Vikan - 27.05.1982, Síða 60
Texti: Borghildur A nna Ljósm.: Ragnar Th.
„í SVONA LITLU
BÆJARFÉLAGI"
Það er ekki bara kirkja, sláturhús, heilsugœslustöð, hótel og sundlaug á Húsa-
vík. Þetta má ad vísu helst ekki vanta, en eitt er þó óupptalid sem virðist sídur
nauðsynlegt. Einmitt—það er bensínstöð og sjoppa! Á heilsuvikunni brugðum við
okkur þangað, keyptum auðvitað alls ekkert sœlgœti, en hittum þar fyrir umboðs-
mann Skeljungs á staðnum, Sirrý Laufdal. Hún rekur bensínstöðina og sjoppuna
ómissandi ásamt eiginmanninum, Hákoni Aðalsteinssyni.
Viö rekum staðinn tvö og það er
ekki hægt að vera með slíka starf-
semi nema eigendurnir leggi sig alla
fram. Vinnudagurinn getur orðið
miklu lengri en margan grunar.
Tökum okkur leyfi einu sinni á ári og
förum utan til slökunar og komum
fílefld í sumarösina aftur. Þess á
milli skreppum við til Reykjavíkur
og Akureyrar þegar færi gefst. Horf-
um lítið á sjónvarp, vinnum bara og
reynum að komast í alls kyns fjalla-
ferðir um helgar yfir sumartímann.
Ég er fædd í Vestmannaeyjum og
uppalin þar. Bjó svo í Reykjavík í
þrjú ár og giftist hingað þegar ég var
19 ára. Þá byggðum við hjónin þessa
stöð upp frá grunni. Síðar missti ég
svo manninn en giftist Hákoni, síðari
manninum mínum, fyrir nokkrum
árum. Það er gott að búa hér á Húsa-
vík, miklu betra en í bænum. Einkum
með ung börn, tíminn er miklu
drýgri. Ég á fjögur börn og líkaði vel
að ala börnin upp hérna. Þegar þau
voru lítil naut ég þess að föðuramma
þeirra bjó í sama húsi. Finnst mjög
æskilegt að eldra fólkið búi með af-
komendum sínum — er ekki með-
mælt því að gömlu fólki sé komið á
stofnanir nema það sé algjörlega
rúmliggjandi. Þeir eldri hafa oft
betri tíma og geta einnig veitt börn-
unum margt sem við getum ekki. Á
þessum tíma vann ég hérna af og til
en svo fór að verða mögulegt að
veita þeim sjálfum atvinnu síðar og
það er einn af jákvæðu þáttunum við
svona atvinnurekstur. Núna eru tvö
börnin mín hérna allt árið, eitt í
Verslunarskólanum á veturna og
svo er eitt alfarið að heiman. Býr í
Reykjavík og ég er orðin amma, á
eitt tveggja ára barnabarn.
Á Húsavík er aöstaða til alls, mjög
góð læknaþjónusta og félagsstarf-
semi mikil — í hámarki í svona litlu
bæjarfélagi. Hérna eru líka samtök
sem vert er að nefna — AA-samtökin
— en Hákon maðurinn minn er alkó-
hólisti og virkur félagi í þeim. Sjálf
er ég í Al-anon og þetta er ekki leng-
ur neitt feimnismál, við erum satt að
segja frekar stolt af því. Hákon var
fyrsti alkóhólistinn héðan sem fór í
meðferð, en núna hafa 30—40 manns
gert það sama.
Hér er mikið drukkið í heima-
húsum og áður voru allir drykkju-
menn álitnir ræflar og rónar. I svona
litlu bæjarfélagi sklpta viðhorfin
gífurlegu máli en skilningur almenn-
ings hefur aukist mikið og því jafn-
framt orðið auðveldara að ná sér
upp. Þannig er ekki eins mikil hætta
á að fólk þurfi að drekka sig alveg
niður í svaðið, þorir frekar að viður-
kenna vandann. Áður þekkti ég ekk-
ert til þessara mála og tók því hlutun-
um miklu þyngra. En sú reynsla sem
fylgir því að kynnast AA-samtökun-
um er mannbætandi og verður til
þess að viðkomandi sér flesta hluti í
öðru ljósi en áður, verður víðsýnni
og á því auðveldara með að skilja
hvað að baki liggur. Við hittumst á
fimmtudagskvöldum og mér finnst
ég koma út betri manneskja, með já-
kvæðari afstööu til lífsins og hef þar
af leiðandi betri áhrif á mína nán-
ustu. Við hjónin förum mikið út,
forðumst að vísu skemmtistaði en
líður vel í glaum og gleði og höfum
ánægju af því að skála bara í gosi.
Núna verðum við ekki lengur vör
við fordóma og ég er á þeirri skoðun
að menn, sem standa að samtökum
drykkjumanna, eigi heiður skilið
fyrir framtakið. 011 viðhorf eru
miklu jákvæðari og ef ekki er hægt
að líta upp til manna sem hafa barist
gegn drykkjusýki og unnið orrust-
una — hverra á þá að líta upp til?
Þetta er æðislegt átak.
Ég er ekki viss um að ég vildi hafa
farið á mis við þá reynslu að kynnast
þessum málefnum, því bara félags-
skapurinn er mannbætandi. Þegar
Hákon fór í meðferð var hringt í mig
frá SÁÁ og mér boðið að fara á fjöl-
skyldunámskeið. Því sé ég ekki eftir
því það er nauðsynlegt að makinn
fylgist með og geri eitthvað í sínum
málum líka. Annars er hætta á því
að úr verði hjónaskilnaður því fólkið
vex hvort frá öðru. En því er ekki að
leyna að þetta er lífstíðarverkefni
fyrir báða aðila.
60 Vikan 21. tbl.