Vikan


Vikan - 28.10.1982, Síða 35

Vikan - 28.10.1982, Síða 35
Titillinn smástirni virdist hafa fest við þessa stúlku hér á myndinni þrátt fyrir allt. Hún heitir Pia Zadora og er kvikmyndaleikkona, 27 ára gömul. Hún lék á móti Orson Welles i kvik- mynd sem nefnist ,,Butterfly”. Eigin- maður hennar, Meshulam Rikis, er einn ríkasti maður Bandarikjanna. Hann framleiddi kvikmyndina og er staðráðinn í að gera eiginkonu sína að stórstjörnu með öllum þeim ráðum sem ríkum manni eru tiltœk. Hann auglýsir kvikmyndina og þá ekki síður eiginkonuna grimmt. Pegar myndin var sýnd í Cannes síðastliðið vor, um leið og kvikmyndahátíðin fór fram, hélt hann heljarmikla veislu konu sinni til heiðurs og bauð Ijós- myndurum að vera viðstöddum þegar hún baðaði sig igosbrunni. Pia sjálf er ósköp smávaxin (aðeins 155 cm á hœð), andlitið er kringluleitt og hárið rytjulegt (en að sjá/fsögðu eftir meðferð færustu hárgreiðslu- manna). Sjálf segir hún: „Allir segja að ég minni á Brigitte Bardot. ” Sonur Ursu/u Andress er nú orðinn tveggja ára og mesti myndarpi/tur eins og hann á ættir til. Ursula og maðurhenn- ar, Harry Hamlin, eru fjarska hamingjusamir foreldrar en það hefur farið fyrir brjóstið á mörg- um að þau hafa ekki fengið form/ega b/essun á sambúðina. Sjálf láta þau sér það / réttu rúmi liggja. 43. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.