Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 10

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 10
Hegðunar- erfiðleikar barna ÉSi Guöfinna Eydal sálfræöingur Börnum er oft lýst á margbreytilegan hátt eftir því hvernig þau hegða sér. Oft er þeim lýst sem óþekkum, óstýrilátum og stundum taugaveikluðum. Slik orð endur- spegla hvernig hefur verið litið á börn og þau hafa gjarnan verið gerð ábyrg fyrir eigin atferli. Lýsingar eins og þær sem getið hefur verið um taka einungis mið af barninu. Um- hverfi þess, til dæmis foreldrar, systkini, leikskóli eða dag- vistun, hafa litið komið inn i myndina sem samábyrgir aðilar. Á undanförnum árum hefur afstaða manna gagnvart börnum og erfiðleikum þeirra breyst. Börn eru ekki jafnoft og áður ásökuð um að vera óþekk og eiga í aðlögunar- erfiðleikum. Það er hins vegar farið að líta mun meira á þau samskipti sem eiga sér stað milli barna, foreldra og um- hverfis. Oft eru bæði börn og fjölskyldur því tekin til meðferðar, þó svo að það séu einungis börnin sem sýni ákveðin einkenni. Fjölskyldumeðferð, eins og hún er stundum kölluð, miðar gjarnan að því að hætt verði að líta á barnið sem syndasel en athyglinni sé beint að vanlíðan sem er í allri fjölskyldunni. Fjölskyldumeðferð útilokar hins veg- ar ekki að unnið sé með barnið eitt sér — einstaklingsmeð- ferð — oft er það einnig nauðsynlegt til þess að losa um og veita bældum, innibyrgðum tilfinningum útrás. Oft er unnið að þessu samhliða. Hér er ætlunin að gefa nokkra mynd af þvi hvernig ein- kenni um vanlíðan barna geta komið fram. Sállíkamleg einkenni Með sállíkamlegum einkennum er átt viö líkamlegar truflanir sem eru af sálrænum toga spunnar. Lystarleysi Lystarleysi getur orsakast af ýmsu. Oftast er það hins vegar tengt því aö barnið bregöist við umhverfi sínu með því að vilja ekki borða. Börn geta gripið til lystarleysis til þess aö vekja á sér athygli, svo sem ef þau skortir ástúð eða eru afbrýöisöm gagn- vart systkinum. Lystarleysi veldur foreldrum yfirleitt áhyggjum og þannig getur barnið haldið athygli þeirra vakandi. Uppköst Það getur veriö tengt lundarfari barns hvort það bregst við álagi meö uppköstum eða ekki. Uppköst eru algengari hjá börnum sem sýna mótþróa og eru þrjósk en hjá viðkvæmum, lokuðum börnum. Uppköst af sálrænum orsökum eru yfirleitt óháð því hvað barnið hefur borðað og oftast fylgir ekki nein ógleði þessum uppköstum. Börn geta brugðist við með upp- köstum ef gerðar eru of miklar kröfur til þeirra, til dæmis í skóla. Magaverkir Magaverkir eru langalgengustu sállíkamlegu einkenni hjá börnum allt frá forskólaaldri til unglings- ára. Börn sem fá þessi einkenni eru gjarnan þæg og góð börn, eins og oft er sagt, en kannski með öðrum orðum börn sem eru fremur kjarklaus, óframfærin og kvíðin. Hvað orsakar magaverki getur veriö margbreytilegt en yfirleitt eiga þeir alltaf rætur að rekja til einhverra árekstra við nánasta umhverfi. Ösjálfráð þvaglát og ósjálfráðar hægðir Það er ekki ástæða til þess að tala um þessa hluti fyrr en hreinlætisuppeldi er lokið eða um þriggja ára aldur. Ekki er hægt að benda á neinar líkamlegar orsakir fyrir ósjálfráöum þvaglátum. Hægt er að greina á milli tveggja tegunda. 1) Barnið hefur aldrei verið þurrt. Það hefur aldrei tekist að kenna því að halda sér þurru. 2) Barnið hefur verið þurrt í lengri eða skemmri tíma en byrjar síöan aftur. Orsakir geta veriö margar, meðal annars að barnið hverfi aftur til fyrri þróunarstiga ef það eignast systkini eða aö barn neyðist til aö vera með mikinn mótþróa ef það mætir mikilli mót- stöðu frá umhverfinu. Osjálfráðar hægðir eru yfirleitt taldar alvarlegra merki um slæma geöheilsu. Það sama á við þetta fyrirbrigöi eins og ósjálfráð þvaglát, að það er hægt að greina milli tveggja tegunda. Osjálfráö hægðalát eru mun sjaldgæfari en ósjálfráð þvaglát. Höfuðverkur Lítil börn kvarta sjaldan um höfuðverk en hann er mun algeng- ara vanlíðunareinkenni hjá eldri börnum. Litlu börnin kvarta um í maganum en þegar þau stækka getur einkennið færst til og þá er kvartað um verk í höfði. Kækir Kækir eru snöggar, ósjálfráðar hreyfingar ákveðinna vöðvahópa. Þeir eru algengastir hjá viðkvæm- um, samviskusömum og þvinguð- um börnum. Það virðist vera lítill vafi á því að kækir séu einungis af sálrænum toga spunnir. Þeim fylgja oft önnur einkenni, svo sem ósjálfráð þvaglát og lystarleysi. Hegðunar- erfiðleikar Það sama á við um hegðunar- erfiöleika og sállíkamleg ein- kenni, að þá ber aö líta á sem við- brögö barns við þeim erfiðleikum sem þaðávið að etja. Ýmiss konar svefntruflanir Mörg börn sofa órólega, bylta sér í sífellu, tala og gráta upp úr svefni. Þetta er oft merki um aö barn sé í ójafnvægi og þessi börn einkennast gjarnan ýmist af óró- leika og eru erfið á daginn eða eru IOVikan 11. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.