Aftur á móti stendur Kúba mjög vel hvað snertir almenna afkomu íbúanna miðað við önnur þróunarlönd. Á Kúbu er búið að útrýma hungri, atvinnuleysi og ólæsi. Allt voru þetta alvarleg vandamál þegar Kastró og 4* Vlkan 8. tbl,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.