Vikan


Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 31

Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 31
Plakatið — Sjáöu til, þaö heföi veriö hægt aö búa til ákveðinn fatastíl, ákveöiö skoö- anakerfi og ákveöna músík sem síðan heföi verið haldiö aö fólki. Þaö höfum viö aldrei reynt aö gera heldur veriö við sjálfir. Stefán: Vissulega höfum viö ákveöna ímynd. Viö erum taldir rudd- ar, ljótir, andfélagslega sinnaðir og svo framvegis. Steinþór segist halda aö fólk telji Fræbbblana ennþá meira eöa minna ófæra um aö spila á hljóöfæri sín. — Fólk virðist taka margt af því sem við segjum og gerum sem persónulega móögun viö sig. Margir koma til okkar á skemmtistööum og annars staöar og eru aö nöldra og röfla út í okkur. Textar — Hvaömeötextana? Valgarður: Jú, viö birtum textana núna á textablaði til aö ekki veröi hægt að mistúlka og segja rangt frá eins og komið hefur fyrir. Textarnir eru núna kannski langsóttari en áöur, ekki eins hreint sagt út hver meiningin er. — Pólitík í textum? — Þaö er eitthvaö fyrir alla. Þaö hallar ekki á. — Hvaö meö texta eins og Friöur á jörö? Hann brýtur mjög í bága viö alla friðarbaráttuna nú á tímum. Valgaröur: Maöur er orðinn þreytt- ur á bjartsýna liðinu sem ætlar aö breyta heiminum meö góövild. Þaö hefur löngu sýnt sig aö þaö gengur ekki. Textinn f jallar um aö lausnirnar sem nú eru á dagskrá séu ekki raun- hæfar. Annars varö textinn til á undarlegan hátt, rétt fyrir upptökurnar. Eg hafði veriö aö reyna aö semja texta viö ýmis lög og lítið gekk, og svo þegar ég er aö sofna um kvöldið kemur þessi texti allt í einu af sjálfu sér. Annar texti varö líka til á þennan hátt, þaö er Rebellion of the dwarfs. — Þaö er áberandi hjá ykkur andúð á hippum. — Hippar eru óraunsæir. Þeir loka augunum fyrir því hvernig fólk er. Fólk er ekki gott en þeir taka það sem gefiö aö fólk sé gott. Annars er hipp- isminn arfgengur, eins og pólitík, gengu í sömu f jölskyldunum. Góöar hugmyndir og fallegar hug- sjónir hafa tilhneigingu til aö fara ákveöna leið. Það myndast félagsskap- ur utan um þær en sá félagsskapur breytist smátt og smátt í verkfæri í höndum örfárra manna. Líka er til- hneiging, til dæmis hjá vinstri mönn- um, aö útiloka alla sem ekki eru sam- mála, menn gerast fanatískir. — Hvar standið þiö í stjórnmálum? Eruð þiö anarkistar? — Það væri kannski hægt aö kalla okkur anarkista ef ekki væri búiö aö koma óoröi á hugtakiö. Annars eru flestar stjórnmálahugmyndir mjög fallegar en allt annað mál er hvernig framkvæmdin tekst. Þaö er til dæmis stutt á milli anarkistahugsjónarinnar og frjálshyggjunnar, eöa kommún- isma og anarkisma, en í framkvæmd eru þetta gjörólíkir hlutir. Steinþór segist vera anti-sósíal, yfir- leitt hafa lítiö álit á homo sapiens. — I framhaldi af þessu, þiö gagnrýn- iö margt sem aflaga fer, en teljiö þiö ekki að þiö berið nokkra ábyrgö, til dæmis á því aö hleypa af staö pönkinu hér á landi? — Viö berum ekki ábyrgö nema aö því leyti aö viö skemmtum okkur viö aö spila músík, reynum líka aö skemmta fólki, og ef fólk vill leggja einhverja félagslega ábyrgö á heröar okkur er það þess mál. Viö erum ekki pólitískt áróöurstæki, eingöngu popp- hljómsveit. Nóg um pólitík. Mannaha/d — Hvaðummannahaldiö? — Tryggvi hætti vegna þess að sívaxandi íþróttaáhugi hans kom í veg fyrir aö hann gæti sinnt tónlistinni sem