Vikan


Vikan - 11.06.1981, Qupperneq 8

Vikan - 11.06.1981, Qupperneq 8
Texti: Anna Holland í dag Holland er í dag þekkt fyrir eitt og annað. Sumir taka til þess að þar er konungsríki og fyrrverandi drottning og núverandi drottningarmóðir er meðal ríkustu kvenna I heimi. Konungdæmið, með öllum þeim iburði sem því fylgir en tiltölulega litlum völdum, virðist mjög rótgróið í Hollandi og þegar hugsað er til þess minnast menn þess ennfremur að Amsterdam er frægasta gimsteina- skurðarborg í heimi. Margt dýra djásnið hefur komið við i þeirri borg og gimsteinasalar og djásnabúðir setja vissulega svip sinn á borgarlífið. Þrátt fyrir þessa arfleifð líta margir til Amsterdam sem staðarins þar sem nýjum hugmyndum um borgarlif hefur verið hrundið í framkvæmd. Staðreynd er að blómlegt lista- og menningarlif er þar ríkulega stutt af opinberum aðilum, þar eru listamenn starfandi og lifa bara góðu lífi oft á tíðum (sem þykir varla viðeigandi' samkvæmt hefðinni). Og íbúar Amsterdam eru þekktir fyrir að rölta með mótmælaspjöld af minnsta tilefni, og taldir elska friðsamleg mótmæli af öllu tagi. Reyndar hefur einhverjum hugkvæmst að stinga upp á því að þeir séu svona þverir — eða umbótasinnaðir, eftir því hvað menn vilja kalla það hverju sinni — til að hneyksla sína ágætu landsmenn sem eru annálaðir fyrir íhaldssemi og smáborgarahátt. Blóm hvað annað? Holland er svo þekkt fyrir blómin sín að mörgum gleymist að margt er þar annað að sjá. Það yrði saga til næsta bæjar ef einhvern tíma gerðist að íslendingar færu að flytja blóm út til Hollands. Það mun reyndar vera blaðauppsláttur fremur en veruleiki þó hugmyndin sé fyndin. Við skulum halda okkur við Holland í þessari Viku og líta á blóm og annað fallegt sem blómstrar í Hollandi. Þar eru vaxtarskilyrði listar talin einna best í allri Evrópu og ríkið mjög hliðhollt listamönnum. Kannski finnst einhverjum þeirra háu herra skuldin ógoldin við hann Van Gogh sem þjóðsagan segir að hafi ekki selt eina einustu mynd í lif- anda lífi. Hins vegar var Rembrandt víst öllu harðari bissnessmaður þótt á ýmsu hafi gengið í lífi hans. Þeir voru báðir Hollendingar og listunnendur hafa sannarlega nóg við að vera í Hollandi. Þar blómgast líka mannlíf og mörgum finnst varla notalegri staður til en marflata landið — Holland. Þar gerðust lika undur og stórmerki fyrir einum tuttugu árum þegar provo-arnir unnu óvæntan sigur í borgarstjórnar- kosningum í Amsterdam. Þeir voru nefnilega alllangt á undan sinni samtíð og boðuðu um margt nýstárlegar hugmyndir, hvíta reiðhjólið varð tákn þeirra, en ýmsar skoðanir eru á því hvernig þeim hefur tekist að bæta mannlífið. Misskilji enginn þessi orð og haldi aö verið sé að. væna Hollendinga um smáborgaraskap i niðrandi tón. Fjarri því, þó orðið hafi fengið á sig neikvæðan blæ þá er í sjálfu sér ekkert neikvætt i þvi falið. Einfaldlega er verið að tala um heiðarlegt fólk sem ekki vill vamm sitt vita í einu né neinu, fólk sem leggur mikið upp úr þessum litlu hlutum sent gefa lífinu gildi. Fólk sem yfirleitt ræktar garðinn sinn af mestu prýði, er nægjusamt og þrifalegt. Eða er það ekki einmitt myndin sem maður hefur fengið af Hollendingum. Og ef betur er að gáð er einmitt svipað uppi á teningnum í Amsterdam sjálfri, þar eru visast engu minni Hollendingar en annars staðar i landinu. Hollandssaga í mýflugumynd Holland var stórveldi um margar aldir og er enn talsvert atkvæðamikið innan Evrópu, einkum sem aðili að Efnahags- bandalaginu. Landbúnaður er mjög mikilvæg atvinnugrein i Hollandi og þær raddir sem telja Efnahagsbanda- lagið sinna landbúnaðarhagsmunum um of eru oft á tíðum að býsnast út af rót- grónum áhrifum Hollendinga og ann- arra landbúnaðarþjóða EBE. En Hollendingar sinna fleiru en land- búnaðinum. Þeir hafa orðið voldugir i ýmiss konar iðnaði og kemur þá líklega flestum í hug hið volduga Philipsfyrir- tæki sem er hollenskt þótt það megi nú reyndar allt eins teljast fjölþjóðlegt. Það sem þó minnir mest á forna frægð eru siglingar Hollendinga sem enn eru umtalsverðar. í margar aldir voru Hollendingar nefnilega helsta siglinga- þjóð heimsins og sterkastir á heimshöf- unum. Þegar veldi Spánverja tók að hnigna, eftir landafundina miklu þegar Amerika fannst og sjóleiðin til Asíu, Vikan í Hollandi j 8 Vikan 24.tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.