Alþýðublaðið - 24.02.1923, Síða 1

Alþýðublaðið - 24.02.1923, Síða 1
1923 Laugardaginn 24. febrúar. 44. tölublað. Spánskar nætur verða leiknar í Iðnó mánudaginn 26. febr. kl. 8. , Aðgöngumiðar seidir í Iðnó sunnudág og mánu- dag kl. 10—1 og eftir kl. 3 báða dágana. © Næst sfllasta sinn! © JafnaðarmannafélaB Islands. Fundur í Báiubúð uppi sunnudaginn 25. febrúar 1923 kl. 2 síðdegis. Stjópnln. U ndanþágan. Eitt af frumvörpum þeim, sem stjórnin leggur nú fyrir Alþingi, heitir frumvarp til laga um und- anþágu frá lögum nr. 91, 14. nóv. 1917, um aðflutningsbann á áfengi. Það er endurnýjun eða frámienging á undanþáguiög- unum frá í fyrra, sem Alþingi heimskáði sig á' að samþykkja þrátt fyiir sterkar aðvarauir þing- manns Alþýðuflokksins, sem ljós- lega sýndi fram á, áð árangur þess yrði ekki annar en þjóðat- skömm. Það er nú komið svo ljós- lega á d tginn, að hverjum manni með meðal-gripsviti liggur í aug- um upp, að rök þau, sem talin voru fram til stuðnings undan- þágunni, voru tóm markleysa frá upphafi til enda. Ætti þá að mega gera ráð fyrir, að meiri hluti þingsins að minsta kosti helði nú fengið opin auguti lyrir því, þó að það sé raunar þaul- kunnugt, að þar sitji fáir andans skörungar. , Undanþágan átti alveg að bjarga fisksölunni og þar með að verða ný lyftistöng sjávar- útvegarins. En reynslan hefir orðið sú, að fisksalan hefir ekki gengið betur, heldur ver en áð- ur, og það svo miklu ver, að til eru þau sjávarútvegshéiuð hér á landi, sem engin fiskur hefir verið seldur frá enn af framleiðslu síðastliðins árs. Þetta er lika eðlilegt, því að fisksalan og bannlögin hata aldrei staðið í neinu sambandi, þó að bragðvís fjandmaður'bann- lagauna gæti látið líta svo út fyrir óglöggskygnum mönnum og hrætt þá með því. Spánverjar hafa áratugum snman keypt ís- lenzkan fisk, af því þeir þurftu hans með, en íslendingar hafa aldrei keypt sem neinu nam af Spánarvínum, af þvf þeir þurftu þess ekki með. Sá viðskiftahátt- ur gat vitaskuld haldið áfram eins og áður, ef óhollur erind- reki íslendinga hefði ekki illu heilli verið að flækjast þar suð- ur frá og blaðra laudinu ógagn, og ef almennilegir menn hefðu verið fyrir til viðnáms hér heima, þégaf vitleysan var búin að fá vind í seglin. En því var ekki að heilsa. — En >nú er mál að- borga brot vor köldc. Undanþágan átti að vera að eins um eitt ár til þess að sjá, að hverju gagni hún yrði. Gagnið hefir ekkert orðið, en — ógagnið hefir orðið mikið, — >manns bani eins eða fleiric — og háðungin mælir fullur. Þetta eina ár er nú liðið langt til. Og lengur en þetta einá ár má ekki þola að undanþágan standi í gildi. Svo framarlega sem þingið er^ ekki eingöngu skipað mönn- um, sem svo eru forhertir, að þeim sé engin lífsins leið að sjá að sér, hversu stórbrotin glöp sem þeim verða á og hversu éftirminnilega sem þeim er sýnt fram á bölvunina, sem af þeim leiðir, þá verður það að fella þetta frumvárp ekki síðar en við Duglegar stúlknr ræð ég til fiskverkunar. Karólíint Siemsen Vesturg. 29. m aðra umræðu í neðri deild, ef ekki við hina fyrstu, eins og átt hefði að gera í fyrra, Geri þingið þetta ekki, þá verður þjóðin að sjá um, að enginn af þeim, sem atkvæði greiða með undanþágunni, eigi afturkvæmt á þingið við næstu kosningar. Minna má ekki gagn gerá. Að öðrum kosti komast engin þrif í þingið. Að öðrum kosti verður það aldrei annað en ómerkileg klíká sómalausra hugleysingja, sem ganga af göflunum jafnskjótt sem einhver bragðarefur getur skotið þeim skelk í bringu út af því, að einhvers staðar sé hætta á tveggja aura tapi. En það verður að hindra, — ef þingstjórn á að haldast hér.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.