Vikan


Vikan - 28.10.1982, Page 44

Vikan - 28.10.1982, Page 44
Ertu of indæl mannvera? Á yfirborðinu er kannski hægt að segja að tímamir séu tímar einstaklingshyggju og eigingirni og efnishyggjan sé að ná tökum á okkur. En undir þessu yfirborði er talsvert mikið af umhyggju og alúð. Sumir eru sjálfsagt indælli en aðrir. Sumir eru jafnvel of indælir, svo indælir aö vinir og ættingjar ganga ósjálfrátt á lagið. Aðrir gætu á hinn bóginn að skað- lausu veriö ljúfari í sér. Þeir vilja frekar taka en gefa í lífinu. Við höldum reyndar ekki að þú sért einn af þeim. En ef þú ert það samt þá mun þessi spurningalisti afhjúpa þig heiðarlega og af- dráttarlaust. Eins kemst upp um þig ef þú ert of indæl mannvera. Vertu fullkomlega heiðarlegur í svörum þínum. Þú átt þetta bara við þig sjálfan. 1. Ef vinur þinn eða ættingi gerir eitthvað sem er mjög heimsku- legt.... a) finnurðu þá til með honum ? b) veröurðu gramur viðkom- andi? c) hefurðu samúð með þeim sem íhlutá? 2. Þú deilir við náinn vin. Þér finnst eftir á að þú hafir haft á öldungis réttu að standa. Ertu. . . a) samt tilbúinn að biðja hann afsökunar? b) að bíða eftir að vinurinn biöjist afsökunar fyrst? c) sárargur þar til viðkomandi hefur beðist velviröingar? 3. Ef þessi sami vinur væri lagður á sjúkrahús áður en þið eruð orðnir sáttir myndir þú þá.... a) komastraxíheimsókn? b) senda blóm eða kort: Góðan bata? c) ekki gera neitt sérstakt? 4. Hvað finnst þér um þessa athugasemd: Það er eitthvað gott í okkur öllum? a) Ertuhjartanlegasammála? b) Ertu sammála en þó með efa- semdir? c) Ertuósammála? 5. Þú ert að flýta þér eftir götimni og hefur mikið að gera, alveg að verða of seinn í vinmma eða eitt- hvað annað mikilvægt. Barn dettur og meiðir sig og fer að gráta. Hvað gerir þú? a) Nemurðu staðar og hjálpar barninu? b) Heldurðuáfram? c) Fer það eftir kringumstæðum ? 6. Þú ert á stórmarkaði og ert kominn með vagninn að kassan- um. Gömul kona sem er fyrir framan þig — og þú þekkir ekki neitt — kemst að raun um að hún er ekki með nóg af peningum á sér. Hvað gerir þú? a) Lánar henni peninga b) Gefur henni peninga c) Lætur málið afskiptalaust 7. Þú finnur í garðinum þínum lítinn hvolp eða kettling sem greinilega er týndur. Hann er magur og ræfUslegur að sjá. Hvað gerir þú? a) Ekkert og vonar að hann fari b) Flæmir hann burt c) Hleypir honum inn og gefur honum mjólk og mat 8. Þú ert úti á gangi og gengur fram á mann sem er að aga hund. í hvert sinn sem hundurinn gerir ' eitthvað vitlaust lemur maðurinn hann með staf. Hvað gerir þú? a) Skiptir þér ekki af því af því að það kemur þér ekkert við b) Blandar þér í málið, ofur var- lega c) Verður öskuillur og skiptir þér af málinu 9. Finnst þér sælla að gefa en þiggja? a) Stundum b) Alltaf c) Nei 10. Þegar þú ert að kaupa gjafir handa öðrum, leitarðu þá að... a) einhverju ódýru? b) einhverju sem er sérstaklega viðhæfi? c) hvorugu fyrrnefndu? 11. Gefurðu peninga til styrktar góðu málefni? a) Mj ög oft og háar upphæöir b) Kaupir happdrættismiða og merki þegar þú átt peninga c) Finnst nógu gott málefni að styrkja eigin f járhag og heimili 12. Þú ert á veitingahúsi þar sem þjónustufólkið hefur hræðilega mikið að gera og sýnist að því komið að gefast upp. Einhver úr hópi þess missir súpu niður á þig. Hvað gerir þú? a) Kvartar viö yfirþjóninn b) Setur ofan í við viðkomandi c) Segir viðkomandi aö þetta sé alls ekki honum aö kenna 44 Vikan 43. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.