Vikan


Vikan - 28.10.1982, Page 51

Vikan - 28.10.1982, Page 51
Qraumar Eigið barn og annarrar konu Kæri draumráðandil Mig dreymdi fyrir skömmu draum sem mig langar að fá ráðningu á. Hann var svolítið óljós í fyrstu. Hér kemur draumurinn: Mér fannst ég vera með skrák á föstu. (Hann kom aldrei fram í draumnum.) Þessi strákur hafði verið með giftri konu hér, sem við skulum kalla X, og hún orðið ófrísk. Þessi kona kemur til mín og biður mig að taka við barninu þegar það sé fætt, en biður mig að láta manninn sinn ekk- ert vita af þessu. Við skul- um kalla hann Z. Svo veit ég ekkert fyrr en ég er búin að fá barnið sem var strák- ur. Hann liggur í vöggu og ég veit ekkert hvernig ég á að fara með hann, stend bara og horfi á hann og tala um hvað hann sé fallegur. Barnið var hvítklætt og allt hvítt í kringum það. Svo veit ég ekki fyrr en ég er komin út í búð og er að kaupa barnaföt, öll hvít, og barnapela, en frænka mín átti að vera að hjálpa mér (köllum hana D). Svo er eins og draumurínn hætti þama. En svo byrjar hann aftur á því að ég kem inn heima og er grátandi. Fólk- ið heima reynir að fá upp úr mér hvað sé að. Loks læt ég undan og segist vera ófrísk, komin 7 mánuði á leið og það versta að það var eftir strák sem við skul- um kalla O og mér var mjög illa við. Með fyrírfram þakklæti fyrír birtingu. Ein fáfróð um drauma. Fyrri draumurinn bendir til þess að þér muni falið eitthvert vandasamt verk- efni og munir leysa það vel af hendi og jafnvel svo að þig hendi eitthvert happ í framhaldi af því. Seinni draumurinn er fyrir ein- hverju mjög góðu (grátur- inn) en jafnframt ættir þú að vara þig á að vera ekki of leiðitöm, það veldur þér svo sem engu illu en þú mættir vera sjálfstæðari. Blóð Kærí draumráðandil Viltu gjöra svo vel að ráða fyrír mig draum sem mig dreymdi fyrír stuttu. Hann ersvona: Mig dreymdi að ég og maður, X., værum inni í þvottahúsi heima hjá mér og þá segir hann allt í einu: ,, Það er miklu kaldara hér og meira drasl en var áður. ' ’ Ég segi þá: , ,Já, mamma nennir aldrei að taka til nú orðið. '' Varð svo ekkert meira úr því og ég labba inn í hjónaherbergi og þá liggur mamma þar í rúminu og grætur og engist sundur og saman. Þá segi ég: ,,Mamma, hvað er að þér? ” ,,0, það er svo vont að vera svona sveittur, ” segir hún. Þá fer hún að æla blóði og mér líst ekkert á blikuna og tek ofan af henni sængina og sé að hún er ekkert nema blóð. Lengrí varð þessi draumur ekki, en hann var mjög skýr og ég hef mjög mikinn áhuga á að vita hvað hann merkir. Með fyrírfram þökk, H. Draumurinn bendir til þess að með þér verði vaktar falskar vonir um ávinning, gróða og þægi- legt líf, en ef þú varar þig ekki gæti dæmið hæglega snúist svo að þú yrðir fyrir verulegum svikum eða tjóni. Hætt er við að þú missir vin vegna þessa, en þú getur verið gætin og staðist varasamar freist- ingar. Grátur mömmu þinnar er góðs viti og bendir til þess að hún muni ef til vill hafa hönd í bagga með þér ef þú leitar til hennar. En þú þarft ekkert að vera hrædd um að draumurinn boði mömmu þinni neinn miska. Samkvæmt hefð- bundnum draumráðning- um er draumurinn fyrir allt öðru, sem sagt því sem að ofan greinir. Skop 43- tbl. Vlkan 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.