Vikan


Vikan - 03.06.1982, Page 25

Vikan - 03.06.1982, Page 25
 EINFÖLD RÁÐ Áfengi er síþreyttum og streittum einstaklingum hættulegt. Áfengiö slævir líkams- og heilastarfsemina og getur gefiö falska vellíöunartilfinningu sem fljótlega getur snúist upp í and- hverfu sína. Auövelt er aö ánetjast áfengi þegar þannig er ástatt. Áhrif koffíns eru sömuleiöis óæskileg. Kaffi og te örvar líkamann um stundarsakir en áhrifin fjara fljótt út. Margt fólk hefur vanið sig á aö drekka bolla eftir , bolla af kaffi eöa tei, daginn út og inn. Afleiðingarnar veröa þær aö hinir sömu veröa spenntir og hvumpnir þeg- ar líöur á daginn. Bæði áfengi og t koffíndrykki ætti því aö nota í hófi til þess aö auka vellíðan en ekki sem lækningu viö þreytu og streitu. I stuttu máli má segja aö ráö viö þreytu sé aö gera sér grein fyrir af hverju hún stafar, taka henni sem eðli- legri tilfinningu aö afloknum erfiöum degi, en annars reyna aö grafast fyrir um orsakirnar og reyna aö uppræta þær. Einföld ráö reynast oft best. Heitt baö, volgt rúm og flóuð mjólk gerir kraftaverk. En mikilvægast er aö reyna aö draga úr spennunni og hraö- anum á lífshlaupinu og njóta tilverunn- ar. 22. tbl. Vikan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.