Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 3

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 3
---MtCLlAf 1983 x__________ heim! alla þá sjúkdóma sem þér þjáist af eruö þér ótrúlega heilbrigð. — Jæja, Geröa litla, hvaö langar þig nú aö fá í afmælisgjöf á átta ára af- mælinu? — Eg vil fá pilluna, frænka. — Hvaö segir þú, barn? Hvaöa rugl er þetta eiginlega í þér? — Jú, og veistu hvers vegna? Eg á nú þegar níu brúöur og þetta getur ekki gengiö svona áfram. — Allir, þrumaöi séra Guðleifur, — sem vilja fara til himna rétti upp hönd og allir, hélt hann áfram, — sem vilja enda í helvíti rétti upp hönd. — Og, hélt hann áfram meö sömu þrumuraust og áöur og beindi máh sínu til manns nokkurs á aftasta bekk í kirkjunni — hvers vegna réttuö þér ekki upp hönd, hvorki í fyrra né seinna skiptiö? — Eg vil helst vera hér! Gamli forstjórinn var í andarslitrun- um. Viö hlið hans við rúmið stóð vara- forstjórinn með tárin streymandi niður andlitið. Gamli forstjórinn bandaði frá sér með lúnum höndum. — Syrgðu mig ekki svona mikið, kæri vinur, hvíslaöi hann. — Ég vil að þú vitir að vegna hollustu þinnar og trúmennsku við mig ætla ég aö arfleiða þig að öllum minum peningum, bilnum, flugvélinni, sveita- setrinu mínu, snekkjunni og öllu sem égá! — Þakka þér fyrir, þakka þér fyrir, hrópaði varaforstjórinn. — Þú ert mér alltaf svo góður. Bara að það væri eitt- hvað sem ég gæti gert fyrir þig! Dauð- vona maðurinn reyndi að rísa aðeins upp. — Það er svolítið sem þú getur gert fyrir mig, stundi hann. — Farðu með löppina af súrefnisslöngunni. Frændi minn, sem þykist vera besta skytta í heimi, tók mig meö sér á rjúpnaskyttirí í fyrrahaust. Skyndilega flaug upp einmana rjúpa og flaug fyrir ofan okkur. „Sjáðu hvernig gamli maöurinn fer aö,” sagöi hann um leið og hann miöaöi byssunni og skaut. En rjúpan flaug áfram og lét sem ekkert væri. Frændi minn horföi á eftir fuglinum í þögulli undrun, lét síöan byssuna síga og sagði: „Drengur minn, þú hefur oröiö vitni aö krafta- verki. Þarna flýgur dauö rjúpa.” — Heyrið þið, piltar, sagði vel þéttur náungi sem slagaði inn á eina barinn í bænum, — hver á þennan svarta, stóra, feita hund meö hvíta háls- bandið? Stuttar samræður, svo urðu menn sammála um að slíkur hundur fyrirfyndist ekki í plássinu. — Hver skollinn, sagði þá sá góðglaði, — þá hef ég ekið yfir prestinn. — Akaflega athyglisvert atriöi, sem þér bjóöiö upp á, sagöi sirkusstjórinn viö nýja manninn sem sagöist myndu stökkva úr 25 metra hæð niður í venjulega ölflösku, — en þaö hlýtur aö vera einhver sjónhverfing sem gerir þetta mögulegt. — Einmitt! Eg set nefnilega al- gjörlega gagnsæja plasttrekt ofan í flöskuna. Og svo var það sá sem kom til borg- arinnar í Kópavogsstrætó. Akaflega yfirvegaður og heimsvanur setti hann töskuna fyrir utan simaklefa og gekk inn. En varð þrátt fyrir það fimm mínútum síðar að stinga höfðinu út og spyrja vegfaranda: — Segið mér, hvar er snúran sem maður á aö nota til að sturta niður? Þaö var æfing hjá fallhlífar- stökkvarafélaginu. — Hver andskotinn er þetta, Leifur, — þú átt aö hafa fallhlíf þegar þú stekkur, öskraöi stjórnandinn á síöasta augnabliki inni í vélinni. — Djöfullinn, er þaö nauösynlegt? — Auövitaö maöur, þú sérö líklega aö þaö er rigning. Presturinn á erindi við ungu, ný- fluttu fjölskylduna. Presturinn hringir á dyrasímann. Og hressileg rödd segir: — Ert þetta þú, engillinn minn? — Nei, frú, en það má segja að við séum úr sömu deild. Og þá var megrunarkúrinn hans Guömundar búinn. Þegar Tryggur gamli gróf hann meö hinum beinunum í garðinum aö húsabaki. Eiginkonan segir við manninn sinn eftir að búið er að skenkja nokkrum sinnum í glösin í hanastélspartíinu: — Helgi minn! Þú mátt alls ekki drekka meira. Andlitið á þér er að verða svo ógreinilegt! Björn bóndi kom þreyttur og sveittur heim frá heyskapnum, settist við mat- arborðið og uppgötvaöi aö þaö var fluga í súpuskálinni. Oskuvondur þeytti hann skálinni út um gluggann og síöan greip vinnumaöurinn hans mjólkur- könnuna og lét hana fljúga sömu leiö. — Hvern andskotann ertu aö gera? öskraöi Björn. — Ö, ég hélt bara aö viö ættum aö borðaúti! — Heyrðu þjónn. Þessi nautasteik er ekkert nema bein. — Þér hafið kannski séð naut án beina, herra. — Nei, en ég hef, fjandinn hafi það, ekki séð þau kjötlaus heldur. — Þjónn, þaö er ein fluga í súpunni minni! — Afsakiö, hvaö pöntuöuð þér marg- ar? Þekkiði þennan? Ef ekki, þá er það ekkert skrýtið. Hann dreif sig líka í að safna skeggi aftur, eftir að þessi mynd var tekin af honum, fyrir fimm árum. Honum tókst að koma því upp en konunni tapaði hann. Maðurinn á myndinni er Kris Kristofferson söngvari og leikari og konan Rita Coolidge, fyrrum eigin- kona kappans. Gregory Peck gengur íklaustur! Gregory Peck í ýmsum gervum í nýjum sjónvarpsþætti. Gregory Peck hefur löngum getið sér orð fyrir að leika háa, dökkhærða og myndarlega harðjaxla. í Hollywood var hann alltaf kallaður „sérstaklega geðugur maöur” og hann var meðal annars útnefndur til óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina Gentleman’s Agreement (1947). Seinna fékk hann tækifæri til að leika útsmogna bófa, en óskarsverðlaunin fékk hann fyrir hlutverk sitt sem rétt- láti lögfræðinginn í To Kill a Mocking Bird árið 1963. Hann kom mörgum á óvart í The Omen í hlutverki sem Charlton Heston hafnaði á sínum tíma og eins í The Boys from Brazil árið 1978. Nú hefur hann vent sínu kvæði í kross og leikur um þessar mundir í sjónvarpsþáttunum The Scarlet and the Black sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS gerði. Hann kemur þar fram í ólíklegustu gervum, meðal annars í nunnugervi. Þættirnir eru byggðir á sannri sögu. Aðrir leikarar eru meðal annars Christopher Plummer og John Gielgud. II. tbl. Vikan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.