Vikan


Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 63

Vikan - 17.03.1983, Blaðsíða 63
verður ekki kennt til fullnustu í örfáum línum í Póstinum en þú gætir til dæmis reynt að gera lista yfir allt sem er gott við þig — ég meina allt — og vera fullkomlega hreinskilin. Þá kemstu að raun um að þú ert ekki svo slæm. Ertu of feit? Þú getur til dæmis svarað þeirri spurningu með því að stíga á vigt. Þumalfingursreglan segir að þú eigir að vera tíu til fimmtán kílóum léttari en sentímetrarnir í hæð þinni eru margir umfram einn metra. Raunar segir það ekki alla söguna því þú ert enn að taka út vöxt og þroska og á þeim tíma erum við gjarnan feitari (á vitlausum stöðum) en við kærum okkur um, þótt þaö lagist allt þegar við tökum út fullan vöxt. En sértu í raun og sannleika of feit er ekki um annað aö ræða en halda í við sig með ströngu mataræði og aldrei að leyfa sér neinn munað í mat eða sælgæti, ef þú vilt í alvöru vera grönn. Eg giska á að þú sért 16— 17 ára. Besta ráð sem Póstur kann við leiðindum á stað eða stofnun er að gera sér far um aö finna hið jákvæða og mikla það fyrir sér en reyna að slá striki yfir það neikvæða. — Til að vita nafn á pöddu eða fá úrskurð um hana er réttast að senda pödduna, eins vel varðveitta og kostur er, til Náttúrufræðistofnunar Is- lands, Laugavegi 105, Reykjavík — þar eru fyrir sómamenn sem heföu eflaust gaman af aö svara spurningum af þessu tagi. Mæli með Stuðmönnum Kœri frábœri Póstur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa þér og vona ad þú birtir þetta bréf. Ég þakka líka alveg frábœrt blað og ég les það alltaf. Þá er best að koma sér að efninu. Mig langar til að þú birtir opnumynd af Stuð- mönnum eða Agli Ólafssyni. Það er ekki meira sem ég vil biðja þig um, Póstur minn, og ég vona að þú birtir þetta stutta bréf og annaðhvort plakatið af Stuðmönnum eða Agli Ólafssyni. Það þarf ekki að vera neitt viðtal á undan plakatinu en góði Póstur, gerðu þetta fyrir mig, ég er viss um að fleiri mœla með Stuðmönnum. Ég vona að Helga hafi fengið nóg að borða upp á síðkastið og sé að melta það sem hún fékk og hafi ekki lyst á meiru í bili. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein að norðan. Þökk fyrir hlý orð, alltaf er hólið gott. Varöandi ósk þína er það að segja að í fyrsta tölublaði þessa árs birtist skemmtilegt teiknað plakat af Stuömönnum og Grýlunum, það er plakatið sem gert var í tilefni kvik- myndarinnar Með allt á hreinu. Gaman væri vissu- lega að birta ljósmynda- plakat af Stuðmönnum og Pósturinn veit eins vel og þú að margir myndu taka því fegins hendi. Það verður þó enn að bíða því að Stuðmenn eru ekki allir á landinu um þessar mundir en óskin verður tekin til athugunar þegar þar að kemur eftir því sem Póstinum er tjáð af við- komandi aðilum. Þroskuð líkam- lega og and- lega? Kœri Póstur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa þér og ég vona að þú svarir þessu bréfi. Þannig er mál með vexti að ég er hrifin afstrák sem er 6— 7 árum eldri en ég. Hvernig get ég vitað hvort hann er hrifinn af mér? Við unnum Ég hreint og beint dýrka nátt- úruna — og allar hennar afurðir. einu sinni saman og við töluðum um hitt og þetta. Hann sagði að ég vœri svo þroskuð líkamlega og and- lega, en hvað átti hann við með því? Hvernig get ég komist í samband við hann? Ég hringi stundum í hann en hann aldrei í mig. Svo er annað mál að fyrst þegar ég hafði samfarir fannst mér það vont og finnst það enn. Hvað heldurðu að ég sé gömul? Lestu úr skriftinni? 3163-2579 Hvað vinurinn átti við með þroskayfirlýsingum getur enginn vitaö nema hann. Póstur gæti giskað á að honum hafi þótt þú stór eftir aldri og ekki leiöinleg að spjalla við. Líklega hefur þú fundið svariö sjálf um hvort hann sé hrifinn af þér: þú hringir í hann en hann aldrei í þig. Þaö segir sína sögu, finnst þér það ekki? Um samfarir og ánægju af þeim var fjallað nokkuð ítarlega í svari í Póstinum í 8. tölublaði (24. febrúar) og líklega hefðir þú gagn af að lesa það. Inntak þess er í stuttu máli að kynlíf (samfarir) er ekki bara íþrótt eða athöfn sem hægt er að vinda sér í eins og að grafa skurð eöa hita kaffi. Til þess að konan hafi unað af kynlífi þarf hún að vera andlega og líkamlega reiðubúin og margar stelpur byrja á því áður en þær eru nógu þroskaðar til að eiga von um að hafa ánægju af því. — Póstur les ekki úr skrift en giskar á að þú sért fimmtán ára. 11 tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.