Vikan


Vikan - 27.05.1982, Page 21

Vikan - 27.05.1982, Page 21
Smásaga — Svona erU Etlglendingar, sagði Paiil. — Þeír eru dauðhræddir við faliegt kvenfólk. Ég leit niður fyrir mig. — Réttara væri llklega að segja, að þeir séu hræddir við allar konur, bætti hann við. — Samanber bróður minn. — Dave virðist hafa unnið bug á þeim ótta, sagði ég og horfði á hann og Marciu, sem leiddust um meðal gestanna. — Ég átti nú ffekar við Tim. Jæja, oft kemur illuf, þá Uhi er rætt... — Vaf þáð sem mér heyrðist, að nafn mitt væri nefnt? spurði Tim, sem vatt sér glaðlega að okkun Hann heiiti í glasið mltt og steig þvi næst ofan á tærnar á mér, svo að ég kipptist við og sullaði úr glasinu yfir Markle, seitl byrjaði þegar i stað að eihja. — Ekki að neinu góðu, sagði Paul og brosti til mín samsærisbrosi. Hann tók hönd Markies úr minni og tókst um leið að strjuka beran handlegg minn. Tiffl horfði á mig spyrjandi, sá því næsí annað tómt glas, sem haflfl Várð að fylla, og Vaf þotiflfl. — Hvað starfar þú? spurði Paul mig og beindi samræðunum kurteislega inn á hættuminni brautir. Alls hugar fegin sagði ég honum, að ég legði stund á dýralækningar. — En áhugavert, sagði hann, — Gott hjá þér. Hvar er þessi skóli? Ég sagði honum það. — Stórkostiegt! Skrifstofan min er þarna rétt hjá. Hvernig væri að borða með mér hádegisverð einhvern daginn? — Ég hef alltaf með mér matarpakka og les i hádeginu. — Það er afleit venja. Breyttu út af henni, þó ekkl væri néma i eitt skipti. Ég hikaði. Markie rak enn upp gól. Ég geri ráð fyrir, að neðan frá honum séð hafi veröldin virst ærið fólksmörg og lítt aðlaðandi, auk þess sem hann hefur eflaust haft litinn skilning á hlutverki sinu þennan dag. Ég kom auga á Tim hiflum megin i stofunni. Hann endurgalt augnaráð mitt, og sem snöggvast virtist mér hann áhyggjufullur á svip, en það kann að hafa verið imyndun ein. — Nei, þakka þér fyrir, ég held ekki, svaraði ég. Paul snerti handlegg minn innan- verðan með einum fingri. Viðkvæmnis- teg, tjáningarrik snerting. — Gerðu það, sagðihann. Nú var Markie farinn að orga hástöfum, og Paul beygði sig niður og tók son sinn í fangið. Hár hans féll fram á ennið og gjörbreytti allt i einu glæsi- brag hans. Ég varð snortin á einhvern óútskýranlegan hátt og sagði: — Ja, kannski. Þarmeð varégfallin. Þegar búið var að skera kökuna, yfir- gáfu Marcia og Dave samkvæmið, og ég varð gripin undarlegum, tilfinninea- legum sársauka. Mér fannst ég vera að upplifa endalok einhvers. Ég reyndi að láta ekki á neinu bera, en enn einu sinni mættust augu okkar Tims. Ég gat ekki varist þeirri hugsun, hvort hann fyndi til á svipaðan hátt. Samband þeirra Daves hafði verið mjög náið. Það furðulega var, að ég fann til öfundar í garð brúðhjónanna. Framtið þeirra virtist svo örugg. Þau gátu komið fram saman eðlilega og frjálslega, meðan ég virtist vera að flækja mér í eitthvað, sem ekki þyldi dagsins ljós. Hv LVAÐ vakti eiginlega fyrir mér? spurði ég sjálfa mig. Var hugsanlegt, að öfuhdsýki min risti dýpra en ég hugði? Langaðimig til að sanna, að ég væri jafn fær um það og Marcia að heilla karl- kynið? Hélt ég kannski, að besta sönnun þess væri að leggja