Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 43

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 43
bak við Gaustatindinn fórum við í langa gönguferð eftir fjalls- hlíðinni og nutum útsýnisins. Við vorum búin að ganga í einn til tvo tíma þegar ég nam staðar, leit í kringum mig, rauf fjalla- kyrrðina og sagði: — Hvert ætli við séum eigin- lega komin? Maríanna leit á mig skilnings- sljó. — Komin? Nú, hingað auð- vitað! — Já, viðurkenndi ég, — en má ég þá kannski orða spurn- inguna öðruvísi: Hvar ætli kofinn okkar sé? Maríanna varð allt í einu mjög hugsi. Þú ert þó ekki að halda því fram að við séum orðin villt? Hugsaðu þér ef við finnum ekki leiðina til baka Hér eru kannski úlfar, birnir og allt mögulegt. Auðvitað rötum við til baka, sagði ég róandi og stakk fingr- inum upp í munninn, vætti hann vel og stakk honum upp í vindinn til að ná vindáttinni. — Þessa leið, sagði ég, og við verðum að muna að vera með bakið í sólina. Við gengum í hálftíma með sólina í bakið. Landið varð stöðugt grýttara og við urðum að klifra upp og niður urðir og fikra okkur milli furu- trjánna. Skyndilega greip Marí- anna í höndina á mér. — Viðurkenndu að þú hafir ekki hugmynd um hvert við erum að fara! sagði hún. Ég viðurkenndi ekki neitt en setti fingurinn aftur upp í vind- inn til að ná áttinni. — Þessa leið, sagði ég og sneri mér við svo sólin kom í augun á okkur núna. Hálftíma seinna var hún sest og hafði greinilega ekki í hyggju að koma aftur upp í bráð. Það fór að dimma og þrumuveður virtist I aðsigi, alla vega heyrðust þmmur hljóma I fjallstindunum. Við héldum áfram yfir stokka og steina, milli bláberjalyngs og kjarrs, yfir ár og læki og gegnum smáskörð, yfir mosavaxna steina, og nú var farið að rigna. Þrumugnýrinn var ógn- vekjandi og færðist nær, dimm haustnóttin lagðist yfir. Ég kveikti á eldspýtu til að kanna umhverflð. — Gættu að þarna, sagði ég, en of seint. . . ég var þegar kominn fram af þverhnfpi og datt niður en náði sem betur fór taki á grein á seinustu stundu. Þarna hékk ég milli himins og jarðar og spriklaði mikið en án árangurs því ég náði hvergi fót- festu. Maríanna reyndi að toga mig upp en það gekk ekki heldur. Það var alveg útilokað. — Haltu fast, sagði hún, — ég skal hlaupa eftir hjálp. — Nei, sagði ég, — það eru kannski hátt í fímmtíu kíló-; metrar til næstu mannabyggðar. Þetta er vonlaust. Það liggur í augum uppi... ég er búinn að vera. Það er ekkert eftir hjá mér annað en endalokin. Þetta voru sannast sagna svartar framtíðarhorfur fyrir mann á besta aldri og fullan af lífsþrótti í þokkabót. Maríanna stappaði í mig stálinu eftir mætti. — Hamingjan sanna, sagði hún, — reyndu að taka þetta ekki svona nærri þér. — Já, en skilur þú ekki að það er um líf mitt að tefla, sagði ég klökkur. — Illgresi er nú ekki svo létt að uppræta, sagði hún í mátt- vana von um að það hressti mig við. Ég hékk í greininni í nokkrar mínútur enn. — Bráðum get ég ekki meira, stundi ég. — Hvað viltu eiginlega að ég geri? — Athugaðu hvort þú fínnur ekki kaðal hérna einhvers staðar. Eða stiga, björgunarhring eða eitthvað, það er sama hvað er. — Ég þori ekki að sleppa takinu af hendinni á þér. Svona gekk það nokkrar mínútur enn. Þá greip mig skyndileg skelfíng. — Þá eru endalokin komin, hrópaði ég örvæntingarfullur, — ég get ekki haldið mér lengur uppi......vertu sæl, mín kæra . . . og takk fyrir allt. Við eigum öll herra vorum skuld að gjalda og sá sem borgar í ár er laus allra mála næsta ár! Þetta var sannarlega leikræn brottför. Shakespeare eða einhver af þeim, alveg eins og í bókinni. Síðan sleppti ég takinu á greininni og lét mig falla til jarðar með lokuð augu. Fallið var ekki eins hræðilegt og ég hafði Þýðandi: Anna búist við. Eftir um það bil 15 cm fall var ég kominn með fast land undir fótum. . . . og þegar ég var búinn að kasta mæðinni kveikti ég á eldspýtu og lýsti í kringum mig. Ég komst að raun um að ég var á lítilli klettasnös. Maríanna renndi sér niður til mín á bakhlutanum í seytlandi rigningu og í fjarska heyrðust þrumurnar, morgunskíman var ekki langt undan. Við vorum skjálfandi af kulda en höfðum þó bjargað lífí okkar. Þegar óveðrinu slotaði nokkrum stundum síðar og upp stytti á örskammri stundu sá ég að það sem ég hafði haldið að væri klettasnös var í raun og veru þakið á litla kofanum okkar sem þarna var byggður fast upp við klettavegginn. Tökum að okkur að annast fermingar, brúðkaupsveislur, árshátíðir og hvers kyns annan mannfagnað. Sendum í heimahús, eftir því sem óskað er. VEITlNGAfíÚSIÐ II. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.