Vikan


Vikan - 19.02.1981, Side 51

Vikan - 19.02.1981, Side 51
Draumar ... en ekki birta drauminn, bara svarið Elsku draumráðandi! Um daginn dreymdi mig nokkuð skrítinn draum. Reyndar er ég ekki vön að taka mark á draumum, en daginn eftir þennan draum leið mér eitthvað svo illa. Því langar mig að biðja þig að senda mér svar sem allra fyrst, helst strax. Ef þú getur ekki sent svarið birtu þá bara svarið en ekki drauminn sjálfan eins fljótt og þú getur, því ég hef það á tilfinningunni að þessi draumur boði eitthvað mikil- vægt. Draumurinn var á þessa leið: Ég stóð uppi á lofti heima hjá mér ásamt tveimur kunningjakonum mínum og vorum við alveg við stigann. Þar vorum við að tala saman og allt í einu sagði önnur þeirra: „Hvað ertu að segja, eruð þið . . . virkilega hætt saman? Við á . . . vorum búin að pœla svo mikið í ykkur og höfðum komist að því hvað þið passið ofsalega vel saman. Við skulum sko koma ykkur saman aftur. ” Þarna lauk draumnum og vil ég þakka fyrirfram hjálpina sem ég met mjög mikils. Virðingarfyllst, J. Því miður, við höfum þá reglu hér á Vikunni að birta ævinlega bæði drauminn og svarið eða sleppa því alveg að öðrum kosti. Þar sem fátt í þessum draumi getur orðið til þess að upp komist hver bréfritari er tókum við okkur það bessaleyfi að birta hann í þeirri von að þér finnist það skárri kosturinn. Að sjálf- sögðu sleppum við bæði nöfnum og öðrum persónulegum upplýsingum um bréfritara. Draumur þessi boðar í raun ekki neitt sérstakt en er að þvi leyti mikilvægur að þarna er um að ræða tengingu atburða sem í vökunni valda þér miklu hugar- angri. Samband þitt við þennan mann hefur skilið meira eftir en þú sjálf áttir von á og því reynir þú óafvitandi að leysa málin í draumi á einn eða annan máta. Ef til vill langar þig til þess að koma sambandinu i samt horf á nýjan leik en skortir til þess hug- rekki í vökunni. Því er þessi draumur ekki marktækur sem slíkur en þú ættir hins vegar að endurskoða afstöðu þína til alls þessa í vökunni. Ef þig langar til þess að endurnýja sambandið við þennan kunningja þinn skaltu herða upp hugann því þar hefurðu sennilega engu að tapa og allt að vinna, ef viljinn er fyrir hendi af þinni hálfu. „Planið” og salt- húsið Kæri draumráðandi. Mig dreymdi furðulegan draum um daginn og hann hefur valdið mér áhyggjum og óvissu. Þess vegna vil ég biðja þig, kœri draumráðandi, að birta þennan draum fyrir mig og um leið að létta þungu fargi af mér. Hann er svona: Ég var fyrir austan og fer til Reykjavíkur með stelpu sem við skulum kalla A. Hún dregur mig niður á plan á fyllirí (ég mótmœlti ekki), við lendum I löggunni og eitthvað kemur fyrir höndina á mér. Við förum síðan austur og þegar þangað kemur vill enginn tala við mig (eins og allir vtssu hvað skeð hefði) nema frændi minn sem ég kalla S. Ég fór heim með S. og sagði honum alla söguna. Hann sagðist skilja mig og segja krökkunum frá því rétta ef þeir spyrðu sig. Ég fór fram (út úr herbergi S.) og sá að mamma S, Z, var að viðra pottablóm úti á svölum, en hún vildi ekki koma nálægt mér. Svo fer ég út og var á hjóli. Ég hjóla götuna sem kærasti minn býr við, hann getum við kallað X. X og pabbi hans, Q, koma út I glugga. Q fer úr glugganum en X kemur út og segir við mig að hann skilji ekkert í mér. Hann spyr hvort ég hafi verið með einhverjum strák fyrir sunnan. Þá segi ég við hann að þella séu eintómar lygar sem A hafi sagt. En X vildi ekki trúa mér og sagðist vera byrjaður að vera með annarri stelpu sem hét Maja (ég veit ekki um neina stelpu með því nafni). Ég fór að gráta og reyndi að hörfa undan og hjóla í burtu en hann sá tárin. Næsta dag fór ég inn í salthús (en þar vann ég) og kíkti inn um stóran glugga sem þar er og þar var X að hlaða pokum upp á færiband. Hann kom út og sló mig og ég fór að gráta. Þá kom Q, tók X og talaði við hann. Síðan kom Q aftur til mín og talaði við mig. Hann keyrði mig heim og ég sagði honum alla söguna að sunnan. Hann sagðist œtla að tala við X og láta mig fá aftur vinnu í salthúsinu. Næsta dag kom ég til vinnu. Eg talaði ekki við neinn nema Q, en bara takmarkað. Það var eins og allir hefðu allt í einu samúð með mér en ég þóttist ekki taka eftir því og vann mjög mikið. Draumurinn var ekki lengri en þegar ég vaknaði var ég öll útgrátin. Viltu birta drauminn, elsku draumráðandi minn. Ein áhyggjufull Fyrst og fremst er flest í þessum draumi viðvörun um að lenda ekki í vandræðum. Þú munt verða fyrir einhverri upphefð að eigin áliti en hætt er við því að hún verði þér meir til skaða en álitsauka. Þú munt geta sigrast á erfiðleikum sem þú átt við að etja en verður virkilega að vanda þig til þess og ekki gengur það með öllu áfallalaust. X er líklega maður sem gerir mikið ef hagnaðarvon er og varasamt að treysta honum um of. Þú þarft að vara þig á rógtungum og baknagi og sérstaklega að ættingjar þínir leggi ekki trúnað á slíkar sögur (og að ekkert sé hæft í þeim). Eitthvað mun gerast í lífi þínu, sem eindregið tengist sjúkrahúsi, og breyta lífinu nokkuð. Niðurstaða draumsins er samt sú að þú munt sigrast á miklum erfiðleik- um og gráturinn mikli í draumn- um er fyrir mjög góðu, eins og grátur er alltaf í draumum. Hann féllst á allar okkar kröfur. Hvað gerum við þá? Skop 8. tbl. Vikan sx

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.