Vikan


Vikan - 28.10.1982, Page 31

Vikan - 28.10.1982, Page 31
Best sótta sýning Þjóðleikhússins a siðasta leikari: Gosatetur í Þjóðleikhúsinu Sagan af spýtustráknum Gosa er ein af þeim barnasögum sem þekktar eru um allan heim. Nú eru rétt rúm- lega hundrað ár síðan ítalski rit- höfundurinn Carlos Collodi samdi söguna. Að því tilefni tók Þjóðleik- húsið leikritið til sýningar í fyrravetur. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri gerði leikmyndina og var leikritið sýnt viö fádæma vinsældir allt siðasta leikár. Á 40 sýningar komu 18.271 áhorfandi til að gleðjast með og læra af litla spýtustráknum Gosa og var þetta best sótta sýning Þjóðleikhússins á síðasta leikári. Almenna bókafélagið ákvað þá að gefa út söguna í bókar- formi og ennfremur komu öll lögin úr leikritinu út á plötu sem Skífan gefur út. Það voru hinir þekktu listamenn Þórarinn Eldjárn Ijóðskáld og Sig- urður Rúnar Jónsson (oft kallaður Diddi fiðla) lagasmiður með fleiru sem eiga heiðurinn af tónlistinni en flytjendur eru þeir leikarar Þjóðleik- hússins sem taka þátt í sýningunum. Nú hefur verið ákveðið aö taka upp sýningar að nýju á þessu vinsæla barnaleikriti og sagði Brynja Benediktsdóttir leikstjóri aö einu breytingarnar sem hefðu orðið á sýningunni væru þær að Gísli Rúnar Jónsson hefði tekið við hlutverki Loga leikhússtjóra sem Flosi Ólafsson lék áður. Er áformað að sýna leikritið fram að jólum. 43. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.