Vikan


Vikan - 28.10.1982, Page 5

Vikan - 28.10.1982, Page 5
Nú nýverið var tekið í notkun glæsilegt húsnæði á götuhæð Suðurlands- brautar 2, Hótel Esju. Þar eru til húsa þjónustufyrir- tæki og verslanir, þar á meðal snyrtistofan Sól og snyrting og hárgreiðslu- stofan Hjá Dúdda og Matta. — Þessar stofur vinna undir kjörorðinu „Aðlaðandi er fólkið ánægt" og er þar bæði átt við kvenfólk og karlmenn. Húsnæðið er allt hið glæsi- legasta, eins og sést á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í snyrtistofunni Sól og snyrting. öll aðstaða þar er til mikillar fyrir- myndar og veitir snyrti- stofan alla nauðsynlega þjónustu, ásamt því að vera með sólarlampa og sturtur fyrir þá sem vilja halda við brúna litnum yfir vetrar- tímann. Það eru snyrtisérfræð- ingarnir Erla Gunnarsdóttir og Ólöf Wessman sem reka snyrtistofuna og halda þær reglulega námskeið þar sem kennd er öll meðferð húðarinnar og snyrting. Þær snyrtu Heiðdísi Þor- bjarnardóttur fyrir VIKUNA og sýna hér þá litasamsetn- ingu sem á eftir að verða mjög vinsæl í vetur. Hár- greiðslan er unnin Hjá Dúdda og Matta og er stutta línan þar í algleym- ingi. Snyrtivörurnar sem eru notaðar eru frá enska fyrir- tækinu Boots og fást á snyrtistofunni. Höfuð- áhersla er lögð á silfur- grátt, brúnt og svart og augnumgjörðin gerð áber- andi. Kinnalitur er bleikur, varaliturinn rauðbleikur og naglalakkið rauðbleikt í stíl. Hárið er klippt í styttur, mjög stutt ofan á hvirflin- um, en hnakkahárin höfð síðari. Settar voru strípur fremst í toppinn. Hárið var síðan þurrkað og lagað til með „jellí" sem hægt er að kaupa á hárgreiðslustof- unni. Blússan og slaufan eru frá Hjá Báru. 43. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.