Vikan


Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 36

Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 36
Hún kemur kvöld hvert að sögn niður á hafnarbakkann beint niður af Markúsartorginu í Feneyjum, þessi gamla kona. Meöferðis hefur hún mat handa heimilislausu kis- unum í Feneyjum — þeim sem til þekkja og koma þangað á réttum tíma til að fá í svanginn. Hún fer sér að engu óöslega, kattafóstran, heldur tínir fisk og annað góðgæti upp úr plastpokunum sínum og gefur þessum ferfættu vinum sínum, sem elska hana þeirri ást sem sumir telja gagnheilasta allra ásta, matarástinni, og gjalda henni með góölegu viðmóti og núa sér upp við hana svo hún á stundum fullt í fangi með að missa ekki niður. Svo sækir hún þeim vatn í krús í almenningskrana þar hjá og gefur þeim að drekka. Sumir kynnu að halda að kettir gætu sjálfir komist í vatn í Feneyjum. Hún kemur þarna í rökkurbyrj- un, konan, og óðara safnast hnappur áhorfenda í kringum hana. Sagt er að ár hvert komi 5 milljón ferðamenn til Feneyja, og margir þeirra hafa skemmt sér við aö sjá kettina fá matinn sinn. Sumir krjúpa meira að segja sjálfir og strjúka þeim. Þeir ganga fúslega undir þaö, þegar þeir eru orðnir saddir. Og þótt hún fóstra þeirra sé síður en svo að betla lætur margur áhorfandinn nokkrar lírur af hendi rakna svo hún eigi hægara meö að afla soðningar handa heimilislausu kisunum í Feneyjum. Því þessi gamla kona er sjálf félagsmálastofnun katta. Þetta eru ekki villikettir. Hins vegar munu þeir vera húsnæðis- lausir. Það gerir kannski ekki svo mikið til þar sem loftslag er hlýtt og gott eins og á Italíu, en verra má telja að þar með verða þeir líka að finna sér sjálfir lífsviður- væri. Og þar sem kettir eru í miklum fjölda vill verða skart um fæðu. Þá er gott að eiga hauk í horni sem færir þeim mat.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.