skyldi. Þaö var ekki af leiða eins og sést hefur á prenti. — Hjörtur, hvernig stendur á því aö einn af gamlingjunum í poppinu geng- ur til liös viö sjálfa Fræbbblana. Þú ert búinn aö vera lengi í poppinu, ekki satt? — Jú, ég hef 10 ára reynslu. Valgaröur: Við eigum nokkrar góöar myndiraf honum... Hjörtur: Já, þetta var bölvuð fjár- kúgun. Nei, ég kom ekki inn fyrr en alveg nýlega. Eg spilaði meö þeim í nokkrum lögum á plötunni og síðar komu drengirnir og báöu migaö spila á hljómborö þegar henni yröi fylgt eftir. Otsetningarnar á lögunum krefjast þess því þaö er mikið notaö af hljóm- borðum á plötunni. — Hvemig kemur þetta inn í feril þinn sem popphljómlistarmaöur? — Eg er eiginlega fyrst og fremst jassrokkari. Eg vissi bara ekki fyrr en ég var kominn í Fræbbblana. Þetta er ágætis flipp, ég er búinn aö vera í al- varlegu pælingunum allt of lengi. Seinna ætlar Hjörtur sér aö breyta Fræbbblunum í jassrokkband, smátt og smátt. Mjög líklega mun þaö ganga illa. Músíkin En Fræbbblarnir hafa tekið breyt- ingum. Þeir eru orönir mun poppaöri en áður. Hefur sú þróun oröiö fyrir ákveöna ákvöröun eöa af sjálfu sér? — Algjörlega af sjálfu sér. Eru Fræbbblarnir kannski aö svíkja málstaðinn? — Hvaöa málstað? Einhvern pönk- málstaö? Stebbi lýsir því yfir aö pönk sé ekki lengur pönk heldur heavy- metal. — Þaö eru til þrjár tegundir af heavy-metal í heiminum, allar ákaf- lega leiðinlegar. Þaö er nýja pönkið, gamla heavy-metaliö, spilaö af nýjum böndum, og svo ameríska tegundin af heavy-metal, svona soft heavy-metal. Valgaröur: I gamla pönkinu, sem Clash og Crass spiluöu, voru tvö ele- ment, annars vegar mjög melódísk lög og hins vegar grófleikinn og rudda- skapurinn. Það má segja aö úr þessari blöndu höfum viö tekið þaö lífvænlega, melódíuna, en margar aðrar hljóm- sveitir, sem nú spila svokallaö pönk, byggja eingöngu á ruddaskapnum og einhverri ímynd sem þær reyna aö byggja upp. — Viö höfum reynt aö þróa hljóm- leikaprógramm okkar meö því aö byggja upp syrpur úr nokkrum lögum. Þetta er gert til aö halda uppi stans- lausu fjöri, viö reynum aö foröast aö sýna áhorfendum þá óviröingu aö stoppa í 5 mín. á milli laga. — Nú hafiö þiö njög sérstakan stíl. Hvernig hefur hann orðið til? Steinþór: Hvaö mér viökemur byrj- aöi maöur á því aö stæla ákveðnar plötur, sem tókst ekki, en þá fór maður aö búa til sinn eigin stíl. Valgarður: Ramones voru áhrifa- valdurinn í upphafi, viö spiluöum ein- falt þriggja gripa rokk. Eftir aö Assi (gítarleikari í nokkurn tíma) kom meö, og einnig þegar Þorsteinn (fyrr- um bassaleikari) fór aö kenna okkur tónfræöi og slíkt, fórum viö aö byggja upp flóknari útsetningar. — Nú hefur söngurinn hjá Valla veriö mikilvægur hluti af Fræbbbla- sándinu. Valgarður: Eg hef ekkert vit á söng. Allir textarnir eru samdir eöa lagaöir til af mér til aö ég geti sungið þá, ég syng aðeins á vissan hátt. Á nýju plöt- unni eru mjúkar bakraddir mikið not- aðar til aö gefa mótvægi viö minn söng og bæta hann upp. Nei, ég hef engar fyrirmyndir í söng. — Hvað meö íslenska rokktónlist? Er hægt aö tala um íslenskt sánd í rokki? — Islenski hljómurinn er mjög dreifður. Þaö er hver í sínu horni, meö eigin hljóm og stíl. Allir reyna aö skapa sína sjálfstæöu músík. MóraH tJt frá þessu spinnast umræöur um samstarfsandann í poppheiminum. — Þaö var gott samstarf þegar viö byrjuðum. Þegar