Vikan


Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 22

Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 22
skyndilega aö þeir ætluðu aö stökkva á hana. Hún ætlaði inn í eldhúsið, var komin hálfa leið þangað inn þegar Boronov skaut og hún hneig í hrúgu á þröskuld- inum. Boronov sagði ástríðulaust: „Settu húninn á aftur. Við verðum að bíða þangað til ekkert er til fyrirstöðu. Hringdu á sendiferða- bílinn. Fullvissaðu þig um að þeir verði með kassann. ” Duncan ók Mini-bíl Tammyar og lenti í umferöarhnút. Bræðin ólgaði í honum í umferðaröng- þveitinu sem entist alla leiðina frá London. Þá stefndi hann í gagn- stæða átt við umferöina. Hann þurfti aö spyrja til vegar í Chorley Wood. Það var nokkuð langt þangað sem Russell bjó og hann beygði tvisvar vitlaust og það tafði fyrir honum. Þegar hann fann húsið viö kyrrlátan veg, með há lárviðarlimgerði fyrir framan og steypta hliðstólpa, var hann sveittur, heitur og uppstökkur. Þegar Connie opnaði fyrir honum leist honum þegar vel á hana og gat sér til að hún væri gift Russell. Um leið og hann spurði eftir Neil Russell varð hún tortryggin og áhyggjufull. Duncan gerði sér grein fyrir því að hann var tötralegur í þessu umhverfi og fann ósjálfrátt til löngunar að vera blíður viö hana. Útkoman varð sú að hann virtist flóttalegur. Russell var farinn á skrifstof- una. Sem var hvar? spuröi hann. Þá vildi hún ekki segja fleira. Hann reyndi að telja hana á það en hún var búin að ákveða að hjálpa honum ekki. Loks sagöi hann: „Frú Russell, ef þörf krefur get ég beöið í allan dag eftir að hann komi heim. Eg ætla ekki aö gera honum mein.” , ,Hvað viltu honum þá ? ” Þetta var erfiöara. „Mig vantar upplýsingar.” „Spurðu mig. Ef til vill get ég sagtþér eitthvað.” hugsanlegt að þú þekkir Charles nokkum Corbett? ” Hún virtist undrandi. „Já. Hann ervinur okkar.” Þetta var þó alltént eitthvað. Russell hafði logið. „Kemur það honum eitthvað viö að þú þarft að finna manninn minn?” Það lá við aö hann segði henni sannleikann en lét þess í stað ein- falt „já” duga. Hún var á báðum áttum. Hún var líka búin aö gera það upp viö eikur Hann vissi að hann var á hálum ís. „Líklega er best að ég bíði. Ég verö við hliðiö ef þú skiptir um skoðun.” „Ef þú hangir þar hringi ég í lögreglu.” Hann sá aö honum yrði ekki ágengt. Hann yppti öxlum vonlaus og örvænting hans skein í gegn. „Ertu í vandræðum?” spurði hún. „Vandræðum? ÆtU það ekki, en ekki í sambandi við lögregluna. Ekki lögin. Ég þarf hjálp og maöurinn þinn getur veitt mér hana.” Hann tók áhættu. „Er © Buils ... ertu ákveðin iað láta mig lœra á fiðiu? sig að honum tækist á einhvern hátt að ná tali af NeU. Hann myndi ekki gefast upp. Hún hafði enn sínar efasemdir en sagöi: „Þú segist heita Duncan? ” „James Duncan.” „Ég er alls ekki viss um að ég sé að gera rétt en ég skal segja þér hvar skrifstofan hans er.” Þegar hann var farinn hringdi hún í manninn sinn og sagði hon- um hvað hefði gerst og hvað hún hafði gert. RusseU gramdist að Duncan hafði haft uppi á honum en lét það ekki heyrast á sér. Hann sagði henni að hann hefði aldrei heyrt James Duncans getið og gæti ekki gert sér í hugarlund hvað hann kæmi Corbett við. Hann skyldi segja henni frá því ef Dun- can kæmi. Duncan áttaði sig á tvennu þeg- ar hann var kominn í stóru skrif- stofubygginguna hjá Outlab Ltd í Victoria: Russell var yfirmaðurinn þar og hann átti ekki að fá að koma nærri honum. Hann hafði búist við að Connie hringdi til að vara mann sinn viö en hann hafði ekki búist við því aö Russell myndi sniðganga hann þegar hann væri kominn á áfangastaö. Hefði hann vitað hver skrifstofan það var hefði hann ráðist inn. En þær voru rúmlega fjögur hundruð. Hann hafði hátt og kvartaði og lét sér ekki vel líka kurteislegar und- anfærslumar sem óvelkomnir gestir fengu og loks var honum vísað inn í biðstofu þar sem glæsi- leg og dugnaðarleg kona á fimm- tugsaldri kom til hans. Hún hélt því fram aö hún væri fulltrúi Russ- ells. Hún gerði sitt besta til að sann- færa hann um að Russell væri raunverulega ekki við og að það myndi ekki bregðast að hún skil- aði hverju því sem hann vildi til hans. Hún var með minnisblokk og kúlupenna á lofti. Duncan var farinn aö verða áhyggjufullur yfir því hvað Tammy var búin að vera lengi ein. Ferðalagið og biðin höfðu tafiö hann fram yfir hádegi. Hann gæti alltaf komið aftur eða beðið seinna heima hjá Russell. Honum fannst hann sigraður þegar hann sagði: „Færðu honum skilaboð frá mér. Segðu honum að mér hafi verið boðnir sextíu þúsund dollar- ar til aö láta Corbett í friði. Spurðu hann hvort hann hafi svar við því. Hann veit hvar mig er að finna.” Einkaritarinn geröi enga at- hugasemd eða breytti um svip. Hún brosti æfðu brosi og spurði: „Er þetta allt og sumt? ” Russell kom aftur á skrifstofu sina og las skilaboðin sem búið var að vélrita. Þetta gekk ekki eins og hann hafði hugsaö sér. Það gerði það aldrei. Russell þekkti vel hvemig verslunarráö störf- uðu, hvemig þau veittu haldlítið en þó furðu traustvekjandi yfir- bragð. Fyrst Charles Corbett var núna sestur aö í París hafði Russ- ell ævinlega búist við að Charles væri við sama heygarðshomið, þó í litlum mæli væri. Þetta gat ekki verið í litlum mæh. Sextíu þúsund dollarar. Russell hafði búist við því að allt væri komið í háaloft milli Duncans og Charles Corbett þessa stund- ina. Meiri háttar fjölskyldu- sprenging sem myndi enduróma innan hennar, hrista upp í henni og eyðileggja hana. Nancy var á ystu nöf. Hann ætlaði að hrista hana lausa og ná þannig ljúfum hefndum á manni sem haföi fleygt frá sér vináttu hans og móðgað hann á stundu þegar hann þurfti á skilningi að halda. Hugsanir hans voru óskýrar; hann missti stund- um sjónar á um hvað þetta snerist en aldrei á því sem hann varð að gera. En einhver var að reyna aö halda þeim aðskildum. Duncan var enn í London. Ef til vill hefði hann átt að styrkja hann f járhags- lega svo hann kæmist til Parísar en hann var engan veginn viss um að Duncan hefði þegið það. Hann líktist föður sínum; var fullur af gervistolti. Hann las orðsending- una aftur. Corbett hlaut aö vera aö fást viö eitthvað stórt. Ef heppnin var með gat það reynst afdrifarík- ara fyrir Corbett en honum hafði 22 Vikan 43. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.