Alþýðublaðið - 24.02.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.02.1923, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Rauíir þræðir. Eftir Ágúst Jóhannesson. I. Að felgðarósi. Þó að hvast yfír lög og láð leiki sér ísköld gola, mundu, ætíð er annað ráð en að krjúpa og vola.. Hannes Hafstein. •Við erum staddir í hafróti. Skamt frá okkur vitum við at tryggri höfn, én tií þess að geta náð henni þarf framtakssemi, þrótt og hyggjuvit. Leiðin er et til vill hættuleg, innsiglingin örmjór áll milli feigðarskerja. Ef við sleppum stýri fleytunnar, erum við auðsjáanlega bráð Rán- ar, en séum við ákveðnir í að halda um stjórnvöl skipsins og ná höfn, eru meiri likur tií þess, að við sigrum andbyrinn. Það má nú segja um þjóðar- skútu vora, að hún sé í hafróti stödd, svo til háska horfir, — jafnvel til tortímingar, eins og rök hafa sýnt um fleyin okkar í örmum Ægis. Allar þær tilraunir — ef svo skyldi kalía,— sem þing og. stjórn þessarar þjóðar hafa gert til þess að stýra landtnu út úr þeim fjárhagslegu ógöngum, sem það var ög er komið í, hafa ekkert megnað. Fremur mætti segja, að vopnin hafi snúist Hla við í hóndum leiðtoganna, og sýnilega hefir .tilgangurinn ekki. veríð svo hagsýnilegur, að hann hafi nægt til að helga með- ulin, því tvímælis orkar það eigi, að þjóðarbúskapur vor er á hraðri leið niður brekkuna, og hvert stefnir? Að feigðarósi. Engum meðalgreindum manni er það dulið, að atvinnumálum þjóðarinnar er meir en bráð hætta bútn; sú tíð er senn lið- inp; — þau eru blátt áfram þegar kómin í óngþveiti, — í öngþveiti, sem vissulega er erfitt úr að komast. Silkihanska- og pappírsbúka-framtakssemi er ékki einh'ít að ráða bót á því böli. Wng, stjórn og landslýður mega ekki, standa eins og ó- hreyfð- þvara í potti og kenna hvert öðru um — aídrif og fyr- irsjáanle^ áfdrif kyrstöðunnar og undanhaldsins. í því finst ekki heil brú til. líísins. Ég vona, að menn geri sér Ijóst, að þegar óreiða kemst á atvinnumál einhverrar þjóðar, er sá vágestur fyrir dyrum, sem hefir kaldar kveðjur að færa. Pó er ekki vel hægt að sjá. að framkvæmdarváid þjóðarinnar hefi greint það til fulls eða skilið, því að bjartara væri þá fram undan. Vitanlega sá þing og stjórn, hvert stefndi, en hug- kvæmdist aldrei að reisa hinar réttu skorður, er ráðið gátu bót á bölinu. Þega.r einn maður er atvinnu- laus, er það beinlínis tjón fyrir þjóðlélagið í heild. Þær skyldur og skattar, sem haan gat borið, hefði hann haft eitthvað nægi- legá arðvænlegt Jyiir stalni, hverfa eðlilega af herðum hans yfir á hina, sem starf rækja og þó höfðu áður nægum skyldum og gjöldum að gegna. Nú, þeg- ar tugir og hundruð karla og kvenna ganga atvinnula'us, þyng- ist stöðugt ok hinna starlandi kralta, svo að þeir fá ekki risið undir því. Úrræði framkvæmdar- valdsins hefir þá verið það að taka erlend lán, milljón á milljón ofan, að nokkru til þess að styrkja varhugaverð atvinnufyr- irtæki og gefa bröskurum byr iandir báða vængi og að sumu blátt áfram ttil þess að jafna néyzluþörf þjóðarinnar, þar sem framleiðsla landsins var ekki svo mikil, að hún nægði til þess. Framleiðsla þjóðarinnar hefir nú um nokkurt skeið verið minni en neyzlan. Hallærið stafar af því fyrst og fremst, að við flytj- um meira inn í landið en út úr því, én 'af hverju stafar svo það? Af því að úrræðalitlar, sérgóðar og skammsýnar sálír hafa ráðið framkvæmdum atvinnumálanna eða rettara sagt framkvæmda- leysinu í þeim. A sama tíma, sem þjóðin stynur undir o'ur- þunga atvinnuleysis og fram- kvæmdavöntun, Ieyfir þing og stjórn ýmsum bröskurum að flytja inn í landið alls konar óþarfan íirþvœttisvarning, sem við hötum bókstaflega ekkert við að gera, en sýgur þó drjúgum skilding úr vasa féþrota almenn- ings. Það kann nú vel að vera, að það sé heilbrigð kennirig, að maðurinn eigi að vera svo sjálfstæður, að hann geti valið og hafnað, en við verðum að gera við því, sem er, og sníða okkur stakk eftir vexti og þroska nútímans. Sýnist því full þörf vera á að taka éldinn frá barn- inu, þegar það hefir ekki vit á að forðast hann sjálft. Óreiða á atvinnumálum er það stærsta mein, sá illkynjaðasti sjókdómur, sem hent getur nokkra þjóð. Nú er svo komið hjá okk- ar þjóð, og" öðru er eigi um að kenna en úrræðaleysi þeirra, sem fram úr bar að ráða. Dóm- 'ur sá, er kórnandi kynslóðir munu kveða upp yfir núverandi forráðamönnum þjóðar vorrar, gefur því tæpast orðið hýr f horn að taka, enda ekki nema eðiilegt, að þess sé getið, sem gert er, og minst verði siðar —'¦ et þjóðin á nokkra framtíð —, á nu ríkjandi feigðartímabil. Jólapottar Hjálpræðishersins. Hjálpræðtsherinn hefir beðið >Alþýðublaðið< fyrir eftlrfarandi yfirlit yfir tekjur og gjöld jóla- pottanna í vetur: >Tekjur: Innkomiðí jólapottana kr. Gjafir frá ýmsum borgurum 2694.00 270.00 Saírrtals kr. 2964,04 Útgjöid: Jólabögglar handa 104 fjölbkyldum kr. 1162,18 Jólahátfðir fyrir 275 fullorðna og 400 börn — 849,75 Peningagjafir til 20 heimila — 668.22 Gjöf til Sjómanna- bókasatnsins — 100,00 í sjóði — 183,89 Samtals kr. 2964,04 Dorkastélagið hafði sína árlegu úth'utun á fötum handa fátækum börnum fáum dögum fyrir jól, þar sem var úthlutað fötum handa rámleqa 100 börnum. Áð úthlutun þessi varð svo stór að þessu sinni, er að miklu leyti að þakka þeirri veivild.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.