Alþýðublaðið - 27.02.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1923, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ RauJir þneðir. Ettir Agúst Jóhannesson. III. Stranmurinn — reiptogið. Hver vill annars eigum n&; um einskilding og dalinn menn eru' að þræta og ýtast á, unz þeir ialla í valinn. Páll Ólafsson. Það var áður vikið að því, að þegar vistarbandið var leyst byrjaði eða hófst fólksstraumur- inn fyrir alyöru úr sveitunum til sjávarins. Sjóþorpin uxu óð- fluga og vaxa, því að straumur- inn helzt enn. Sjávarútvegurinn dafnaði ár trá ári, enda fóru nú línuskip (gufubátar) að ryðja sér til rúms. Brátt tóru líka vélbátar að þekkjast og þóttu að mörgu leyti þægilegir til fiskveiða. I kjölfar þeirra sigldu svo hin tröllauknu veiðitæki, togararnir Útgerðarmenn, ^fiskspekulantar^ risu nú upp hver á fætur öðrum. Voru þeir margir stórhuga og hétu á fólkið að duga sér að ausa gullnámuna. Hrópuðu margir þeirra sig hása þá eftir starfandi höndum. Lofuðu þeir gulli og grænum skógum því fólki, er vildi vinna hjá þeiin- Var þá heldur ekki sparað að lýsa kaup- staðarlifiuu sem fullsælu-paradis. Geta skynbærir menn og konur nú látið sér skiljast, hvort þekk- ingársnauð og þrautkúguð vinnu. lýðsstétt sveitanna fengi staðist svo gulli blandað heróp og alls- nægtaloforð. Það þóttiáf' vera búið að tá nóg af hinu seigdrep- andi kyrstöðulífi sveitarinnar, — fá nóg af stuttum hvíldarstund- um, en löngum stritstundum sumar og vetur. Það hugsaði sig þvi ekki tvisvar um, en henti orfínu og hrífunni, og fagnaði frelsinu svokallaða, sem að eins var grfmuklætt áfturhald árgirnd- ar og auðvalds í smeðjulegri, fleðufullri mannúðarmynd. — En bændurnir sátu eftir með sárt ennið. Vinnuhjúin voru þeim ekki lengur þjonustusamlegir andar, uudirgef nir og auðsveipnir fyrir lélegt kaup, hvað þá þakk- læti. Stórbúin stundu undir oki starfræksluvöntunar; þau máttu muna sinn fífil fegri. Qg reiptogið var útgerðár- mönnum sýnilega betur og betur í vil; þeir báru sigur af hólmi. Fólksstraumurinn úr sveitunum hélt áfram með vaxandi hraða í dansandi hringiðu kaupstaðar- lífsins. Óx nú stöðugt vöxtur og við- gangur sjávarútvegsins, svo að um tíma mátti segjaj að berserks- gangi líktist. Skal ég þó ekki fullyrða, að svo hafi verið mikill >satans kraftur, að saltaðir þorsk- ar gengju aftur<, því að fyrr má rota en dauðrota. Hin spegilgljáandi síld tók nú líka að sveima í stórum torfum og með spotðaköstum með fram ströndum landsins, og óðara sem markaðsvon fékst fyrir hana, risu upp menn, sem kallaðir hafa verið >síldarspekúlantar<. Settu þeir upp mikinn >spekú- lants<-svip og bentu fólkinu mjög ísmeygilega á, að þarna lægi verkefni fyrir, sem því væri í lófa lagið að hafa nægilegan hita úr handa sjér og sfnum eftirleiðis. bara ef pað vildi nú móka síldinni á þurt land fyrir sig. — Þannig vár á tímabili ekki ekki einungis reiptog milli út- gerðarmanna og bænda um starfs- máttinn, sem enn vill á brydda, heldur einnig milli útgerðarmanna sjálfra, en þetta breyttist, er tímar liðu. Með vaxandi "fólks- straumi f sjávaiþorpin minkaði eðlílega eftirspurnin eftir starfs- aflinu; hrópin lækkuðu og lof- •rðin fækkuðu. Þar við bættist aukin og endurbætt vinnutæki ég vélastarfræksla. Alt þetta hjálpaði til þess, að útgerðar- menn fóru að ná betri tökum á fólkinu og mynda gagnvart þvf samtök sín á milli. Eftir því, sem fólksfæðin varð sveitunum tilfinnanlegri blóðtaka, varð það einnig brátt sýnilegt, að fjárhagur landsins stóð og féll með sjávarútveginum, er síðar kom og er að koma áþreifan- lega fram í Ijós dagsins. En hvernig var þá um að lit- ast við sjávarsíðuna, í sjávar- þorpunum, þar sem gullkista Ægis vai ötulast ausin? í örfáum dráttum Væri rétt að athuga það. Með vaxíindi mannfjölda káup- stáðahna varð brátt f jölbreytilegt líf í þeim. Með auknum sam- gönguui annara þjóða við okkur Aoglýsingar, sem ekki ©ru alment lesnar, eru engum til gagns. Þess vegna eiga menn annað hvort ekki að auglýsa eða þá þar, sem flestir lesa þær, en það er að eins í AIMðublaðinu. hafði vitanlega erlend menning og ómenning mikil áhrtf á kaup- staðarlífið. Margir voru þá til, sællar minningar, sem gerðust braskarar, ef þeir höfðu fundið einhverja lykit af mentun. Kaup- menn risu upp hver á fætur öðr- utu og s;ttu á fót fjölda af alls konar verzlunum, sem verzluðu með bæði þarfa og óþarfa eins og enn ííðkast. Þúsundum af ginnandi tálbeltutegundum var lagt fyrir fávíst fólkið. Fylgdu margir siungnir vörusalar trú- lega eftir að - plokka, eftir því sem kaupgeta vinnustéttarinnar- innar óx eða dvínaði. Glysvarn- ings-skrumið og skemtana-ysinn glapti fólkinu, sýn. Því tanst fyrst sem það værí komið í ein- hvern æfintýraheim. Um lífsþæg- indi þeirra, sem voru að tmynda nokkurs konar yfirstétt í kaup- stöðunum, þ. e. útgerðarmenn og kaupmenn o. fi., stóð barátta. Hver vildi að sjálfsögðu skara eld að sinni köku og allir ná í álitlega og arðvænlega lífsstöðu. í þeirri baráttu urðu þeir eðli- lega harðast úti og verða, með- an nórikjandi þjóðtólagsskipulag skipar öndvegi, sem minsta þekk- ingu höfðu og hafa og kunna ekki að beita slægðar og brask- ara-vitinu, en það er lyftistöng landbúnaðarins, — lyttistöng sjáv- arútvegarins, — starfandi hendur alþýðunnar marg-kdguðu. Ég ætla ekki að sinni að rekja gang kaupstaðarlítsins né lýsa því nánar; síðar gefst ef til vill tækitæri til þess. Næsti þáttur fjal'.ár um, hversuallsnægta-heróp útgerðarmanna reyndust vinnu- stéttinni notadrjág. Þeir lofuðu ekki upp i ermina sína, karíarnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.