Vikan


Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 62

Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 62
Hvernig fæst Loboplata? Kæri Póstur. Ég er aUieg voöalega for- vitin að fá að vita eftirfar- andi: Getur þú nokkuð gefið mér upplýsingar um LOBO (það er maður sem ég held að kalli sig þessu nafni frekar en hann heiti því). Það eina sem ég veit er að hann er Bandaríkjamaður og var þekktastur fyrir lagið sitt, I’d Love You to Want Me, og hefur gefið út eina stóra plötu sem heitir Best of Lobo. Ég átti þessa plötu einu sinni en missti hana í húsbruna. Ég sé alveg ofsa- lega eftir þeirri plötu enda virðist hún vera ófáanleg hér á landi, ég er margbúin að reyna að fá hana pantaða. Ég man að þessi plata sem ég átti var gefin út hjá hljómplötufyrirtœkinu Phi- lips. Eina ráðið sem ég eygi í þessu er því að skrifa þessum manni og mér þœtti afar vœnt um ef þið gætuð haft uppi á heimilisfanginu hans, hvar sem hann er, ef hann er á lífi. Lögin sem eru á þessari toppplötu hans eru I’d Love You to Want Me, Ring Ring, Me and you and a Dog Name Boo og Stand at the End of the Line. Þetta eru lögin sem ég man eftir en þau eru auðvitað fleiri. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Einn Lobo-aðdáandi. Lobo þessi sem þú átt við var vinsæll mjög hér fyrir nokkrum árum. Því miöur verð ég að hryggja þig með því að platan er ófáanleg bæði í Bretlandi og Hol- landi þar sem Philips fyrir- tækið hefur höfuðstöðvar sínar og hefur svo verið síðan 1977. Hins vegar er hugsanlegt að þú gætir fengið plötuna í Bandaríkj- unum þar sem hún er enn á skrá. Plötunúmerið er BIG 89513. Hið eina sem Póstur- inn getur hjálpað þér með er að benda þér á að skrifa Phonogram International (núverandi eigendur Philips plötuútgáfunnar) í Hollandi. Heimilisfangið er sem hér segir: Phonogram International B. V. P. O. Box 23 AA 3740 AA Baarn The Nederlands Einnig lætur Pósturinn sér detta í hug að spyrja lesendur hvort þeir eigi nokkuð þessa plötu í fórum sínum og séu tilbúnir að selja hana. Geta þeir þá sett sig í samband við Póstinn bréfleiðis. Birtast allir draumar í blaðinu? Hœ, hæ, elsku besti Póstur. Eg er hér með tvœr spurn- ingar sem ég vona að þú svarir. Fyrri spurningin er svona: Birtast allar draumaráðn- ingar? Og sú seinni: Birtast allar pennavinaóskir ? Svo datt mér í hug hvernig vœri að birta alltaf utanáskrift Póstsins á Póstsopnunni. Ég held að það vœri snjallt. Og svo máttu skila því að merkin á Vikuplakötunum eru allt ofstór. Ein afskiptasöm. Ekki birtast allir draumar sem blaðinu berast vegna þess að þeir eru miklu fleiri en rúm er fyrir. Hins vegar reynir blaðið að birta allar penna- vinaóskir. Þær eru svo gífurlega margar að löng bið er eftir því að nafnið birtist í blaðinu. Utanáskrift Póstsins: Pósturinn Vikunni pósthólf 533 121 Reykjavík. Þetta með merkin hefur þegar verið tekið til jákvæðrar athugunar. Heillaráð við bólum frá lesanda Kæri Póstur. Ég er áskrifandi að Vikunni og les hvert einasta blað sem kemur út, meðal annars les ég alltaf Póstinn. Að undanförnu hafa margir beðið þig, ágœti Póstur, um ráðleggingar við bólum (unglingabólum). Mér datt í hug að gefa lesendum þessum nokkrar ráðlegg- ingar um bólur, svona smá- uppbót á það sem þú hefur sagt um þetta mál. Til lesendanna: Þvoið andlitið alltaf vel, LUKKUPLATAN Þetta hárprúða rokkmenni hugö- ist heimsækja okkur fyrir nokkru i tilefni af útkomu nýrrar plötu sinn- ar, Magic. Hann sótti ísland heim fyrir nokkrum árum með hljómsveit sinni sem þá var Deep Purple. Hvað heitir maðurinn? Maðurinn heitir:----------------------------------- Smndmndi mr: _____________________________ timimitt i iMimr - Póatnúmmr_____________________Póststöð_____________ Utanáakrlftln er: VIKAN, lukkuplatan '82-43 PÓSTHÓLF 533,101 REYKJAVÍK. Lukkuplatan Vinningshafar '82—37 Á myndinni var lagasmiðurinn og söngkonan Bergþóra Árna- dóttir. Ágústa A. Valdimarsdóttir, Orrahólum 7,109 Reykjavik. Guðbjörg Vignisdóttir Boðagerði 10, 670 Kópaskeri. Finnur Baldursson, Lynghrauni 5, 660 Reykjahlíð. 62 Vikan 43- tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.