Vikan


Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 20

Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 20
meö vatni. Takið hjólin af í haust og hreinsiö þau vandlega. Vélaraflið Hafi áhugamaöurinn ákveöiö að kaupa vélknúna sláttuvél ætti fyrst aö velta fyrir sér kostum og göllum þess að nota þær rafknúnu eöa þær bensínknúnu. Rafmagns- sláttuvélar þurfa ístungu einhvers staðar í grenndinni, snúrurnar, sem yfirleitt þarf að borga auka- lega fyrir, eru um eða yfir 20 metra langar. Þeir sem nota raf- magnsvél þurfa aö hafa vakandi auga með snúrunni, ella er hætta á að hnífarnir skeri hana í sundur þegar vélin er dregin aftur á bak. Eins og áöur segir heggur vél- knúna sláttuvélin grasið í sundur. Sama gildir um margt annaö sem verður í vegi fyrir henni. Af þeim sökum ber undantekningarlaust að nota þétta skó við sláttinn. Gætið þess að koma ekki nálægt vélinni með tær eða fingur á meðan hún erígangi! Sérstaklega er varhugavert að nálgast rafmagnssláttuvél eftir að slökkt hefur verið á henni. Kannanir leiddu í ljós að hnífarnir á slíkum vélum gengu áfram í 6 til 67 sekúndur eftir að slökkt var á rafmagninu. Reyndar hafa flestar rafmagnssláttuvélar ein- hvers konar búnað á vélarhlífinni, sem sýnir hvort hnífurinn snýst eður ei. En samt sem áður telja sérfróðir menn rétt að meta það til vankanta, ef hnífurinn gengur lengur en 25 sekúndur eftir að slökkt er. Gangi hnífurinn lengur en eina mínútu telst það alvar- legur galli. Hvað snertir öryggiskröfur um rafbúnaðinn höfum við haldið viðtekinni venju, í þessari umfjöllun verður einungis sagt frá þeim vélum sem fengiö hafa samþykki Rafmagnseftirlits ríkisins eða í það minnsta verið lagðar fyrir það til skoðunar. Afköst rafmagnsvélanna við grassláttinn fara eftir sláttu- breiddinni. Því breiðari þeim mun meiri afköst í hverri ferð, og samt eru þær afkastameiri alls ekki endilega dýrari! Raunar ráða fæstar rafmagnsvélar við gras sem er hærra en 15 sentímetrar. En eins og áður segir höggva þær grasið en skera ekki og veröur sláttan talsvert ójöfn af þeim sökum. Það er enginn barnaleikur að slá grasflötina. Af öryggisá- stæðum einum ætti enginn yngri en 16 ára að fá að slá með vél- knúinni sláttuvél. Fullorðnir ættu að hafa eftirtaldar reglur í huga: — Lesið vandlega allar leið- beiningar, sérlega allt varðandi öryggisábendingar. — Berið sterka, þétta skó við sláttinn. — Fjarlægið grjót og aðra harða hluti úr grasinu áður en slegið er. — Sláið aldrei án öryggis- hlífar ef grassöfnunarpoki er ekki áfestur. — Akið vélinni aldrei yfir rafsnúruna. Takið snúruna úr sambandi áður en vélin er hreinsuð eða yfir- farin á annan hátt. Bensínsláttuvélar eru verulega dýrari í innkaupi og rekstri en raf- magnsvélar og ættu því að koma til greina þar sem grasflötin er verulega stór og engin tök á raf- tengingum. Snúran er engin hindrun en aftur á móti eru bensínvélar mun þyngri en raf- magnsvélar, yfirleitt helmingi þyngri. Mengunarvaldar Bensínvélarnar eru frá- brugðnar handsláttu- og raf- magnsvélum að því er snertir