Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 4

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 4
Kastalinn sem Cromwell ppWRMu gir frá Pembrokekastala sem orlofsfólk utan ís* rambaði á alveg óviljandi á ökuferð um Wales á síð- asta sumri. í Ijós kom að þetta var miklu merkilegri kast- ali en sá sem upphaflega var á ferðaáætluninni. m Sagan er löng í árum talið, en hægt aö segja hana í stuttu máli. Það var um 1090 að Arnúlfur de Montgomery reisti virki þama við innri enda Pembrokeskagans, innst í djúpum firði. Ekki leið á löngu áður en innfæddir Walesbú- ar hugðust reka þessa Normanna- hunda af höndum sér en virkisbú- um undir stjórn Geralds de Winds- or, sem tekinn var við af Arnúlfi, tókst að þreyja af langa umsát og að lokum brjótast út úr herkvínni. Ekki vitum viö hvort ástin greip Gerald eöa hvort hann var bara klókur stjórnandi, en upp úr þess- ari umsát gekk hann að eiga prinsessuna á svæðinu, hana Nest, og þar með var Pembrokekastali orðinn eitt helsta og öflugasta vígi Normanna í Vestur-Wales. Þetta er mikil bygging og spannar yfir gríðarlegt flæmi. Enda varð hún ekki fremur en Róm byggð á einni nóttu heldur var verið að bauka við gerð henn- ar aEt fram undir 1300. Tuminn,. sem byggður var á 12. öld, þykir einstæður í byggingarsögunni, gríðarmikill hringlaga turn með þykku hvolfþaki og mikilli lofthæð vistarvera aö innan. Sá sem lét reisa þennan hluta virkisins hét William Marshal, en hann var tengdasonur Strongbow, þess er lagði írland undir Bretland. Annars þykir það merkast í sögu Pembrokekastala að þar fæddist Harri Tudor, Walesmaöur- inn sem síðar tók upp nafnið Hinrik (Henry) og konungstöluna VH og varð fyrstur konunga af Tudorætt. Sá margfrægi kvenna- maður Hinrik VIII lagði kastalann undir krúnuna árið 1536. Síðan er eyöa í sögu staðarins fram undir miðja sautjándu öld, en þá gerðist það í borgarastríðinu síðara að Oliver Cromwell, sá frægi maður, stjórnaöi umsát um kastalann frá 22. maí 1649 til 11. júlí sama ár, en þá gafst varnarliðið upp vegna matar- og vatnsskorts. Arið eftir skipaði Cromwell svo fyrir aö kastalinn skyldi jafnaður við jörðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.