snörur fyrir giftan ffláflfl? Það Var of sársáukafullt að brjóta þetta til mergjar, svo að ég ýtti því til hliðar i huga mér. Þó gat ég ekki varist þeirri ónotalegu hugsun, að einu sinni, reyndar ekki fyrir löngu, hafði brúðkaup Pauls og Juliu verið haldið á svipaðan hátt, þar sem þau höfðu heitið hvort öðru ást og tryggð, uns dauðinn aðskildi þau. í sama bili fann ég hönd Pauls á hand- legg mér og kaldar varir hans SHéftU enni mitt. — Vertu sæl, fagra brúðar- mær, sagði hann. — Vertu ekki svona alvarleg á svipinn. Mundu, að hamingjusöm brúðarmær er tákn um hamingju brúðarinnar! Þú mátt ekki bregðast Marciu. — Kemur þú i gleðskapinn í kvöld? spurði ég. — Það er undir Júliu komið. Ég get varla farið að skilja hana eina eftir heima tvisvar sinnum sama daginn. — Nei, auðvitað ekki, sagði ég og fann, að ég roðnaði. — En við sjáumst kannski þá. — Kannski, sagði hann. — Ég hringi til þín, hvað sem öllu líður, þegar ég er búinn að athuga, hvenær ég er laus I hádeginu. Tim ók mér heim, þegar siðasti brúð- kaupsgesturinn var farinn. — Inn með þig, bláfjóla, sagði hann, um leið og hann ýtti mér inn i bílskrjóðinn sinn. Haustsólin hafði orðið að víkja fyrir haustregninu, og nú herti regnið, svo að rúðuþurrkurnar höfðu naumast undan, þótt þær hömuðust á rúðunum. Tim gaut til mín augunum og glotti. — Það væri synd að segja, að klæðnaður okkar væri við hæfi þessa stundina, sagði hann. Ég reyndi að toga siffonkjólinn betur niður fyrir hnén. Mér fannst ég ekki lengur fín. Ég var niðurdregin og óörugg meðsjálfa mig. Tim dró regnhlíf upp úr draslinu i aftursætlnu og hélt henni yfir mér, meðan ég hljóp upp að Útidýfunum. Regnbleytan rann úr hári hans niður i hálsmálið. Um leið og hann sneri sér við til að fara, sagði hann stillilega: — Gættu þln á Paul. Það varalltogsumt. PaUL kom I gleðskapinn um kvöldið með Juliu i eftirdragi, hægfara og fyrirferðarmikla.Hún virtist helmingi meiri um sig en venjulega, hvar sem á hana litið. Úlnliðtf, handleggir, háls, andlit. — Ég géflg ffleð tvlbura, tilkynnti hún, og enginn sá ástæðu til að rengja hana. Paul bauð mér upp i dans og skildi Juliu eftir eina við borðið. Tim kom óðara á vettvang, settist við hlið hennar, spjallaði við hana, hló, kom henni til að hlæja. I hvert skipti sem Paul fór að dansa, var Tim kominn að hlið Juliu og vék ekki frá henni, fyrr en Paul kom aftur. Tim bauð mér ekki upp i eitt einasta skipti allt kvöldið. Paul sagði, að ég væri enn yndislegri á að lita nú en fyrr um daginn, ef mögu- legt væri. Hann þrýsti mér að sér og gældi við bert bak mitt. Samt leið mér ekki of vel. Ég losnaði aldrei við blygðunartilfinninguna, ekki einu sinni. þegar við Paul dönsuðum ekki saman, ekki heldur þegar við losuðum tökin og dönsuðum frjálst og horfðum hvort á annað með daður í augum. Tim leit aldrei I áttina til okkar. Hann bauð Juliu upp I dans, og hún reis á fætur, hægt og þunglega. Þau dönsuðu settlega við hlið okkar, við snerumst hring eftir hring. Julia brosti ástúðlega við Paul, en Tim virti okkur ekki viðlits. — Geturðu borðað með mér hádegisverð á miðvikudaginn? spurði Paul og þrýsti mér aðsér. Ég ætlaði að fara að opna munninn