Vikan


Vikan - 16.04.1981, Side 28

Vikan - 16.04.1981, Side 28
Texti: AnnaLjósm.: Ragnar Th. — Viðtal Vikunnar „Passíusálmarnir eru ekki upplestrarljóð — þeir em söngtextar' — segir Smári Ólason, en hann hefur manna mest og best kynnt sér gömlu lögin við Passíusálmana. Nú í lok föstunnar er ekki úr vegi að kynnast ögn einni hlið á Passíusálmunum sem sjaldan ber á góma nú orðið. Það eru gömlu Passíusálmalögin. „Passíusálmalög — hvaða lög?" kann einhver að spyrja. Nú hafa sálmarnir verið lesnir fimmtíu kvöld á föstunni og ekki bara þetta árið heldur árum samen. Siður sem flestum þykir vel við hæfi. Og svo kemur maður sem segir að þetta sé allt saman misskilningur — Passiusálmana eigi að syngja, ekki lesa. Er ekki ástæða til að leggja við hlustirnar? Sá sem talar er vel fróður um þessi mál. „Passíusálmarnir hafa verið andlegt veganesti þjóðarinnar í meir en 300 ár. Þeir hafa verið höfuðuppbygging henn- ar i andlegu trúarlífi. Nú orðið eru þeir alltaf lesnir, en allt fram á okkar daga hafa þeir verið sungnir. Passíusálmarnir eru samdir við ákveðin lög. Hallgrimur samdi ekki fyrst sálm og tók síðan eitthvert lag og setti við hann. Lögin voru þekkt sálmalög og hann samdi þessa fimmtíu passíusálma við þrjátíu og sjö lagboða.” Hver voru þessi lög? „Þessi lög voru á sínum tíma öll einradda sálmasöngur, þá þekktust ekki hér þau hljóðfæri sem spilað er á núna. Á nteginlandi Evrópu útsettu menn seinna þessi einradda lög fyrir hljóðfæri. Allir kóralar. til dæmis eins og þeir leggja sig eftir Bach, eru gömul sálma- lög, sem hann hefur tekið og raddsett. Þau eru ekki eftir hann, hann raddsetti þau.” Lagboða' „í Hólabók, en það er sálmabók sem gefin var út 1589, eru tekin upp ýmis lög sem eru af þýskum stofni og við þessi lög voru samdir ýmsir sálmar. Upphafsvers í hverjunt sálmi varð siðan að því sem nefnt er lagboði. Hann gefur þá til kynna við hvaða lag er átt. Þegar Hallgrímur semur sína sálma setur hann lagboða við hvern sálnt. í eiginhandarriti Hallgrims af sálmunum frá 1659 (talið það handrit sem hann gaf Ragnheiði Brynjólfsdóttur á banabeðinum) gefur hann lagboðann til dæmis i fyrsta sálmi en við annan sálm stendur „með sama lagi” því lögin eru færri en sálmarnir, eða 37 talsins. í nýrri útgáfu á Passíusálmunum (70. prentun, 1977) er lagboðinn hins vegar felldur niður — af sögufræðingum! Það er gjörsamlega óverjandi.” Landslag í nótum „Gömlu þýsku lögin úr sálmabókinni 1589 breyttust mjög þegar þau löguðust að islenskum tónhætti. Þó svo myndin, landslagið sem laglínan gaf, hafi haldist, sungu Islendingar þessi lög á allt annan hátt en þau voru skráð niður. Laglínan er skrifuð niður með nótum („hófnaglanótum”) en hún var siðan endurrituð nær óbreytt í nýrri uppskrift- um fram eftir öllum öldunt, án tillits til þess hvemig lögin voru sungin. Ég leyfi mér að efast um að þau hafi nokkurn tíma verið sungin nákvæmlega eins og þau voru skrifuð niður. Það er ekki fyrr en unt ntiðja 19. öld sent reynt er að skrifa lögin niður eins og þau eru þá sungin. Einn sá fyrsti sem það gerir er Páll Jónsson i Viðvík, 1852. Siðan kom Ari Sæmundsson, 1855, en það er ákaflega