á leiö varö mórallinn verri og menn fóru aö baktala hver annan. Nú er mikiö talaö um aö reyna aö bæta móralinn og viö vonum aö þaö takist. Hvaö varöar Fræbbblana þá gerðist það aö öllum þótti sjálfsagt og nauösynlegt aö tala illa um Fræbbbl- ana, nærri alveg frá upphafi. Þetta leiddi náttúrlega af sér aö viö reyndum aö bíta frá okkur á móti. — Ýmsir blaðamenn stunda þaö aö birta fréttir án þess aö hafa samband viö þá sem skrifað er um. Þetta er ekki gott. Ýmsir poppskríbentar eru orðnir leiöir á því aö fara kringum hlutina en eru farnir aö gefa fólki inn í pilluformi hvaö því á aö finnast. Þetta má til dæmis sjá ef Æskan er lesin. Þar hæfir tönn kjafti. Það er nefnilega þaö. Þessi poppskrí- bent spyr þá Fræbbblana aö lokum hvaö sé framundan. — Viö ætlum aö sjálfsögöu aö spila í sumar á hljómleikum. Hvaö varðar tónlistarþróun ætlum viö aö reyna aö nota möguleika stúdíósins meira. Hljómsveitin Skids hefur meö plötu sinni, Joy, gripiö hugi okkar og þaö er aldrei aö vita hvernig tónlistin þróast. Þó verður varla um kúvendingu aö ræöa. — Af hverju eru Fræbbblarnir ennþá til? — Vinna og aftur vinna. Þrjóska. — Haft eitthvaö upp úr þessu? — Ánægju og skuldir. Þetta tekur allan manns frítíma og er kannski svo- lítið bindandi. En mjög gaman. P.S. Eftir viötaliö hringdi Steinþór í mig og sagöi mér eftirfarandi Hafnar- fjaröarbrandara: Hafnfiröingur réöst á Steinþór, sem var vel slompaöur, í miðbænum. Eftir að hafa lamið Stein- þór í götuna baröi hann á honum liggj- andi lengi vel. Allt í einu heyrist í lög- reglusírenum. Hafnfiröingurinn segir þá þar sem hann stendur yfir Stein- þóri: — Slepptu mér, slepptu mér, löggan er aö koma! Fræbbblamir: Poppþéttar melódíur í rokkþéttu samhengi/I kjölfar komandi kynslóöa/Fræbbblarnir munu landiö erfa. tJtgefandi: Fálkinn. Meö þessari nýju plötu sinni hafa Fræbbblarnir endanlega skapaö sinn eigin, sérstæöa stíl. Sá stíll hefur veriö í mótun allt frá fyrstu plötunni, þeirri litlu hvítu. Þessi plata, meö nöfnin þrjú, kemur þó sjálfsagt mörgum á óvart. I fyrsta lagi er platan full af léttum og skemmtilegum lögum, meö þægilegum melódíum, sem þó eru krydduð meö kraftmiklum rokkhljómi víöast hvar. I ööru lagi hafa þeir tekiö í notkun hljómborö. Þetta meö melódí- urnar hefur lengi veriö einkenni Fræbbblanna en ég reikna meö aö fáir hafi tekið eftir því, veriö of önnum kafnir viö aö stimpla Fræbbblana sem lélega pönkhljómsveit. I þriöja lagi tekur Valgaröur sér stööu sem sérstæöur söngvari sem þrátt fyrir lítið raddsviö, eöa rödd í venjulegum skilningi, kemur því mjög vel til skila sem þarf aö koma til skila. Án þessarar raddar væru Fræbbblarn- ir ekki þaö sem þeir eru. Fræbbblarnir eru nefnilega skemmtileg og góö popphljómsveit. Textarnir eru eins og venjulega fullir af skotum á allt og alla. Þeir koma nú meö á textablaði, sem er mikill kostur. Þaö er Valgarður sem á heiöurinn af þeim en í flestum tilfellum viröist sem Steinþór eigi upphaflegar hugmyndir aölögum. Erfitt er aö taka einstök lög út úr góöri heild. Þó finnst mér þúsund ár einna sterkasta lagiö. Þegar hljómsveit finnur þannig sinn eigin hljóm og gerir þaö sem hún ætlar sér aö gera er erfitt aö finna punkta til aö gagnrýna. Þaö er helst aö maöur sakni lags sem slægi í gegn í óskalaga- þáttum. Z4. tbl. Vikan Jl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.