mengun. Útblástur og hávaði trufla umhverfiö (og nágrannana) og valda jafnvel skemmdum. I könnunum hefur komið í ljós að heilsuspillandi kolsýringur frá Þessi tafla var dregin saman úr norrœnum og vestur þgskum negt- endablöðum. Valdar voru þœr sláttuvélar sem mest líkjast þeim gerðum sömu vörumerkja sem fást hérlendis. Prófanir á vegum negt- endasamtaka miðast oftast nœr við sömu alþjóðlegu staðlana en samt skal gerður sá fyrirvari að ekki ber að skilja dálkana sem algjörlega sambœrilega. vélum sem prófaðar voru er innan hættumarka. Hins vegar er magniö misjafnt og það jafnvel frá vélum af sömu tegund (frá- gangur misþéttur og mismunandi stillingar blöndunga). Velflestar sláttuvélarnar sem vestur-þýska tímaritiö Test prófaði fyrir nokkrum vikum (21 bensínvél) hefðu farið yfir leyfileg hávaðamörk, þau sem taka gildi 1. október 1983 þar í landi. Frá þeim degi mega sláttuvélar ekki valda meiri hávaða en sem svarar 68 desíbelum (dB) en 18 af sláttu- vélunum fóru yfir þau mörk. Hér- lendis hafa ekki verið settar neinar reglur um hávaðamengun. Almennu öryggi bensínsláttu- véla hefur fariö fram á undanförn- um árum, staðhæfir tímaritið Test. Fyrir fjórum árum stóðust 17 af 24 vélagerðum ekki steinkastspróf, það er að segja hlífin hélt ekki nægilega vel þegar steinn var látinn kastast af hnífunum í hana. I vor stóðust allar vélar prófið, fyrir utan eina sem heitir Flymo DXL. Bensínvélarnar ógna ekki þeim sem nota þær neitt í líkingu við rafmagnssláttuvélarnar að því er snertir lausagang eftir að slökkt er á mótornum. Bensínvélahnífar snúast aðeins tvær til sex sekúndur eftir að drepið er á þeim. Samt sem áður er margt sem bæta þarf á bensínsláttuvélum. Til Vörumerki Black & Decker H 1 Flymo GL Flymo GLE Ginge RM 48 HB Golf- Gutbrod 135 B Golf- Gutbrod HB 45 Major 46SRO Stiga Tornado TB 300 Helstu mál þynd með/án gras- safnara, kg m/7,0 án/13,5 m/9,0 án/27,0 m/24 m/32,5 án/21,7 án/30 sláttubreidd, cm 28,0 46,5 35 47 45 45 45,5 49,5 sláttuhœö, cm 3,5/4,5 1,3/4,4 2,5/5 2,5/4,2 2,5/6 2/7,5 1,7/5,6 3, ,>i 6,9 hávaði, án grassafnara 68 dB(A) of hávœr 69 dB(A) 84 dB(A) 73 dB(A) m/69 dB(A) 84 dB(A) 91 dB(A) hœðarstillingar 3 3 4 3 4 4 vélargerð rafmótor 2-gengis rafmótor 4-qengis 4-gengis 4-qenqis 4-genqis 4-qenqis vélarafl 3,5 hö. 3,5 hö. 2,0 kW 2,0 kW 3,5 hö. 3,5 hö. Aksturseiginleikar á sléttum velli á ójöfnum velli í halla l við- í unandi ( við- í unandi við- unandi mjög léleg við- unandi ) óvið- ■■ J unandi 1 góð j við- unandi við- unandi léleg mjög góð mjög góð við- unandi meðhöndlun öll: við- unandi við- unandi léleg óvið- unandi góð léleg við- unandi stilla sláttuhœð við- unandi léleg við- unandi við- unandi við- unandi góð við- unandi við- unandi uppsetning grassaftiara léleg góð við- unandi léleg öryggi vörn fyrir fœtur vörn fyrir hendur vörn við steinkasti | léleg léleg léleg ( mjög j gðð ( mjög j góð léleg léleg léleg viðunandi viðunandi afar léleg sláttur án grassafnara við- unandi góð góð góð við- unandi góð góð góð 20 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.