vafasöm heimild. Þeir skrifa bókstafanótur. Séra Bjárni Þorsteinsson og séra Sigtryggur Guðlaugsson skrifa niður nótur um aldamótin 1900. I skjalasafni séra Sigtryggs hef ég fundið rannsóknir hans á íslenskunt sálmalögum sem eru alveg ótrúlega nterkilegar, en þær hafa aldrei veriðbirtar. Verk þessara manna eru ómetanleg en ber þó að taka með vissri varúð og ekki of bókstaflega. Bjarna hættir til dæmis til að skipa lögunum of mikið niður í dilka og fylgja ekki hrynjandi málsins, en það hefur verið erfitt að skrifa lög á nótur eftir ntinni.” „Hann hefur hljóðritað óheyrilegt safn" „Upp úr 1950 taka nokkrir menn upp á því að skrá þessa menningararfleifð niður á nýjan hátt, hljóðrita hana á segulbönd. Fólk sem fætt var í kringum 1880 var alið upp við Passíusálmana sungna á sínum heimilum. Það kunni þá utan að en örfáir menn urðu til þess að koma auga á þessa arfleifð. Hallfreður Örn Eiríksson hefur í starfi sínu hjá Hand- ritastofnuninni safnað einna mestu. Þó svo að hann sé ekki músíkmenntaður maður þá gerði hann sér grein fyrir gildi þessara alþýðufræða. Hann hefur hljóðritað óheyrilegt safn — svo mikið að enginn trúir fyrr en hann sér. Á svipuðum tima byrjar Þórður Tómasson i Skógum að hljóðrita. Seinna fór Helga Jóhannsdóttir að safna út um allt land á vegum Ríkisútvarpsins og gerði þætti úr þessu efni. Ýmsir fleiri hafa orðið tii að hljóðrita, þó söfn þeirra séu ekki eins mikil að vöxtum. Til eru einnig eldri hljóðritanir, til dæmis það sem Jón Leifs tók upp á vaxhólka á árunum 1920-30 og upptökur frá árunum 1903-1912 úr eigu Jóns Páls- sonar bankagjaldkera. Það er nú mesta mildi að það skuli ekki allt vera glatað en þessar hljóðritanir hafa ekki verið afritaðar á segulbönd, þannig að þær séu aðgengilegar. Hljóðritanirnar eru langbesta efnið til að vinna úr. Það er miklu auðveldara að vinna með þær heldur en að skrifa upp eftir fólki sem er að syngja, eins og þeir Páll og Ari, Bjarni og Sigtryggur gerðu á seinustu öld og fram á þessa. Segulbönd er hægt að spila aftur og aftur og leiðrétta villunótur og þau eru miklu ná- kvæmari og sýna vel fjölbreytnina milli landshluta, milli sveita og jafnvel geta systkin á sama bæ sungið sama lagið hvort á sinn hátt, eins og kemur fram á einu bandinu sem Hallfreður tók upp, en það er einmitt dæmi um lifandi þjóðháttalega tónlist, að hún sé ekki sungin með sama skrauti og útflúri, þó svo að grunnmyndin og uppbyggingin sé nákvæmlega eins. Flámæli í tónum? „Það er jafnvel hægt að greina mállýskur eftir landshlutum. Á svæðinu kringum Hornafjörð og í Hornafirði hef ég tekið eftir „slaufu” í enda hverrar hendingar — tónninn fellur niður. Þetta tel ég fyllilega sambærilegt við flámæli sem er ekkert nema „tónmállýska” á þessum slóðum. Maður fær nákvæmlega sömu tilfinninguna að hlusta á Hornfirðing syngja þessi lög eins og maður sé að hlusta á flámæli. Eftir að hafa heyrt þetta nokkrum sinnum fer þetta þó að láta skemmtilega í eyrum og flokkast sem sérstakt einkenni á þessum söng.” „Ástandið er hörmulegt" Maður skyldi ætla að þessum menningarverðmætum væri tilhlýði- 28 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.