Vikan


Vikan - 17.06.1982, Síða 44

Vikan - 17.06.1982, Síða 44
Fríða Björnsdóttir skrifar smellir af mim ■ *• - wmm 11 W JI * að er svo sannarlega ekki eintómur leikur og skemmtan aö hafa dýr á heimilum. Oft heyrist fullorðna fólkið segja að börnin langi svo mikið í dýr — það sé svo þroskandi að börn alist upp með dýrum — og áður en við er litið er komið dýr á heimilið. Það líður þó venjulega ekki á löngu þar til öll- um verður ljóst að vinnan við að hugsa um dýriö lendir á fullorðna fólkinu og börnin endast yfirleitt ekki lengi til að annast það. Hundum hefur fjölgað mikið í þéttbýli undanfarin ár og þurfa þeir jafnvel enn meiri umönnun og umhyggju en mörg önnur heim- ilisdýr. Þaö er til dæmis ekki hægt aö opna dyrnar og hleypa hund- inum út, eins og gert er við köttinn, og bíöa svo þangað til hann skilar sér seint og um síðir. í þéttbýli þarf hundurinn manninn með sér en einmitt það getur verið einstaklega skemmtilegt. Fólk hefur mikinn félagsskap af. hundinum. Þegar hundurinn kemur fyrst inn á heimilið þarf að ýmsu að huga. Þaö sannast um hann að lengi býr að fyrstu gerð. Ef rangt er að farið í uppeldinu í byrjun getur sambúðin orðið erf- iö þegar fram í sækir. Guðrún Guðjohnsen, formaður Hunda- ræktarfélags Islands og mikill áhugamaður um ræktun íslenska hundsins, var fús að segja okkur hvernig ætti að taka á móti litlum hvolpi sem kemur inn á nýtt heimili, en áður en hún byrjaði þá lýsingu sagði hún: Erum við tilbúin til að fá hund? „Það er ýmislegt sem fólk þarf að hugleiða áður en hundurinn er fenginn. Á að fá hund á heimilið? Er tími til að sinna hundinum og aðstaða til þess að bæta við nýjum fjölskyldumeðlim? Er vilji hjá allri fjölskyldunni, sérstaklega pabba og mömmu, að bæta á sig 12—15 ára vinnu og umhyggju fyrir hundi. Já, og í sumum til- fellum getur þetta jafnvel orðið 19—20 ára vinna. Og það er fleira: Hundar fara úr hárum tvisvar á ári og hundar sem eru á heimilum — í hlýjum húsakynnum — fella meira og minna háriö allt árið. Þeir verða stundum veikir, fá til dæmis í magann — niöurgang og uppköst — eins og gengur og þá gerast slys innan dyra, af því að við vorum ekki nógu fljót að skynja líðan hundsins. Hvað með sumar- fríin? Ekki er alltaf hægt að taka hundinn meö sér í frí. Þessi og mörg önnur atriði þarf að íhuga vel áður en farið er út í að fá sér hund.” „Hvenær má taka hvolp frá móðurinni og hvað á að gera þegar hann kemur fyrst i sitt nýja heim- kynni?" „Hvolpinn má alls ekki taka frá móðurinni fyrr en hann er oröinn átta vikna. Oft lætur fólk hvolpa í burtu fyrr og segir þá gjarnan að þeir séu famir að éta sjálfir og sé ekkert að vanbúnaði. En hvolp- urinn þarf að læra fleira en að nærast sjálfur og það lærir hann einmitt af því að vera með móður sinni og systkinum sem lengst og ekki skemur en þessar átta vikur. Þegar komið er heim með nýj- an hvolp er mikilvægt aö gera það á þeim tíma sem fólk getur sinnt honum. Það á að velja tímann með tilliti til þess að heimilis- fólkið, það er að segja þeir full- orðnu, geti sinnt hvolpinum. 44 Vlkan 24. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.