Vikan


Vikan - 28.10.1982, Side 63

Vikan - 28.10.1982, Side 63
Pósturinn helst bœði á morgnana og kvöldin. Borðid ekki mikið af sœtindum og fitumiklum og söltum mat. Ef bólurnar eru á enninu og hár fyrir þeim, takið þá hárið frá enn- inu á nœturna. Það getur dregið mikið úr bólunum. Gott er að bera spritt, pró- panól eða tenózix á stœrstu bólurnar. Þessi þrjú efni fást öll í apótekum. Ef þið viljið hylja bólurnar vel getið þið notað bóluhyljara. Hann fœst í flestum snyrti- vöruverslunum. Bóluhyljari felur bólurnar mjög vel. Hann er seldur í umbúðum eins og varalitur. Hann er andlitslitaður, er borinn á bólurnar og svo nuddað yfir. Berið ekki krem á sjálfar bólurnar heldur utan við þœr efhúðin er mjög þurr. Alltþetta hefur reynst mér sjálfri mjög vel. Ég vona að lesendur gæti notast við eitt- hvað af þessu, það er að segja ef Helga fœr ekki bréf- ið í söfnunina sína. Bless, bless, Kría. P.S. Bið kœrlega að heilsa Helgu. Pósturinn þakkar þér kærlega fyrir bréfiö og vonar aö lesendur geti notfært sér þessi góöu ráö. Eins og sjá má varö Helga að láta sér nægja að bíta í kveðjuna frá þér því bréfiö fékk hún ekki. PENNAVINIR j Nina Wagenius, Box 240, 830 15 Duved, Sverige, óskar eftir íslenskum pennavinum á aldrinum 12—15 ára. Áhugamálin eru tónlist, bréfaskipti, frímerki, bækur og fleira. Karl Þorsteinsson, Box 7002, Reykjavík óskar eftir penna- vinum á aldrinum 17—70 ára. Áhugamál frímerki, póstkorta- söfnun og fleira. Marit Smelhus, Samsmoen 1, 2700 Jevnaker, Norge, óskar eftir aö skrifast á við stráka á aldrinum 13—15 ára. Áhugamálin eru strák- ar, frímerki, dýr og bréfaskipti. Ana Parra, Conde De Rop Maior 16, 40 Esquerdo, Algés, P—1495 Lisboa, Portugal, óskar eftir pennavinum frá Islandi. Hún er tvítug og áhugamálin eru náttúru- skoðun, tungumál og margt fleira. Hún skrifar á ensku, frönsku og spönsku. Clement Torto, P.O. Box 856, Cape Coast, Ghana, nemi í Ghana sem óskar eftir íslenskum pennavin- um. Áhugamál: myntsöfnun, frí- merkjasöfnun og póstkortasöfn- un. Marie Narklund, Smedjegatan 9a, 97200, Gellivare, Sverige, óskar eftir pennavinum frá Islandi. Hún er 15 ára og hefur áhuga á bók- lestri, tónlist og bréfaskriftum. Kristina Jönsson, Önsvala 301, S— 245 00 Staffanstorp, Sverige, óskar eftir að skrifast á við stelpu á sínum aldri. Hún er 14 ára og langar aö skiptast á sendibréfum og póstkortum. Hún hefur áhuga á reiðmennsku, tónlist, frímerkjum, íþróttum, strákum og auðvitað bréfaskiptum. Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, Garði, 730 Reyðarfirði, Kolbrún Kristjánsdóttir, Ásgerði 6, 730 Reyðarfirði og Sigurbjörg K. Bóasdóttir, Grímsstöðum, 730 Reyðarfirði, óska eftir að skrifast á viö stelpur eða stráka á aldrinum 13—15 ára. Þær eru allar á 14. árinu og áhugamálin eru margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. María Bond, P1 5691, 79300 Lek- sand, Sverige, óskar eftir íslensk- um pennavinum. Hún er 13 ára og vill skrifast á við 12—15 ára krakka. Áhugamál eru hestar, hestamennska, dýr og bréfaskipti. Mr. Wolfgang Riess, Kun Béla krt. l/X/9, H—5000 Szlnok, Hungary, óskar eftir íslenskum pennavin- um. Hann er 35 ára og safnar ónotuöum póstkortum í lit frá hinum ýmsu heimshornum. Agneta Ahs, Ribbingsvág 3,191 52 Sollentuna, Sverige, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hún er fædd 1966 og áhugamálin eru bók- menntir, öll tónlist og allt annaö milli himins og jarðar. Ann Ström, Helmersdalsv. 1, S— 12352 Farsta, Sverige, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hún er tólf ára og gerir ekki kröfu til að pennavinurinn sé á sama aldri. Áhugamálin eru hestar, reið- mennska, bréfaskriftir, bóklestur og öll gæludýr. Susanna Lindström, Lasaretts- gatan 32, 97200, Gellivare, Sverige, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hún er 15 ára og helstu áhugamál eru bóklestur og tónlist. Ylva Rydén, Signehög 8886, S— 442 90 Kungalv, Svergie, óskar eftir pennavinum, stelpum og strákum. Hún er átján ára og hefur áhuga á hestum, hundum, íshokkí, bréfaskiptum og tónlist. Hún vill skrifa á ensku. Pjetur Ásgeirsson, 1774 Baldwin Drive, Millersville, Maryland, 21108, U.S.A., er 15 ára og óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á sama aldri.Áhugamál: flug, ferðalög, tónlist, módelsmíði og allt sem skemmtilegt er. Hann hefur líka áhuga á að vita hvemig lífið er á Islandi (nafnið er óneitanlega íslenskulegt) og svo hefur hann áhuga á að kynnast nýju fólki. Hann skrifar eingöngu á ensku en ef þið skrifið honum á íslensku getur hann látið þýða bréfin fyrir sig. Leiðrétting í 42. tbl. misritaðist nafn höfuudar hinnar merku yfirlits- greinar er bar titilinn: Eitt og annað um sérrí. Það var Jón Bald- vin Halldórsson sem fjallaði um málið af sinni alkunni snilli og leiðréttist það hér með. ) Bulls .. . ogþetta færðu fyrírað koma fullurhoim á föstudaginn kemur!! 43. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.