Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 38

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 38
FRAMHALDSSAGA mennilega heimsókn, þegar allt er komiðílag.” Hann beit í brauðið og saup á kaffinu um leið. „Helduröu aö það komistí lag?” Hún minntist þess að hafa heyrt að ekki væri gott fyrir meltinguna aö borða og drekka samtímis og væri auk þess fitandi. Hún sat á sér aö nefna það viö hann. „Það er eftir því hvernig Felgate snýst við bréfinu mínu. Ef hann ekki. . .” „Hann hefur þegar snúist viö því, finnst þér það ekki?” Hún þagnaði. Hacker hélt áfram. „Þaö sem gerðist í gær sýndi aö mínu áliti viðbrögð hans við friðardúfunni þinni. Ef hann óskar eftir friðarumræðum fer hann frekar leynt meö það.” Hún missti brauðsneiðina sína á gólfið, marmelaöið niöur. Hún skeytti því engu og sagði döpur í bragði. „Eg var að reyna að kom- ast hjá því að viöurkenna þetta fyrir sjálfri mér. Auðvitað er þetta rétt hjá þér. Hvað er nú til ráða?” „Eins og ég er búinn að segja er tilgangslaust aö kalla í lögreglu á þessu stigi málsins. Þú hefur ekk- ert í höndunum. Engin vitni. Það er bara fullyrðing gegn fullyrð- ingu. Nema hægt sé að standa hann að verki. . .og hann er ekki aldeilis á þeim buxunum. ” Hún drakk í sig hvert orð af vör- um hans og tók varla eftir þegar hann beygði sig niður eftir brauðsneiðinni. Hann setti hana á diskinn hjá henni en hún ýtti henni annars hugar til hliðar. „Þá er helst útlit fyrir að ég verði að flytja.” „Það er annar kostur.” „Hver er hann?” „Ef við gætum slegið þessu upp sem forsíðufrétt, allri sólarsög- unni — auðvitað án þess að nafn- greina nokkurn — gæti umtalið fælt hann frá.” „Það finnst mér ótækt.” „Eg bjóstviðþví.” „En ég mundi fallast á það ef þaðværi til bóta.” „Það er nú málið. Ef til vill hefði það öfug áhrif. Umræðurnar og athyglin gætu æst hann upp, espað hann til frekari dáða.” Lindy horföi vondauf á hann. „En með því gæti hann kannski spilað of djarft og þannig komið uppumsig.” „Er áhættan ekki of mikil? ” „Eg hef ekki hugmynd um það,” viðurkenndi Hacker. „Ef til vill ættum viö að geyma þessa hugmynd og ekki nota hana fyrr en í síöustu lög. En þangað til, Belinda, væri best að þú gerðir það sem ég hef impraö á áður. ’ ’ „Skrifa allthjá mér?” „Hvert smáatriði. Líka til- finningar þínar og viðbrögð, hvernig þetta hafði áhrif á lífs- máta þinn, umgengni þína við fólk, félagsleg viðbrögð. . . Skrif- aðu allt niður fyrir mig, viltu það? Ef úr því yrði skáldsaga yrðu svona lýsingar ómetanlegar viö að ákveða hvað leggja bæri mesta áhersluá.” Hún saup þreytulega á hálf- volgu kaffinu. „Eg skal byrja í dag á skrifstofunni.” Hacker stóð upp af stólnum og burstaði brauðmylsnuna af fötum sínum. „Aður en við förum ætla ég LEIKSOPPUR að reyna einu sinni enn viö dyrnar hjá honum. Ef ég næ í hann ætla ég að láta sem ég sé stóri bróðir þinn sem ætlar að gista hjá þér í tvo, þrjá mánuði. Ertu samþykk því?” „Mér líst vel á það. Auk þess hefur þaö yfir sér sómakæran siðsemisblæ.” Seinni setningin slapp út án þess að hún fengi hindrað það. Hacker virtist taka því sem eölilegum hlut. Hún bætti viö í fljótheitum. „Eg er ekki búin að þvo mér. Eg var ekki með sjálfri mér fyrir morgunmat. Hafðu mig afsakaða. Eg verð ekkilengi.” Til að komast á baðherbergiö þurfti hún að fara gegnum forstof- una. Henni fannst hún aldrei hafa lent í eins ógnvænlegum fram- kvæmdum eins og að opna dyrnar fram í þessa sjö fermetra forstofu. Sem hún stóð þar við gljáandi, flísalagða veggina fann hún blóð- bragð í munninum eftir að hafa bitið sig í vörina. En hún var kom- in yfir það versta. Ekki yrði eins erfitt að ganga til baka og hún sá að Adrian hafði gengið hreint til verks með burstann og fægiskófl- una. An hans. . . . Hann kallaði til hennar á meðan hún var að þvo sér. „Ég ætla að reyna uppi núna.” Hún var komin aftur inn í svefn- herbergi, hálfklædd, þegar hún heyrði til hans aftur. Hún flýtti sér að klæða sig og þegar hún kom fram var hann að gefa Smokey meiri mjólk. „Ekkertgekk?” Hann hristi höfuöið og lét mjólk- ina inn í ísskápinn. „Eg hringdi og baröi. Ef hann er heima er hann heyrnarlaus. Fari hann