Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 6

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 6
virðulega, eldra hús varö/ okkar draumahús! , Byggðum innviði hússins í stúdíói Því miöur fengum viö sUan ekki að kvikmynda í þessu húsí, vegna óviöráöanlegra orsaka. Viö frétt- um síðar að ýmsar sögur gengju um þetta tiltekna hús. Til dæmis að einhverjir undarlegir atburðir heföu gerst í því. Fólk haföi jafn- vel ekki talið sér vært aö búa í því og flúið svo að segja beint á göt- una. En þetta voru að sjálfsögðu bara sögusagnir og eftir stóð sú staðreynd að við yröum aö leita að öðru húsi sem við gætum sætt okkur við. Síöar fundum viö hús sem hent- aði okkur vel. Eigendur þess sýndu einstaka hjálpsemi og skiln- ing. Þau fóru jafnvel til útlanda þá 10 daga sem kvikmyndunin stóö yfir! Þetta var ákaflega fallegt og vel hirt hús og því urðum við að mála það allt grátt til að láta það virka draugalegt. Að sjálfsögðu skiluðum við því síðan í sama ástandi og það var er við fengum þaölánað! Sú herbergjaskipan sem við höfðum gengið út frá var að sjálf- sögðu ekki í þessu húsi. Því tókum við þá ákvörðun aö byggja innviði hússins inni í stúdíói til aö geta skapað það andrúmsloft sem við vildum ná fram í myndinni. Það varð dýrt sport, kostaði 500 þús- und krónur, en við það sköpuðust einnig góðar vinnuaðstæður fyrir mannskapinn, tæki, ljós og hljóö. Það er ekki möguleiki að greina þessi skipti þegar upp er staðið! Aðrir staðir fundust fljótt og auöveldlega. Við byggðum aðeins eina litla leikmynd í viðbót. Það var lítiö skrifstofuherbergi inn af verslun. Kvikmyndagerö er gífurlega mikil skipulagsvinna. Þetta er endalaust púsluspil meö tíma og vinnu. Það skiptir miklu máli að allir hlutir séu til staðar þegar á aðgrípa tilþeirra. Kvikmyndin að hluta til tekin í Vínarborg Við æfðum aðalleikarana í 4 vikur áður en tökur hófust en aðra leikara eitthvað minna. Við vild- um búa til gott samband á milli þeirra, sem kæmi fram í mynd- inni. Ekki bara að þau kynnu að setja hægri fótinn fram á réttum tíma og þylja upp textann. Síðan hófust myndatökur þann 24. maí og var lokið rúmum 7 vikum seinna, eða 12. júlí. Þá var gert hlé á myndatökum þar til um mánaöamótin sept.-okt. að fimm manna hópur hélt til Vínarborgar tilaðljúka verkinu. Þegar viö skipulögöum mynda- tökur settum við fyrsta atriðið fremst og síðasta atriöið aftast. Það skapaöi ákveðinn ramma utan um vinnuna. Aðrar tökur réðust af utanaðkomandi atriðum. Til dæmis þurfti Jóhann Sigurðar- son að fara til Búlgaríu með Leik- félagi Reykjavíkur og því urðum viö að klára hann af í tæka tíð. Annað atriði sem varð að taka til- lit til var leikmyndin. Fyrst byggðum við neðri hæðina. Síðan breyttum við henni í efri hæð því við höfðum ekki aöstööu til að byggja báðar í einu. Síðasta vikan fór í að taka upp gamla tímann og persónurnar sem tilheyra fortíð- inni, þ.e. árinu 1953. Þá uröum við að skipta um húsgögn og allt innbú í húsinu. Við vorum mjög ánægöir með tímaáætlunina þegar upp var staðið. Hún stóðst alveg upp á dag og þaö var býsna gott! Mannskapnum leið hálfundar- lega þegar þetta var allt yfirstað- ið. Þetta var 15 manna starfshóp- ur, plús leikarar, sem hafði starf- að saman svo til dag og nótt á meðan á þessu stóð. Þéttur hópur sem tætti sig áfram í gegnum þetta. Svo allt í einu er allt búið. Tómt. Þetta er svipuð tilfinning og þegar maður les lengi og stíft fyrir próf. A eftir finnst manni eins og maöur geti flogið. Handritsvinnan hófst í september ’81 og vinnunni er ekki lokið fyrr en í mars ’83. Þetta er því búið aö taka góöan bút úr ævi okkar. Heildarkostnaður um 4 milljónir króna Eftir að myndatökum lauk snerum við okkur að lifibrauðinu, þaö er fyrirtækjunum HUGMYND og SAGA-FILM. Þaö þarf að sjálf- sögðu að fjármagna drauminn, en heildarkostnaðurinn er áætlaður rúmar 4 milljónir króna. Egill og Snorri tóku til við að klippa mynd- ina og unnu við það meira og minna samfellt frá því um miðjan október og þar til því lauk, nákvæmlega þann 17. janúar klukkan 8.40! Þá vissum við hvemig kvikmyndin leit út. Eftir þaö fór hún í 5 vikur til Svíþjóðar í tæknivinnslu. A meðan samdi Þór- ir Baldursson tónlistina, fyrir utan titillagið sem Egill samdi í vor. Það stef er reyndar meginstef myndarinnar, sem hluti af kvik- myndatónlistinni byggir á. Stuðningur hins opinbera miðast að því að hirða allt aftur Þegar við lítum til baka þá verð- um við seint þreyttir á því að ítreka einstakan velvilja allra sem við leituðum til. Við kvik- mynduðum samtals á 30 stöðum, í Reykjavík, Keflavík, á Húsavík og í Vínarborg. Við fengum til dæmis að kvikmynda á Borgar- spítalanum, Landsbókasafninu, í Heymleysingjaskólanum í Öskju- hlíð, Tónmenntaskólanum við Lindargötu, íbúö viö Laufásveg og verslun við Fjölnisveg. Allir þessir aðilar lánuöu okkur hús- næði sitt án endurgjalds. Við vit- um að þetta væri hvergi hægt nema hér á landi. Ef við ættum að borga fyrir alla þá hjálp sem almenningur og vinir hafa veitt 6 Víkan II. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.