Vikan


Vikan - 28.10.1982, Page 40

Vikan - 28.10.1982, Page 40
Hún málar fólk Þessu myndverki er hægt að raða saman á 1024 vegu, breyta niðurröðun allra myndanna og snúa hverri þeirra fjórum sinn- um. Myriam Bat-Yosef hefur lengi málað fólk. Þegar hún kom fyrst hingað til íslands, 1957, málaði hún myndir af fólki, en nú málar hún beint á fólkið, sjálfa sig og aðra. Myriam, eða María Jósefsdóttir, eins og hún heitir sem íslenskur ríkisborgari, hefur að undanföniu sýnt verk sín í Gallerí Lækjar- torgi. Sú sýning gefur nokkra innsýn í það sem hún hefur veriö að gera undanfarin ár. „Litirnir í þessum myndum eru Parísarlitir,” segir hún þegar hún lýsir þeim verka sinna sem eru í brúnum og dempuðum litum, „en skæru litina fæ ég héðan frá Islandi.” Myriam kemur oft til Islands og hún bjó hér af og til frá árinu 1957 til 1964 meðan hún var gift Erró.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.