Vikan


Vikan - 01.03.1984, Side 36

Vikan - 01.03.1984, Side 36
æí-: wm Kunningi okkar var nýverið staddur í verslun sem selur tölvu- búnað af ýmsu tagi og varð það á aö hlusta á mann sem ætlaöi aö fara að fjárfesta í tölvubúnaði fyrir fyrirtæki sitt. Hann þurfti að sjá um póstsendingar fyrir nokkra aðila og vildi meðal annars geta tölvuunniö skrá yfir 2000 manns. Sölumaðurinn sýndi honum meöalstóra borðtölvu með harðdiski og forrit sem gerði honum kleift að flokka skrána á ýmsan hátt — eftir heimilis- föngum, skilvísi í innborgunum og meðalstærö pantana. Forritið mátti líka nota til aö geyma stööl- uö bréf og auðvitaö skrifaöi það út límmiða, gíróseðla og annaö þess háttar. Maðurinn sem ætlaði að kaupa tölvubúnaðinn sýndi áhuga og spurði hvernig maður kæmi upp- lýsingunum inn í kerfiö. „Það þarf bara að lesa þær inn, ” svaraði sölumaöurinn. — Nú, hvernig á aö að gera það? Hvernig kem ég listunum sem ég er meö inn í tölvuna? Sölumaðurinn var undrandi á svipinn þegar hann svaraði: „Auðvitað með því aö vélrita á lyklaborðið.” — Vélrita? A ég aö fara aö vélrita fleiri þúsund nöfn alveg upp á nýtt? spurði maðurinn alveg eins og sölumaöurinn væri að reyna aö plata einhverju inn á hann. Þetta er auðvitað öfgakennt dæmdi en ekki fjarri sanni. Það er nefnilega sjaldgæft að talað sé um vélritunarkunnáttu í sambandi við tölvur. I auglýsingum er minnst á lyklaborð og innslátt — en samt byrjar öll tölvuvinnsla á einfaldri vélritun. Til skamms tíma hefur „vélritunarkunnátta æskileg” verið dulnefni fyrir óskir um konu í rútínu-skrifstofuvinnu. Rögg- samir stjórnendur læra ekki aö vélrita, svo hljómar boðorðiö. Þeir fá sér bara einkaritara. Tölvuvæöingin er aö breyta þessu öllu. Ennþá nota aöeins örfáir stjórnendur fyrirtækja tölvur — kannski einmitt vegna þess að þeir kunna ekki aö vélrita. Og þeir sem hafa komið sér upp tölvu sitja viö skerminn og pikka með einum eða tveim puttum. Hugsið ykkur tímasóunina að hafa í höndum háþróaöan tæknibúnað sem vinnur flóknustu verkefni á örskotsstundu — og geta aðeins pikkað nokkur orð á mínútu inn í tölvuna! Tölvuforritarar erlendis hafa gefið þessari vöntun í forritum gaum og nú er hægt aö fá nokkur forrit sem kenna mönnum vélritun, Typing Tutor II frá Microsoft svo dæmi sé tekið. Þaö dugir vel til að þjálfa notandann, gefur upp eina línu í einu á skerminum og síðan á maöur að reyna að vélrita hana með átta fingrum. Smám saman veröur viöfangsefnið erfiðara, verkefnin þyngri og þjálfunin eykst. Forritið gefur ennfremur til kynna meðal- vélritunarhraðann í oröum á mínútu og einnig hve margar villur hafa verið gerðar. Þeir sem vilja hafa spennu meö í náminu, og ætla að læra enska vélritun, geta keypt sér leikja- forrit sem kenna vélritun. Dæmi um slík eru MasterType og Type Attack forritin. I síðarnefnda leiknum koma stafir fram á skerminum og svo er það kúnstin að skjóta þá niöur meö sam- svarandi stöfum á lyklaborðinu. Eftir því sem betur gengur aö skjóta niöur bókstafi eöa tölustafi þeim mun meiri verður hraðinn og þú æfist í vélritun. MasterType er flóknari tölvu- 36 Vikan 9. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.