Vikan - 27.05.1982, Page 5
Lyftingar
Jón Páll í hvíld fyrir seinni hluta aflraunanna.
■ ■ .
kg, annar var Nevenpaa, Finnlandi,
með 365 kg. Jón varð í þriðja sæti á eft-
irFinnunum.
I bekkpressunni sigraöi Jón örugg-
lega á nýju Islandsmeti, 230 kg. Annar
varð Ekström, Svíþjóð, Evrópumeist-
arinn í kraftlyftingum, með 220 kg og
þriðji Mellberg, Finnlandi, meö 215 kg.
Eins og klipptur úr
íslendingasögum
Réttstöðulyftan var síöust á dagskrá
um morguninn, mikil aflraun og lýsti
þulurinn því að í þessari grein kæmi
fram munurinn á karlmönnum og
drengjum. Var skoplegt eftir á aö þaö
skyldi vera langyngsti keppandinn
sem vann réttstöðulyftuna með mikl-
um yfirburðum. Var það Jón Páll með
nýtt glæsilegt Norðurlandamet, 367,5
kg. Þulurinn átti ekki til orð til að lýsa
þessu afreki en sagði Jón eins og
klipptan út úr Islendingasögunum og
verðugan fulltrúa gamla víkingalands-
ins Islands. Annar í réttstööulyftunni
var Nevenpaa, Finnlandi, með 332,5 kg
og þriðji varð Víkingur 81 og heims-
meistari í kraftlyftingum í þungavigt,
Kiviranta, Finnlandi, með 330 kg.
Samanlagt í kraftlyftingum fékk Jón
því 952,5 kg, nýtt Islandsmet og besti
árangur í Evrópu á árinu. Næstur í
samanlögðu var Nevenpáá með 915 kg
og svo Meilberg með 905 kg.
Horfur voru nokkuð góöar í hálfleik,
sigurvegarinn frá í fyrra um 100 kg á
eftir Jóni og atvinnuaflraunamaöurinn
frá Noregi ekki mættur til leiks, en
hann varö í öðru sæti í fyrra. >ó höfð-
um við spurnir af því aö Svíinn Wig-
holm, sem nú var í 7. sæti, væri sér-
fræðingur í víkingalyftu, en þar hlaupa
þyngdirnar á 100 kg og vannst hún í
fyrra á 1100 kg. Jón hafði aftur á móti
aldrei reynt sig í þessari lyftu og vissi
ekkert hvar hann stóð.
Seinni hlutinn hófst með mikilli við-
höfn aö viöstöddu miklu fjölmenni.
Lúðrasveit spilaði þjóösöngva
keppendanna sem síöan voru kynntir,
og þá sérstaklega Jón, sem var meö
forustuna. k
Jón Páll við sigurlyftuna í reiptogi.
21. tbl. Vikan 5