Vikan


Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 43

Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 43
Umsjón: Þórey Penguin og Mystery To Me, einnig á endurútgáfu Albatross. Lagið komst í 2. sæti breska vinsældalist- ans en með því má segja að Fleet- wood Mac sé úr sögunni á þeim vettvangi í bili. Enn urðu mannabreytingar í Fleetwood Mac 1973. Weston og Waler héldu leiðar sinnar. Um tíma lagðist hljómsveitin niður. Umboðsmaður hennar gaf annarri hljómsveit leyfi til þess að bera nafnið og upp úr því urðu mikil málaferli. Það var ekki fyrr en seint á árinu 1974 að Fleetwood Mac tók aftur til starfa og sendi frá sér nýja plötu, Heroes Are Hard To Find, sem komst á blað. Enn urðu sviptingar 1975. Bob Welch hætti og til sögunnar komu þá hjónin Stevie Nicks og Lindsey Buckingham. Loks ríkti jafnvægi í liðsskipan sveitarinnar, valinn maður í hverju rúmi og hæfileikar hvers og eins nutu sín til fullnustu. Það fór ekki hjá því að breiðskífan Fleetwood Mac, sem kom út 1975, næði miklum vinsældum. Vinsæld- imar hafa síður en svo farið þverrandi. Plötumar Rumours (1977), Tusk (1979), Fleetwood Mac Live (1980) og nú Mirage hafa allar verið miklar metsöluplötur. Fleetwood Mac hefur þannig staöið af sér öll veður en það má ekki gleymast að Fleetwood Mac nú er allt önnur hljómsveit en fyrir rúmum áratug. Hljómsveitin er nú mjög bandarísk og minnir um margt á mjúkarokkhljóm- sveitir síð-hippatímabilsins, enda teljast þau Nicks og Buckingham til þeirrar kynslóöar sem þá blómstraði. Konumar hafa stóru hlutverki að gegna í hljómsveitinni. Raddir þeirra, einkum Stevie, setja sterk- an svip á tónlist hljómsveitarinn- ar og þær semja mikið af tónlist- inni. Bæöi hjónaböndin innan Fleet- wood Mac hafa endað með skiln- aði. Það hefur aö vissu leyti skap- að meiri spennu en að öðru leyti aukið á virðingu hljómsveitar- manna hvers fyrir öðrum. Margsinnis hefur endalokum Fleetwood Mac verið spáð. Sóló- plötur Mick Fleetwood (The Visi- tor), Stevie Nicks (Bella Donna) og Lindsey Buckingham (Law And Order) hafa ýtt undir þetta en Fleetwood Mac-menn hafa jafnan neitað þessum orðrómi. 1 stað þess að sundra hljómsveitinni hefur einstaklingsframtakið innan hennar styrkt heildina. Meðlim- imir hafa hver í sínu lagi tækifæri til þess að spreyta sig án afskipta og aðstoðar hinna. Þegar hljóm- sveitin kemur síðan saman í heild eru liðsmenn afslappaðir og betur undir það búnir að starfa saman á ný. Mirage var tekin upp í Herou- ville í Frakklandi þar sem hljóm- sveitarmenn dvöldu saman í fimm vikur. Eftir þaö sneri hljómsveitin til Bandaríkjanna og hélt hljóðrit- unum áfram í tveimur stúdíóum í Los Angeles. Heildarupptökutím- inn var tíu mánuðir. Lögin á plöt- unni eru eftir Christine McVie (til dæmis Hold Me, Only Over You), Stevie Nicks (Gypsy) og Lindsay Buckingham (Book Of Love, Oh Diane). Mirage hefur þegar selst í milljónaupplögum og því liggur ljóst fyrir aö margir kunna aö meta tónlistina. Platan er fag- mannlega og vandvirknislega unnin. Tónlistin er hvorki sérlega fersk né frumleg en er að sínu leyti eitthvað það besta sem bandarísk mjúkarokktónlist getur státaö af um þessar mundir. MNHBMNHHNHHaMaaMHBMW Bob Welch gekk þá til liðs við Fleetwood Mac og Peter Green rétti félögum sínum hjálparhönd við að standa við skuldbindingar í Bandaríkjaferöinni. Bob Welch er áberandi á Future Games og með honum hafði hljómsveitin fengið nægilega bandarískt yfirbragð til þess að ganga í þarlenda. Jafnharðan og hljómsveitin óx í áliti í Bandaríkj- unum féll hún í Bretlandi. Á næstu breiðskífu, Bare Trees (1972), voru sömu menn. Danny Kirwan var þá látinn víkja fyrir tveimur Bandaríkjamönnum.Bob Weston og Dave Walker, síðla árs 1972. Þá má heyra á breiðskífunum 43. tbl. Vlkan 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.