til að segja, að mér fyndist ekki rétt af mér að þiggja boð hans, þegar allt kæmi til alls, þegar hann bætti við: Heyrðu, ég held ég verði að faia heim með Juliu. Hún virðist vera orðin þreytt. Ég þekki mina konu. Ég hringi til þín. Hann hélt þétt um mitti mér, þegar hann leiddi mig til sætis i kjölfar Tims og konu sinnar. Julia var honum innilega þakklát, þegar hann sótti kápuna hennar og leiddi hana burt. Paul sendi mér daðurs- fullt samsærisaugnaráð, um leið og hann hvarf út um dyrnar. Stundu siðar leystist samkvæmið upp, margir voru farnir, aðrir á báðum áttum, hvað þeir ættu að gera. — Ég skal fylgja þér heim, sagði Tim stuttur í spuna og ég maldaði ekki í móinn. Viðókum þegjandi heim. Hann mælti ekki orð af vörum, fyrr en við vorum komin alla leið heim til mín. Þá sneri hann sér að mér og sagði: — Ég er kannski ekki mjög háttvis, en mér fannst þú haga þér andstyggilega I kvöld. Ég fann reiðina blossa upp innra með- mér og hjaðna svo jafnharðan aftur. Ég spennti greipar fast i kjöltu mér og fann, að tárin voru farin að sviða augnalokin. Ég kreisti fingur mina og hélt aftur áf tárunum. Að mér heilli og lifandi skyldi ég ekki fara að skæla fyrir framan Tim. En ég kom ekki upp nokkru orði. 1IM yppti öxlum og teygði sig yfir mig til að opna fyrir mér. — Vesalings Julia að þurfa að horfa upp á eiginmann sinn daðra allt kvöldið við fallegustu stúlkuna i samkvæminu. Ég held að hann hljóti að hafa misst þetta út úr sér. Ég get ekki imyndað mér, að hann hafi i rauninni ætlað að slá mér gullhamra. En nú gat ég ekki lengur haldið aftur af tárunum. — Mér liður hræðilega, tautaði ég meira við sjálfa mig en hann. — Ég skammast mln svo. Og Tim vafðl mlg örmum og kyssti burt tárin. Það tók langa stund. Hann kyssti vanga mina og augu min, og svo þurrkaði hann mér á skyrtuermi sinni, þar sem hvorugt okkar gat fundið vasa- klút i fórum sinum. — Ég hélt þú værir bálskotin i Paul, sagði hann mildum rómi. — Nei, svaraði ég. — Aðeins hégómleg og hugsunarlaus, geri ég ráð fyrir. Og hann hló og gróf andlitið i hári minu og þrýsti hendur minar. Ég hugs- aði um Juliu á heimleið með sínum óstaðfasta eiginmanni, og skyndilega rann það upp fyrir mér, hvers vegna hún hafði virst svo róleg og áhyggjulaus allt kvöldið. Ég horfði i undrun á Tim, meðan hugsunin var að gerjast i kollinum á mér. — Julia er hamingjusöm, sagði ég. — Hún er hamingjusöm, vegna þess að hún veit, að þetta er aðeins hégómagirnd hjá Paul. í rauninni dýrkar hann hana, og henni er það mæta vel Ijóst. Ég held, að daður sé fyrir honum eins og hver önnur iþrótt, sem menn stunda sem tómstundagaman. Tim hallaði sér aftur á bak og hló. Svo stökk hann út úr bilnum, gekk i kringum hann, opnaði fyrir mér dyrnar og hjálpaði mér út. Hann bar mig upp tröppurnar og lét mig varlega niður við útidyrnar. Kveðjur okkar voru afar hlýlegar. En hann kom ekki inn. Tim lá ekkert á. Tim hafði allan heimsins tíma fyrir sér, vegna þess að hann þekkti lifið — og hann þekkti konur — hann þekkti þær nægilega mikið til að vita, að ég yrði hér á morgun og næsta dag og daginn þar á eftir. Endir. L3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.