Vikan


Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 50

Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar Unghænur (að hætti Ingu) 3 fremur litlar unghænur 1 stór laukur með tveim negulnöglum í 3—4 stórar gulrætur steinselja, thymian, láviðarlauf og fleira krydd úr skápnum, að smekk Tilreiðsla: Setjiö allt kryddið í grisju og bindiö fyrir. Sjóöið um 2 lítra af söltuöu vatni (eða 1 lítra af vatni og 1 hvítvínsflösku). Bútið unghænurnar niður og sjóðið þær í 2 klukkustundir. Sósan: 1 lítri af soðinu af unghænunum 11/2 dós af sveppum 6—7 matskeiðar hveiti 50 grömm smjör 3 eggjarauður 1/2 desilítri af rjóma Tilreiðsla: Búiö til smjörbollu úr hveitinu og smjörinu. Fleytið feitina af soöinu og jafnið soðinu og sveppa- vökvanum saman við smjörbolluna. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Hræriö hluta af sósunni saman við eggjarauðurnar og þeyttan rjómann. Þeytið síðan allt saman. Berið unghænurnar fram ásamt snittubrauði, soðnum hrísgrjónum og hrásalati. Spergill með osti 600 g spergill salt og sykur eftir smekk 400 g smjör eöa smjörlíki 11/2 kúfuð msk. hveiti 11/2 kúfuð msk. hveitiklíð 1 dl mjólk hvítur pipar múskat tvö lítil egg ldl rjómi 50 g rifinnostur 2 sneiðar soðin skinka Þerrið spergilinn og skerið hann í 10 sm langa bita. Bræðið smjörlíkið í potti, hellið hveiti og hveitiklíði saman við. Hrærið og vætið með mjólkinni þar til deigið er samfellt og losar sig frá pottinum. Látið kólna dálitla stund. Bætiö í græn- meti, rjóma og rifnum ostinum. Að lokum er stífþeytt eggjahvítan sett varlega saman við. Þriðji partur af deiginu er settur í fremur grunnt, eldfast form. Sperglinum er raðað á og afgangur- inn af deiginu settur þar yfir. Bakað ca 40 mín.við 200° C. Skreytt með skinku-spergilrúllum eða með vel steiktum skinkuræm- um. Sunnudagur í sveitinni 1 kílódós spergill salt og sykur eftir smekk 100—150 g ný súrublöð (til dæmis hundasúra) 1 sjalottlaukur 25 g smjör rúmlega 1/2 dl rjómi hvítur pipar tvö stór egg 1 hvítlauksrif 125 g rækjur (eða krabbi), helst ekki úr dós lcl koníak Þerrið spergilinn. Þvoið hundasúrurnar, þerrið þær og hakkið. Bræðið helminginn af smjörlíkinu í potti og kraumið fínskorinn sjalottlaukinn þar í. Blandið súrunum vel saman við. Látið rjómann út í og hræriö stöðugt í 10 mínútur eða þar til hræran verður þykk. Saltið og piprið. Sjóðið eggin í fjórar mínútur. Brytjið hvítlaukinn. Brúnið hann í afganginum af smjörlíkinu og veiðið hann síðan upp úr. Kraumið rækjuna (eða krabbann) í 3—4 mínútur — ekki brúna. Kveikið í koníakinu og hellið yfir. Raðið sperglinum á fat. Hellið rækju- (krabba) hrærunni yfir. Hellið súruhrærunni til hliðar og skreytið með sneiddum eggjum. Þrjár sósur á soðinn spergil 1. Sherry Vinaigrette 6 msk. þurrt sérrí 2 — rauðvínsedik 4 — matarolía 1 stk. sjalottlaukur 1 msk. hökkuð pétursselja og kerfill Öllu blandað saman, bragðbætt eftir smekk með pipar, salti og sykri. 2. Jurta-kremsósa 1 msk. salatmajónes 11/2 dl jógúrt (hrein) 1/2 fínhakkað epli 2 msk. hökkuð pétursselja og kerfill 2 tsk. sítrónusafi Öllu blandað saman, bragðbætt eftir smekk með pipar, salti og sykri. 3. Pólsk sósa 1 harðsoðið egg 50 g smjör 4 msk. brauðrasp 1 msk. hökkuð pétursselja skvetta af sítrónusafa Hakkið eggjahvítuna og brauðraspið í smjörinu. Blandið þessu saman ásamt péturs- selju og sítrónusafa. Bragðbætið með salti og pipar. Með þessum sósum er gott að hafa skinku, nýbakað snittubrauö og þurrt hvítvín. 50 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.