Vikan


Vikan - 28.10.1982, Page 6

Vikan - 28.10.1982, Page 6
Vinnupláss á heimilinu /* Margir þurfa að vinna heima hjá sér og skiptir þá miklu að sú vinna geti farið fram við góðar aðstæður. Sumir hafa ráð á einka-vinnu- eða skrif- stofuherbergi í híbýlum sínum. Áður var vinsælt að kalla slík herbergi húsbóndaherbergi rétt eins og húsbóndinn væri sá eini i fjölskyldunni sem hugsanlega þyrfti að vinna í ró og næði. Nú er það svo á mörgum heimilum að flestir ef ekki allir fjölskyldumeðlimir eru í vinnu og eða skóla og þá verður heimilið ekki einungis hvíldar- staður heldur og vinnustaður. Allir þurfa að hafa eitthvert af- drep fyrír bækur snar, blöð, rít- vélar, reiknivélar og saumavél- ar. Börnin hafa oftast sérher- bergi þar sem þau hafa sitt dót, en foreldrarnir deila svefnher- bergi og þurfa því oft að hola sér og sínu hafurtaski hér og þar í ibúðinni. Skrifborð í horn- inu á stofunni er algengasta lausnin. En stofan er oft óheppilegur vinnustaður, þar sem fólk er að tala saman, hlusta á útvarp, plötur eða horfa á sjónvarp. Þegar fleiri en einn eru búnir að koma sér fyrir í stofunni með skrifborð og fleira tilheyrandi hættir stofan fljótlega að líta út eins og stofa. Á meðfylgjandi myndum sjáum við nokkrar snjallar lausnir á þessu máli. Ef þið eruð svo heppin að á heimilinu er skápur sem litt eða ekkert er notaður má hreinlega breyta skápnum í skrifstofu með borðplötu, hillum og skúffum. í verslunum hérlendis fást margs konar plast- og pappaskúffur og möppur, hentug- ar til þessa brúks. I - - -.................................................................. 6 Vikan 43* tbl. i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.