Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 51

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 51
Draumar Fiskar í farvegi Kæri draumráðandi. Eg á við hálfgerð draumavandamál að stríða og mér líður nokkuð illa út af þessum draumum. Þannig er að mig dreymir af og til svo til alveg sama drauminn. Hann er svona: Mér finnst að ég sé stödd í gili sem er skammt frá heimili mínu og það rennur lækur eftir gilinu en hann er alls staðar þornaður nema þar sem dýpstu hyljirmr hafa verið. En þeir eru orðnir grunnir. I þessu grunna vatni synda stórir og smáir fiskar. Þessir stóru eru langir og gul- brún-röndðttir. En þeir minnstu eru bara smáseiði, næstum gagnsæ. Svo ligg ég á bakkanum eða hleyp fram og aftur og reyni að ná þeim stærstu til að bjarga þeim frá dauða. Sumir sprikla á þurru þar sem lækurinn er þornaður, en ég set þá út í vatnið. Stundum veð ég í læknum til að ná þeim, en stíg þá óvart ofan á minnstu stlin og krem þau. Þá líður mér mjög illa. Stundum næ ég í þá stærstu, en þá er eins og ég geri ekkert við þá og taki þá ekki upp. Svo synda fiskarnir fram og aftur. Kæri draumráðandi, hvað þýða þessir draumar og get ég eitthvað gert til að mig hætti að dreyma þá? Mér líður illa bæði í draumun- um og raunveruleikanum. Af hverju dreymir mann það sama aftur og aftur? Eg vona bara að þú birtir eitt- hvert svar. Eyrirfram þökk, E. Þessir draumar benda til þess að þú eigir í talsverðu hugarvíli vegna þess að þú getir ekki ákveðið hvort þú eigir að leggja út í ákveðnar framkvæmdir eða taka af- drifaríka ákvörðun. Svo virðist sem fjárhagsvanda- mál spili þarna eitthvað inn í og þú óttist peningaskort og sért ekki sátt við eitthvað sem verið er að reyna að koma þér út í. Hætt er við að þú fáir ekki lausn á þessum draumum fyrr en þú ert reiðubúin að horfast í augu við þetta vandamál ein og óstudd og gera það upp við þig hvað þú vilt, og ef þú á- kveður að taka einhverja á- kvörðun sem gæti orðið af- drifarík, að þú gerir þér vel grein fyrir kostum og göll- um, einkum hvað varðar fjárhagsáhættu. Svo illa vill til að í þessum draumi er engin ábending um hvernig þú eigir að bregð- ast við, svo það eina sem draumráðandi getur ráðlagt þér er að vera frekar of gætin en hitt, en um- fram allt að horfast í augu við þau vandamál sem að steðjaog ÁKVEÐA ÞIG. Tveir draumar Kæri draumráðandi, viltu þýða fyrir mig þessa tvo drauma. Nr. 1. Eitt sinn dreymdi mig að ég væri að skoða sjálfa mig í spegli og sá þá hvað ég var komin með sítt hár, en það var svo reytt og tætt eins og vír, svo Ijótt og skítugt og ég leit á kær- asta minn og sagði: Nei, sjáðu elskan, hvað ég er komin með sítt hár. Nr. 2. Það var ein- hvern háttðisdag að brúð- kaup mitt átti að vera. Mamma var sífellt að kalla á mig og segja mér að byrja að klæða mig. Hún ætlaði að hjálpa. Loks sagði hún að aðeins þrjú korter væru eftir. Vígslan átti að hefjast kl. sex. Brúðguminn, svaramenn og gestirnir áttu að vera mættir korteri áður. Við flýttum okkur, ég ætlaði mér að vera falleg brúður. Samt hafði ég það á tilfinningunni að ég væri orðin sein og búin að missa unnustann. Eg var komin klukkan sex og fattaði þegar í kirkjuna var komið aðpabbi var ekki með mér. Jæja, ég labbaði inn í kirkj- una, hún var full af fólki. Eg var stórfalleg í brúðar- kjólnum og með dáfallegan blómvönd. En ég sá kær- astann hvergi, engan af skyldfólki mínu né neinn er ég þekkti. Þetta var ósköp afbrigðileg helgi- stund er þarna fór fram og fólk horfði á stórum skrýtn- um augum. Eg labbaði út úr messunni og fólk horfði á eftir mér. Mér leið svo illa, allir búnir að gleyma þessari einu hjónavígslu. Mér fannst eins og heim- urinn væri að farast. Draumórar. Fyrri draumurinn er fljótráðinn. Þú tekst greini- lega eitthvað á hendur sem færir þér mikið fé eða þú verður fyrir fjárhagslegu happi. Öll draumtákn styðja það og er varla nokkru við að bæta. Seinni draumurinn er ákaflega sterkur og eins og oft vill verða em í honum tákn um bæði mikla gleði og hamingju og einnig sorgartíðindi. Vera má að þarna sé eitthvað til lengri tíma litið en gerist í þeim draumum sem eru með einlit tákn. Ef stiklað er á stóru má ráða drauminn þannig að mestallt líf þitt verði hamingjuríkt og eink- um áttu miklu láni að fagna í hópi ástvina sem eru þér einstaklega traustir og góðir. Helstu sorgir þínar á lífsleiðinni verða ástvinamissir, sem enginn kemst víst hjá, og einnig er hætta á að þú verðir ein- hvern tíma fyrir ákveðnum skaða, ef til vill vegna gá- leysis, líklegast er þá um þjófnað að ræða. En ljóst er að þessi draumur nær yfir nokkuð langan tíma, tíma sem verður þér mjög góður, þrátt fyrir örfá dökk atriði. II. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.