til fjand- ans. Heyrðu, viö skulum skilja Smokey eftir hérna í dag. Eg breiddi dagblaðapappír þarna fyrir hana. Eg get sótt hana í kvöld.” „Hvaðmeðmat?” „Hún er södd,” sagði hann snöggt. Þegar þau komu niður í anddyr- iö opnuðust dymar á íbúð númer 24 og frú Dunremo kom í ljós klædd vínrauðum morgunslopp með víravirki af rúllum í hárinu. Hún hélt á tómri mjólkurflösku í hendinni og lét hana við hliðina á annarri sem var fyrir utan dyrn- ar. Hún reis upp, horfði á þau nær- sýnum augum. „Góöan daginn,” sagði hún. Hún horföi á þau til skiptis. Lindy sagði rólega: „Halló, frú Dunremo. Má ég kynna bróður minn, Adrian? Hann kom hér óvæntí gærkvöldi.” „Það var gaman.” Hún horfði rannsakandi á hann. Adrian brosti á móti. „Vonandi höfum við ekki eyðilagt fyrir þér rólegheit kvöldsins, frú Dunremo. Við vorum að halda upp á endur- fundina fram að miðnætti. ’ ’ „Eg heyrði hvorki stunu né hósta,” sagði hún vingjarnlega. „En eins og ég sagði Belindu heyri ég aldrei neitt. Er langt síðan þið hafiðhist?” „Ekki svo langt. En við gripum samt tækifærið til veisluhalda. ” „Kannski eigum við eftir að hitt- ast oftar.” „Adrian ætlar að vera hér í nokkra daga,” sagði Lindy hátt og skýrt. „Við verðum endilega að hittastöll.” „Með ánægju. Gaman að hitta ykkur.” „Hún lét ekki blekkjast,” sagði Lindy meðan hún beið eftir að hann opnaði bílinn. „Nei, fjandakornið. Þar fauk þittgóðamannorð.” „Það er lítið réttlæti í því.” Adrian settist í bílstjórasætið annars hugar, stakk lyklinum í og kippti stýrinu til svo læsingin opnaöist. Hann dró út innsogiö, starði út um gluggann og beið eftir að bíllinn tæki við sér. „Þetta í gærkvöldi, Belinda.” Hún reyndi að slá á léttari strengi. „Vertu rólegur. Eg skal byrja að vélrita í hádeginu. ” „Eg meinti það ekki.” Hann leit á hana. „Eg er að tala um. . . ja. . . okkur. Sjáðu til. Eg veit ekk- ert hvað þér finnst um mig. ..” „Eg er ekki vön að kveða upp fljótfærnislega dóma um fólk.” „Hvaða vitleysa. Það gera allir. Eg er búinn að kveða upp nokkra umþig.” „Er það satt? Og hvemig fer ég þá útúrþví?” „Nokkuð vel, held ég. En ég hef óbeit á fljótfærnislegum aðgerðum. Eg vil ekki rasa um ráðfram.” „Eg er sammála.” Hún átti 1 erfiðleikum með að draga andann- „Þaö sem ég er að reyna að segja er að þó ég bregðist ekki við á venjulegan hátt í vissum tilvik- um táknar þaö ekki. . .” „Eg veit hvað þú ert að reyna að segja.” Hún varð hálfundrandi sjáíf á því að grípa svona ákveðið fram í fyrir honum. „Eg met það mikils, Adrian, mjög mikils. Þu ert indæll. Meira þarf ekki aö segja.” Hann leit aftur á hana. Þaö var viðurkenning í augnaráðinu. „Þú ætlar að verða stórkost- leg.” Inngangurinn í garðinn var ekki eins snyrtilegur og venjulega. Um nóttina hafði verið hitabylgja sem síðan breyttist í rigningu og nu draup af trjánum niður á mal- bikaða göngustígana og smálækir liðuðust ólundarlega með brúnun- um. Runnar og gróður beggí3 vegna stígsins glitruðu í dagsljos- inu og smáþomuðu. Af gömlum vana fór Lindy hing- að. Hún hafði ætlað að vélrita i matarhléinu eins og hún hafði lof- aö en þegar kom að miðdegishle- inu hafði hún tekið fram töskuna sína með brauðsneiðinni og gengið vélrænum skrefum út úr húsinu- Að minnsta kosti gerði hún ráö fyrir því. Hún gat ekki gert sér ná- kvæma grein fyrir því. Aftur á valdi dagdraumanna, hugsaði hún með sér. Að þessu sinni hafði hún þó góða afsökun. Hún var með margt a heilanum. Raunverulega atburöi- Ekki bara ímyndaða atburðarás eins og flestir settu dagdrauma i samband við. Þetta var að því eT henni fannst ástæðan fyrir því að hún stóð upp frá skrifborði sínu og gekk eins og svefngengill út í gafð" inn. Það var margt sem þurfti a velta fyrir sér. Einvera var nauðsynleg U slíkra vangavelta. Hún hafði ekki enn átt einverustund, samt var garðurinn mannlaus. Og þó. • • Hún gekk áfram ákveðnum skrefum. Rakir runnar beggF vegna stígsins þrengdu svolítið a henni. Hún hafði fundið það áður, jafnvel á sólskinsdögum. ÞeSS1 mjói inngangur í garðinn var frekar lítið sóttur til aö setjast þaf um kyrrt. Allir voru að flýta se 38 Vikan n.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.