Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 8

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 8
Hvernig er heima hjá Laura Ashley? Nafnið Laura Ashley er þekkt um heim allan og kallar fram í hugann myndir af rómantískum, gamaldags herbergjum með smá- rósóttu veggfóðri þar sem glugga- tjöld og ábreiður eru í stíl. Laura Ashley verslanirnar eru um hundrað talsins, í Reykjavík, Róm, Ríó de Janeiro, New York, Tokyo og alls staðar þar á milli. Laura Ashley og stíllinn hennar er enskara en allt enskt. Hún sæk- ir fyrirmyndir sínar að hönnun efna og fatnaðar til gullaldar- tímabils Breta á Viktoríutimanum og samræmir þær nútíma kröfum og þörfum. Sjálf búa Laura Ashley og maður hennar, Bernard, í Frakklandi. Þau búa þar í „lítilli” höll frá 18. öld. I höllinni eru 17 herbergi og 7 baðherbergi svo eitt- hvað sé nefnt. Höllin er búin ensk- um og frönskum húsgögnum frá 18. og 19. öld en einnig nútimahús- gögnum. Laura Ashley segist ekki vera á því að búa allt húsið í ákveðnum stíl. Hún segir mikil- vægara að hver hlutur fái að njóta sín sem best. Rétt litaval skiptir meginmáli og einnig verður fólki að geta liðið vei í híbýlum sínum. I setustofunni, sem Laura Ashley segir vera mikilvægasta herbergið í húsinu, er áherslan iögð á hlýlega, milda liti. Þarna á fjölskyldan að geta komið saman og haft það notalegt af afloknum vinnudegi. Ashley-hjónin eiga fjögur börn, tvo syni og tvær dæt- ur. Börnin eru öll flutt að heiman en koma oft í heimsókn tii foreldr- anna. I 1 uldar i uppáhaldst gripir. injagripir. Eldhúsið er í senn gamaldags og nýtískulegt. Það minnir á gamalt sveitaeldhús. Vegghillur koma í staðinn fyrir skápa svo að koppar og kirnur geti notið sín sem best. Eldavélarhellurnar eru greyptar ofan í stórt vinnuborð á miöju gólfi. Morgunverðurinn er aðalmáltíð dagsins hjá Ashley-hjónunum. Hann borða þau í boröstofunni. Borðið er dúkað smárósóttum dúk með tilheyrandi munnþurrkum og eggjahettum. Baðherbergin eru eins og annað á heimilinu gamaldags og nútímaleg í senn. Þar eru mildir litir og Laura Ashley-stíllinn ríkjandi eins og annars staðar í húsinu. Elsta dóttir Ashley- hjónanna, Jane, er 26 ára gömul. Hún er ljós- myndari fyrirtækisins og hefur verið það frá unglingsaldri. Ljós- myndir hennar af framleiðsluvör- um fyrirtækisins eru víðfrægar. Jane hefur þó ekki alltaf verið alveg í sátt við fyrirtækið. Það var sett á laggirnar þegar hún var enn í móðurkviði og bernskuár hennar voru erfið. Þegar Jane var 21 árs fór hún í Chelsealistaskólann og kynntist um þær mundir pönki og pönkurum sem þá voru að stíga sín fyrstu skref. Þá hafði hún óbeit á Laura Ashley stílnum, málaði íbúðina sína hvíta og skreytti með veggkroti og plasti. Myndir henn- ar þá voru einnig í þessum std og þóttu hræðilegar. Smám saman róaðist Jane og nú hefur hún fund- ið sinn eigin stil þar sem hún velur sitt lítið úr hverri áttinni. Hún vel- ur sér ekki húsgögn eftir verðgildi heldur eftir því hvort henni þykja þau falleg. Hún býr í lítilli íbúð rétt hjá Fulham Road í London. Fátt eitt ber þess merki að hún sé dóttir milljónamæringa. A mynd- inni með Jane er systirin Emma, 16ára. iV 8 Vikan ll.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.