Vikan


Vikan - 17.06.1982, Side 41

Vikan - 17.06.1982, Side 41
Framhaldssaga ina. Þaö ber aö þakka slíka vin- semd.” Hún gaf til kynna með virðulegu fasi aö hún væri búin aö tala nóg um þetta efni og vissi ekki hvílíkar upplýsingar hún haföi nú gefið okkur. Hún reis á fætur. „Þaö er gaman að sitja hérna hjá ykkur en nú verö ég því miður aö fara.” Hún tók hanskana sína og kvöld- blaðið og stakk hvoru tveggja í veskið sitt. „Og hugsið ykkur bara þetta meö aumingja Alison! Hver skyldi hafa gert þetta? ” Ég horfði í laumi á William. „Gert hvað?” spurði hann hvasst. Ungfrú Caroline horföi stóreygð á okkur. „Hafið þið virkilega ekki heyrt það? Þetta var sem sé ekki slys. Einhver hafði eyðilagt stýrið íbílnum hennar.” pKKERT OKKAR ■*-* mælti orð af vörum þegar við settumst inn í bílinn og ókum af staö aftur heim til Waynewater. Vegurinn hlykkjaö- ist framundan okkur, virtist óendanlegur í myrkrinu. Ljósið úr mælaborðinu kastaöi skuggum á steinrunnið andlit Williams. Ég heyrði að Susan snökti svo lítið bar á í aftursætinu. Dauði Alison haföi þá ekki verið slys. Einhver haföi af yfirlögðu ráði rutt henni úr vegi. En hver....? Ekki William, hugsaði ég í ör- væntingu minni. Hann gæti ekki gert svona nokkuð. Eða gat hann það kannski...? Mér var ískalt og ég dró kápuna þéttar að mér í leit að öryggi og hlýju. Einhver hafði eyðilagt eitthvað í bíl Alison. En William gat ekki haft nokkra ástæðu til þess að gera slíkt. Ali- son haföi komið til Waynewater rétt fyrir hádegi. Eftir það höföum við borðað og hann hafði hitt hana um klukkan hálfþrjú. Hvað hafði hún gert í millitíöinni? Hafði hún hitt einhvern annan? Hafði hún hitt morðingja sinn? Það fór hrollur um mig og ég gat ekki hætt að skjálfa. William rétti út höndina og lagöi hana róar.di á mína. Ég ætlaði ósjálfrátt að draga að mér höndina og það var líkast því sem William vissi það því að hann tók fastar utan um hana. Ur aftursætinu heyrði ég Susan segja veikróma: „Ég skil þetta bara ekki. Hver getur gert svona nokkuð... ? ” Röddin dó út og við svöruðum henni ekki. Þögnin var algjör. Bíl- ljósin féllu á héra sem hlupu í dauðans ofboöi yfir veginn. „Aumingjans greyin,” sagöi William og ég vissi ekki hvort hann átti við okkur eða hérana. "P RU PATTERSSON hafði haldið matnum heitum fyrir okkur. „Hr. Manville er farinn upp til sín,” sagði hún. „Eg veit ekki hvernig þetta endar ef vjö heyrum ekki fljótlega frá frú Manville.” Hún hristi höfuðið áhyggjufull á svipinn. „Eg er búin að færa honum heitt toddí. Það getur ekki gert honum illt. ” l «| Framlialil i na'sla hladi. I i FURUBORÐ FURUSÓFASETT og 4 stólar 3-1-1 kr. 4.628.-. Kr. 2.965.- allt settiö. HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI Lrunu Afhugið tilboð okkar á húsgögnum í sumarhúsið og fyrir heimilið FURUSOFASETT 3-1-1 Kr. 4.960.-. FELLI- BORÐ Kr. 2.913. FURUSKENKUR Kr. 5.298.-. FURUSOFASETT 3-1-1 kr. 5.840.-. 3-2-1 kr. 6.520.-. FURUSOFASETT 3-1-1 Kr. 5.380.-. Sófaborð kr. 1.392.-. Hornborð kr. 893.-. 24. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.