Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 2

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 2
í þessari Viku 11. tbl. — 45. árg. 17. mars 1983 — Verð kr. 60. GREINAR OG VIÐTÖL: 4 „Húsið-trúnaöarmál” — sagt frá nýjustu íslensku kvikmyndinni. 8 Húsbúnaðurinn heima hjá Laura Ashley. 10 Guöfinna Eydal skrifar um hegöunarerfiðleika barna. 12 Ford-módelkeppnin: Fordífyrra. 14 Amsterdam: Sigrún Haröardóttir segir frá þorra- blóti. 20 Hvernig tákn nota menn í umferöinni? 26 Popplandafræðin: Afríkutónlist. 34 Hvaö veistu um kvikmyndir? Lesendur fá að spreyta sig. 44 Parísartískan: Spáöí vorlínuna. SOGUR: 16 Dönskukennslan meö Hildi: Edward fær óboöna gesti. 18 Astin í plús og mínus — smásaga. 24 Bréfið — algjör glæpasaga. 36 Leiksoppur — sjötti hluti framhaldssögunnar. 42 Willy Breinholst: Hættur óbyggöanna. 52 Myndasögur og heilabrot. YMISLEGT: 31 A breiðsíðunni er hljómsveitin Men at Work. 49 Islensk sælkerapylsa o.fl. í eldhúsi Vikunnar. VIKAN. Utgefándi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurflur Hreiðar Hroiðarsson. Blaðamenn: Anna Olafs- dóttir Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Jón Asgeir Sigurfls- son, Þórey Einarsdóttir. Utlitsteiknari: Sigurbjörn Jónsson. Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurfls- son. RITSTJORN SÍÐUMÚLA 23, simi 27022. AUGLÝSINGAR: Geir R. Andersen, simi 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þverholti 11, simi 27022, pósthólf 533. Verð i lausasölu 60 kr. Askriftarverfl 200 kr. á mánufli, 600 kr. 13 tölublöð ársfjórflungslega efla 1.200 kr. fyrir 26 blöð hálfsárslega. Askriftarverð greiflist fyrirfram, gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavik og Kópavogi greiflist mánaflarlega. Um málefni neytenda er fjallafl í samráfli við Neytendasamtökin. Forsíðan: Inga Bryndís Jónsdóttir var fulltrúi íslands í Ford-keppninni, „The Face of the 80's", i fyrra. Hún er lengst til hægri á forsíðumyndinni en með henni eru fulltrúi Skotlands og full- trúi Spánar. Nánar er sagt frá gangi keppninnar hór á landi á bls. 12—13 og einnig fá nokkrar myndir frá hinni glæsilegu úrslitakeppni að fljóta með. Verðlaunahafar - 4 Vikur Verðlaunahafarnir hafa nú fengið hvOd í nokkrum blöðum en ekkert lát er á innsendum brönd- urum og gátum en nokkuð hefur vantað upp á að við fengjum nóg af húsráðum. Nú hefur verið tekið saman hverjir verða verðlauna- hafar í næstu blöðum, og svo mikið hefur borist að nú eru til- búnir verðlaunahafar alveg fram í desember. Allar nothæfar, MERKTAR, innsendingar eru með og við byrjum á stærsta skammtinum. En það þýðir ekk- ert að senda okkur neitt (nema húsráð) fyrr en í fyrsta lagi um næstu jól og margir verðlauna- hafarnir verða að bíða fram á næsta vetur eftir að þeirra sendingar fái verðlaun. En við byrjum þá aftur: — Af hverju ertu svona órólegur, Einar minn? — Það er vegna þess að ég er að veiða. — Eg hélt að það væri frekar róandi að veiða. — Já, en það er harðbannað að veiða hér. — Sjáðu hérna, sagði frú Aðalheiður og dró fram mynd af sjálfri sér sem ungbarni á handlegg móður sinnar. — Svona leit ég út fyrir 35 árum. — En gaman, sagöi frú Sigurveig, — og hver á barniö sem þú ert með á hand- leggnum? — Hvers vegna skutuð þér manninn yðar, frú? spurði dómarinn. — Hann sagði þegar bann kom seint heim að hann skyldi detta niður dauður á staðnum ef hann hefði verið mér ótrúr . . . en hann virtist ekki ætla að detta af sjálfu sér. Við fengum heldur en ekki brandara- sendingu um daginn og að sjálfsögðu var skammturinn verðlaunaður, en sendandi óskar nafnleyndar, sem að sjálfsögðu er virt. I næstu blööum birt- ast fleiri sendingar frá lesendum, og þiömunið verðlaunin: mánaðaráskrift að V ikunni, f jögur næstu blöð: — Það er alveg hræöilegt hvaö þú ert óhreinn, Pétur. Segir mamma þín þér aldrei að þvo þér? — Nei, kennari, hún segir að það sé óþarfi svo lengi sem hún þekki mig á röddinni! Og hér er einn um hinar tvær hliðar á mörgum málum — þá slæmu og hina góðu: — Takiö eftir! sagði liðsforinginn þegar herdeildin var á æfingu í að komast af án vista. — Fyrst eru það slæmu fréttirnar . . . það verða bara ánamaðkar í matinn í dag. — En, bætti hann við, — svo koma góðu fréttirnar: Það eru ekki til nógu margir ormar handa öllum! Einn flutningamaður við annan: — Þú skalt bera þennan stóra, kínverska postulínsvasa þarna, — þá skal ég bera ábyrgöina. Jæja, Gerða litla, getur þú sagt mér til hvers maður notar ullina fyrst og fremst? — Til að halda kindinni saman. I barnaskólanum: — Getur Axel beygt oröið „vondur”. — Vondur-verri-verstur. — Og Valdimar, hvað með orðiö veikur? — Veikur-veikari-dauður. — Þegar við áttum von ú fyrsta barninu okkar lenti ég í hræðilegu rifrildi við konuna. Hún sagöi að barniö ætti að heita Sigurlína en ég sagöi Asa. — Og hver var svo niöurstaöan? — Hann var skírður Omar. — Eg var að frétta það, Hrafnhildur, að stúlka frá Norður-Noregi hefði slegið Norðurlandametið þitt í bringusundi. — Eg get svo sem trúað því, eins kalt og vatnið er á þeim slóðum. — Þetta var yndislegt kvöld, sagði deildarstjórinn hrifmn. — Konan mín og ég vorum að spila Beethoven í gær- kvöldi í fleiri tíma. — Einmitt það, svaraði einkaritar- inn kuldalega, — og hvort ykkar vann? Hvers vegna tekur þú alltaf af þér gleraugun þegar þú ert með kærastan- um þínum? Er það vegna þess að þú fyrirverður þig fyrir að vera með gleraugu? — Nei, nei, satt að segja finnst mér eins og hann verði laglegri þegar ég sé hann ekki vel. — Þegar maður deyr veröur maður að engli, sagöi kennslukonan í barna- skólanum. Hafi maöur verið góður fær maður hvíta vængi en hafi maöur verið óþekkur fær maður svarta vængi. Hugsaöu um það, Friðrik, þú hefur ekki verið nógu þægur. — Mér er alveg sama, — bara ef ég fæaðfljúga! — Já, já, f rú, sagði doktor Hrafnkell viö einn sjúklinga sinna, — miðað við 2 Víkan 11. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.